Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar 20. nóvember 2024 14:16 Hann Guðmundur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir kona hans, langalangafi minn og langalangamma fluttu ásamt börnum sínum frá Skálum á Langanesi til Norður-Dakota í lok 19. aldar. Ástæðan; langvinn harðindi á Norðurlandi. Ís var fyrir landi sumarlangt, spretta engin og bústofn féll. Þau voru loftslagsflóttafólk. Langafi minn varð einn eftir á Íslandi, þökk sé langömmu minni, greindri konu og ákveðinni. Því er ég hér til frásagnar. Nýlega var sagt frá því í fréttum að hringrás sjávarstrauma í Atlantshafi (AMOC) væri mögulega að nálgast þröskuld hraðfara breytinga. Það var rakið til hlýnunar andrúmslofts með hugsanlega válegum afleiðingum á Íslandi. Golfstraumurinn gæti veiktist verulega þannig að snarkólnaði hér og reyndar á öllum Norðurlöndunum. Við Íslendingar höfum hingað til verið lúmskt ánægðir með hlýnun andrúmsloftsins – segjum það þó sjaldnast opinberlega. Ef loftslag hlýnaði á Íslandi um tvær-þrjár gráður, eins og meðaltalshækkunin á Jörðinni stefnir í, þá höfum við talið að hér yrði notarlegra að búa. Því miður er þetta hættuleg hégilja. Þvert á móti eru líkindi til þess að breytingarnar verði þveröfugar hér á landi, jafnvel fyrir næstu aldamót. Það gæti kólnað um nokkrar gráður. Ef þessar áhyggjur vísindamanna, s.s. Stefans Rahmstorf, prófessors í hafeðlisfræði við Potsdam stofnunina í Þýskalandi raungerast, gæti orðið ill-búandi hér og landbúnaður leggðist af sökum harðinda. Líkt og gerðist á Norð-Austurlandi í tíð langa-langafa míns og -ömmu. Loftslagsflóttafólk fyrr og síðar. Loftslagsváin er því dauðans alvara fyrir okkur Íslendinga. Nú er stutt í kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að selja okkur kjósendum stefnumál sín. Sumir frambjóðendur afneita jafnvel loftslagsbreytingum, öðrum finnst þær ekki skipta máli, en tala samt fjálglega um að „framtíð Íslands sé í húfi“. Mikið rétt, mikið rétt. Það er reyndar svo að framtíð þess heims við við þekkjum sem tegund, homo sapiens, er í húfi. Stór svæði geta orðið óbyggileg. Öfgar í veðurfari eru nú þegar daglegt brauð. Og loftslagsflóttafólki á eftir að stór-fjölga. Já, framtíð Íslands er í húfi, framtíð barnabarnanna okkar sem erum komin á efri ár. Þeirra framtíð markast hugsanlega af því hvort við sem nú kjósum tökum loftslagsvána alvarlega, eins og öll þekking og fræði hvetja okkur til að gera. Við hljótum því að velja þá stjórnmálaflokka sem eru reiðubúnir að taka til hendinni í loftslagsmálum, en hafna þeim sem hópa: „Friður, friður , engin hætta – eftir mig flóðið!“ Við erum vaxandi hreyfing eldri aðgerðarsinna í loftslagsmálum og köllum okkur Aldin. Í þessum kosningum munum við flest gefa þeim flokkum atkvæði sem taka loftslagsvána alvarlega. Við munum hafna hinum sem telja enga hættu á ferðinni, en þykjast samt vita, hvað sé best fyrir Ísland framtíðar. Þegar dóttursonur minn sem nú er þriggja ára verður kominn á sama aldur og ég er nú, verður komið árið 2092. Hugsanlega á hann þá barnabörn. Og hver verður framtíð þeirra? Loftslagshamfarir? Ég verð þá löngu kominn undir græna torfu en þau, barnabörn míns barnabarns, gætu hugsað mér þegjandi þörfina langa-langafa sínum, hvar sem þau verða niðurkomin, - hugsanlega loftslagsflóttafólk frá Íslandi: Af hverju gerðirðu ekki neitt? Höfundur er félagi í Aldini, eldri aðgerðarsinnum gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Hann Guðmundur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir kona hans, langalangafi minn og langalangamma fluttu ásamt börnum sínum frá Skálum á Langanesi til Norður-Dakota í lok 19. aldar. Ástæðan; langvinn harðindi á Norðurlandi. Ís var fyrir landi sumarlangt, spretta engin og bústofn féll. Þau voru loftslagsflóttafólk. Langafi minn varð einn eftir á Íslandi, þökk sé langömmu minni, greindri konu og ákveðinni. Því er ég hér til frásagnar. Nýlega var sagt frá því í fréttum að hringrás sjávarstrauma í Atlantshafi (AMOC) væri mögulega að nálgast þröskuld hraðfara breytinga. Það var rakið til hlýnunar andrúmslofts með hugsanlega válegum afleiðingum á Íslandi. Golfstraumurinn gæti veiktist verulega þannig að snarkólnaði hér og reyndar á öllum Norðurlöndunum. Við Íslendingar höfum hingað til verið lúmskt ánægðir með hlýnun andrúmsloftsins – segjum það þó sjaldnast opinberlega. Ef loftslag hlýnaði á Íslandi um tvær-þrjár gráður, eins og meðaltalshækkunin á Jörðinni stefnir í, þá höfum við talið að hér yrði notarlegra að búa. Því miður er þetta hættuleg hégilja. Þvert á móti eru líkindi til þess að breytingarnar verði þveröfugar hér á landi, jafnvel fyrir næstu aldamót. Það gæti kólnað um nokkrar gráður. Ef þessar áhyggjur vísindamanna, s.s. Stefans Rahmstorf, prófessors í hafeðlisfræði við Potsdam stofnunina í Þýskalandi raungerast, gæti orðið ill-búandi hér og landbúnaður leggðist af sökum harðinda. Líkt og gerðist á Norð-Austurlandi í tíð langa-langafa míns og -ömmu. Loftslagsflóttafólk fyrr og síðar. Loftslagsváin er því dauðans alvara fyrir okkur Íslendinga. Nú er stutt í kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að selja okkur kjósendum stefnumál sín. Sumir frambjóðendur afneita jafnvel loftslagsbreytingum, öðrum finnst þær ekki skipta máli, en tala samt fjálglega um að „framtíð Íslands sé í húfi“. Mikið rétt, mikið rétt. Það er reyndar svo að framtíð þess heims við við þekkjum sem tegund, homo sapiens, er í húfi. Stór svæði geta orðið óbyggileg. Öfgar í veðurfari eru nú þegar daglegt brauð. Og loftslagsflóttafólki á eftir að stór-fjölga. Já, framtíð Íslands er í húfi, framtíð barnabarnanna okkar sem erum komin á efri ár. Þeirra framtíð markast hugsanlega af því hvort við sem nú kjósum tökum loftslagsvána alvarlega, eins og öll þekking og fræði hvetja okkur til að gera. Við hljótum því að velja þá stjórnmálaflokka sem eru reiðubúnir að taka til hendinni í loftslagsmálum, en hafna þeim sem hópa: „Friður, friður , engin hætta – eftir mig flóðið!“ Við erum vaxandi hreyfing eldri aðgerðarsinna í loftslagsmálum og köllum okkur Aldin. Í þessum kosningum munum við flest gefa þeim flokkum atkvæði sem taka loftslagsvána alvarlega. Við munum hafna hinum sem telja enga hættu á ferðinni, en þykjast samt vita, hvað sé best fyrir Ísland framtíðar. Þegar dóttursonur minn sem nú er þriggja ára verður kominn á sama aldur og ég er nú, verður komið árið 2092. Hugsanlega á hann þá barnabörn. Og hver verður framtíð þeirra? Loftslagshamfarir? Ég verð þá löngu kominn undir græna torfu en þau, barnabörn míns barnabarns, gætu hugsað mér þegjandi þörfina langa-langafa sínum, hvar sem þau verða niðurkomin, - hugsanlega loftslagsflóttafólk frá Íslandi: Af hverju gerðirðu ekki neitt? Höfundur er félagi í Aldini, eldri aðgerðarsinnum gegn loftslagsvá.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun