Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar 20. nóvember 2024 13:47 Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv. Undanfarin ár hefur gjaldið verið reiknað eins og skattur og numið að jafnaði um 10 milljörðum á ári. Gjaldið hefur runnið í ríkissjóð sem afnotagjald útgerðarinnar af fiskimiðum í eigu þjóðarinnar. Sjávarútvegsfyrirtækin selja mörg hver dótturfyrirtækjum sínum eigin afurðir á verði sem þau ákveða sjálf. Því hafa kunnáttumenn á sviði bókhalds talið að með réttri verðlagningu sé veiðileyfagjaldið sem sjávarútvegsfyrirtækin greiða í ríkissjóð allt of lágt, fjárhæðin ætti að vera fjórfalt hærri eða a.m.k. 40 milljarðar. Enda hefur sýnt sig að þeir fjármunir sem eftir verða hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum eru svo miklir að eigendur þeirra hafa átt í erfiðleikum með að koma þeim fyrir og því hafa þau keypt fjölda íbúða í Reykjavík, Eimskip og blaðaútgáfu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Við skoðun á stefnumiðum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum og reynslunni af veru flokkanna í ríkisstjórn þá varð eftirfarandi samantekt til: Framsóknarflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Viðreisn Fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli Sjálfstæðisflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Flokkur fólksins Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi Sósíalistaflokkur Eðlilegt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Lýðræðisflokkur Allur afli seldur á fiskmarkaði; segir ekkert um veiðileyfagjald. Miðflokkur Gegnsæ og einföld veiðileyfagjöld. Píratar Sanngjarnt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Samfylking Sjávarútvegsfyrirtækin greiði fullt og sanngjarnt gjald sem verði hærra en nú er Vinstri græn Nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma gegn eðlilegu gjaldi Þessi samantekt sýnir að fráfarandi stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur auk Miðflokks eru afar ólíklegir til að sjá til þess að þjóðin fái sinn réttláta skerf af umframarðinum sem sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú af sjávarútvegsauðlindinni. Þar nægir einnig að minna á að ofarlega á framboðslistum þessara flokka eru einstaklingar sem beinlínis mætti kalla fulltrúa útgerðanna sem hafa aldrei sýnt mikinn vilja til að greiða meira til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af þessari auðlind sem þó er í eigu hennar. Vinstri græn verða einnig að teljast ólíkleg í ljósi nýlokinni sjö ára veru þeirra í ríkisstjórn. Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins gera ráð fyrir að greitt sé „fullt gjald“ sem er sama orðalag og notað er þegar greiddar eru eignarnámsbætur, orðalag sem á að tryggja að gjaldið ákvarðist með hlutlausum og sanngjörnum hætti. Segja má að sama gildi um Pírata og Sósíalista sem vilja að greitt sé „sanngjarnt“ og „eðlilegt“ gjald sem gera má ráð fyrir að þeir túlki sem „fullt gjald“ m.v. annað sem fram kemur í stefnuskrám þeirra. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv. Undanfarin ár hefur gjaldið verið reiknað eins og skattur og numið að jafnaði um 10 milljörðum á ári. Gjaldið hefur runnið í ríkissjóð sem afnotagjald útgerðarinnar af fiskimiðum í eigu þjóðarinnar. Sjávarútvegsfyrirtækin selja mörg hver dótturfyrirtækjum sínum eigin afurðir á verði sem þau ákveða sjálf. Því hafa kunnáttumenn á sviði bókhalds talið að með réttri verðlagningu sé veiðileyfagjaldið sem sjávarútvegsfyrirtækin greiða í ríkissjóð allt of lágt, fjárhæðin ætti að vera fjórfalt hærri eða a.m.k. 40 milljarðar. Enda hefur sýnt sig að þeir fjármunir sem eftir verða hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum eru svo miklir að eigendur þeirra hafa átt í erfiðleikum með að koma þeim fyrir og því hafa þau keypt fjölda íbúða í Reykjavík, Eimskip og blaðaútgáfu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Við skoðun á stefnumiðum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum og reynslunni af veru flokkanna í ríkisstjórn þá varð eftirfarandi samantekt til: Framsóknarflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Viðreisn Fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli Sjálfstæðisflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Flokkur fólksins Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi Sósíalistaflokkur Eðlilegt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Lýðræðisflokkur Allur afli seldur á fiskmarkaði; segir ekkert um veiðileyfagjald. Miðflokkur Gegnsæ og einföld veiðileyfagjöld. Píratar Sanngjarnt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Samfylking Sjávarútvegsfyrirtækin greiði fullt og sanngjarnt gjald sem verði hærra en nú er Vinstri græn Nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma gegn eðlilegu gjaldi Þessi samantekt sýnir að fráfarandi stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur auk Miðflokks eru afar ólíklegir til að sjá til þess að þjóðin fái sinn réttláta skerf af umframarðinum sem sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú af sjávarútvegsauðlindinni. Þar nægir einnig að minna á að ofarlega á framboðslistum þessara flokka eru einstaklingar sem beinlínis mætti kalla fulltrúa útgerðanna sem hafa aldrei sýnt mikinn vilja til að greiða meira til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af þessari auðlind sem þó er í eigu hennar. Vinstri græn verða einnig að teljast ólíkleg í ljósi nýlokinni sjö ára veru þeirra í ríkisstjórn. Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins gera ráð fyrir að greitt sé „fullt gjald“ sem er sama orðalag og notað er þegar greiddar eru eignarnámsbætur, orðalag sem á að tryggja að gjaldið ákvarðist með hlutlausum og sanngjörnum hætti. Segja má að sama gildi um Pírata og Sósíalista sem vilja að greitt sé „sanngjarnt“ og „eðlilegt“ gjald sem gera má ráð fyrir að þeir túlki sem „fullt gjald“ m.v. annað sem fram kemur í stefnuskrám þeirra. Höfundur er hagfræðingur.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun