Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 17:15 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. Manninum var gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta í rassinn og í eitt skipti nuddað beran rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist líta á stúlkuna sem sína eigin dóttur og hann hefði alið hana upp sem slíka. Dómurinn sagði ósamræmi í framburði Hann viðurkenndi að hafa nuddað stúlkuna en sagði það hafa verið að hennar beiðni. Þegar hann nuddaði hana hafi vinkona stjúpdótturinnar verið viðstödd allan tíman og móðir hennar verið í dyragættinni og séð hvað væri að fara fram. Engar athugasemdir hafi komið fram þá. Hann sagðist ekki hafa nuddað beran rass hennar né innanverð læri. Hann hefði lært nudd og væri vel að sér í líffærafræði. Hann hafi veitt nuddið af þekkingu en ekki til að brjóta á stúlkunni. Maðurinn sagðist hafa nuddað svokallaðan maximus-vöðva stúlkunnar. Bent er á að umræddur vöðvi er stærsti rassvöðvinn, og því þótti dómnum vera innbyrðis ósamræmi í framburði mannsins sem bæði sagðist hafa nuddað vöðvann en ekki hafa nuddað rass hennar. Þótti „djókið“ aldrei fyndið Varðandi rassskellingarnar sagði maðurinn að hann hefði ekki haft neinn ásetning til að brjóta á stjúpdótturinni. Hann sagði að um væri að ræða djók sem væri tengt ærslum og leikjum. Hann sagði að þau hefðu slegið hvort annað í líkaman reglulega, þar með talið í rassinn. Þetta hafi verið til gamans gert. Hann sagði að stúlkan hafi aldrei upplifað þetta sem kynferðislega áreitni fyrr en í skýrslugjöf hjá lögreglu þegar hún hafi verið búin að ræða við móður sína. Fyrir dómi sagði stúlkan að sér hafi alltaf þótt þetta óþægilegt. Sérstaklega í eitt skipti þegar hann hafi sagt: „Æj nei djók, þú gætir fílað þetta.“ Hún hafi ekki þorað að kvarta undan þessu fyrr en maðurinn hafi líka gert þetta við vinkonu hennar. Háttsemin af kynferðislegum toga Í dómnum er bent á að á þessum tíma hafi stúlkan verið á táningsaldri en hann fullorðinn maður og hennar eina föðurímynd. Ekki væri hægt að fallast á það með manninum að þessi háttsemi fælist eingöngu í glettni og leik. Þá segir í dómnum að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að gjörðir hans hafi verið af kynferðislegum toga. Hann var sakfelldur samkvæmt ákæru og fær líkt og áður segir sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 1,25 milljónir í miskabætur, og gert að greiða 3,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Manninum var gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta í rassinn og í eitt skipti nuddað beran rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist líta á stúlkuna sem sína eigin dóttur og hann hefði alið hana upp sem slíka. Dómurinn sagði ósamræmi í framburði Hann viðurkenndi að hafa nuddað stúlkuna en sagði það hafa verið að hennar beiðni. Þegar hann nuddaði hana hafi vinkona stjúpdótturinnar verið viðstödd allan tíman og móðir hennar verið í dyragættinni og séð hvað væri að fara fram. Engar athugasemdir hafi komið fram þá. Hann sagðist ekki hafa nuddað beran rass hennar né innanverð læri. Hann hefði lært nudd og væri vel að sér í líffærafræði. Hann hafi veitt nuddið af þekkingu en ekki til að brjóta á stúlkunni. Maðurinn sagðist hafa nuddað svokallaðan maximus-vöðva stúlkunnar. Bent er á að umræddur vöðvi er stærsti rassvöðvinn, og því þótti dómnum vera innbyrðis ósamræmi í framburði mannsins sem bæði sagðist hafa nuddað vöðvann en ekki hafa nuddað rass hennar. Þótti „djókið“ aldrei fyndið Varðandi rassskellingarnar sagði maðurinn að hann hefði ekki haft neinn ásetning til að brjóta á stjúpdótturinni. Hann sagði að um væri að ræða djók sem væri tengt ærslum og leikjum. Hann sagði að þau hefðu slegið hvort annað í líkaman reglulega, þar með talið í rassinn. Þetta hafi verið til gamans gert. Hann sagði að stúlkan hafi aldrei upplifað þetta sem kynferðislega áreitni fyrr en í skýrslugjöf hjá lögreglu þegar hún hafi verið búin að ræða við móður sína. Fyrir dómi sagði stúlkan að sér hafi alltaf þótt þetta óþægilegt. Sérstaklega í eitt skipti þegar hann hafi sagt: „Æj nei djók, þú gætir fílað þetta.“ Hún hafi ekki þorað að kvarta undan þessu fyrr en maðurinn hafi líka gert þetta við vinkonu hennar. Háttsemin af kynferðislegum toga Í dómnum er bent á að á þessum tíma hafi stúlkan verið á táningsaldri en hann fullorðinn maður og hennar eina föðurímynd. Ekki væri hægt að fallast á það með manninum að þessi háttsemi fælist eingöngu í glettni og leik. Þá segir í dómnum að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að gjörðir hans hafi verið af kynferðislegum toga. Hann var sakfelldur samkvæmt ákæru og fær líkt og áður segir sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 1,25 milljónir í miskabætur, og gert að greiða 3,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira