Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar 20. nóvember 2024 13:33 Unga fólkið sem nú er að kjósa fulltrúa sína til sætis á hinu háa Alþingi, jafnvel í fyrsta skipti, kann kannski að undrast það afhverju við í Viðreisn viljum halda í heiðri frelsi í sinni víðustu mynd. Frelsi einstaklinga til að fá að vera í friði frá stjórnvöldum með sín mál, frelsi til athafna, lífsskoðana og viðskipta. Það þykir sennilega sjálfsagt mál núorðið en hefur ekki alltaf verið svo. Fyrir okkur sem eldri erum rifjast upp margt forvitnilegt sem fallið hafði í gleymsku þegar við spáum í frelsishugtakinu. En frelsi, svona almennt, er mjög af hinu jákvæða, um það geta kannski flestir orðið sammála, aldnir sem ungir. Þeir sem orðnir eru miðaldra muna þá tíð er hundahald var með öllu óheimilt í Reykjavík. Var það meðal annars skýrt með þeim rökum að hundahaldi fylgdi mikill sóðaskapur og var þá sennilega vísað til hundaskítsins sem óneitanlega var hvimleiður. Hundaeigendum í dag, sem fara jafnan í göngutúra með besta vininum þykir þetta sennilega haldlítil rök þegar þeir munda lítinn grænan plastpoka og málið er úr sögunni. Þegar Varnarliðið hóf útsendingar í sjónvarpi á Viðreisnarárunum svonefndu, með miklu afþreyingarefni, var stöðin fljótlega bönnuð af íslenskum stjórnvöldum. Þetta var gert til að vernda íslenska tungu og þó margir hafi saknað skemmtiefnisins var ekki gerður mikill ágreiningur um þetta. Það þótti sjálfsagt að skerða heldur frelsið en að tefla íslenskunni í voða. Á svipuðum tíma var ákveðið að á Íslandi skyldi starfa ein sjónvarpsstöð í eigu ríkisins. Sjónvarpsrekstur á örmarkaðinum Íslandi var strembinn og ýmislegt þar sem kyndugt þætti eða skoplegt í dag. Það voru engar útsendingar á fimmtudögum, því það var frídagur starfsmanna sjónvarpsins. Það var heldur enginn rekstur í júlí. Þá var einfaldlega skellt í lás í einn mánuð og voru þá starfsmenn sendir í sumarfrí. Það var lítill vilji til að senda út í lit, það þótti óráðsía rétt eins og þegar bændur mótmæltu komu landsímans á bernskuárum fullveldisins. Um miðjan níunda áratuginn á síðustu öld, gerðu ýmsir athafnamenn sér þann leik að kanna hvort mögulegt væri að stofna rekstur um einkarekið útvarp í fyrstu og síðar sjónvarp. Þingmenn tóku ekkert sérstaklega vel í þessi áform. Þaðan af síður þeir sem með stjórnvald á þessu sviði fóru. Þegar útvarpsútsendingar hófust loks í tilraunaskyni úr litlum sendi í Breiðholti, var harðskeytt lögreglusveit send á vettvang til að skella í lás. Einokun ríkisins á þessu sviði skyldi varin af ákveðni. Einkennilega harkaleg viðbrögð gegn áformum um sjónvarpsrekstur sneri mörgum á sveif með stofnendum Stöðvar 2, sem fór svo í loftið árið 1986 með glæsibrag, þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Frelsið sigraði í þessum átökum en það var ekkert sjálfgefið, til þess þurftu þeir er studdu atvinnufrelsi og höfnuðu einokun á fjarskiptamarkaði að taka höndum saman. Það borgar sig að hafa þingmenn við Austurvöll sem skilja mikilvægi frelsis alls staðar þar sem því verður við komið. Þessu hafa verið gerð skýr skil í stefnuskrá Viðreisnar og munu þingmenn okkar standa vörð um þetta grundvallaratriði og láta frelsið njóta vafans þegar að því er sótt. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Unga fólkið sem nú er að kjósa fulltrúa sína til sætis á hinu háa Alþingi, jafnvel í fyrsta skipti, kann kannski að undrast það afhverju við í Viðreisn viljum halda í heiðri frelsi í sinni víðustu mynd. Frelsi einstaklinga til að fá að vera í friði frá stjórnvöldum með sín mál, frelsi til athafna, lífsskoðana og viðskipta. Það þykir sennilega sjálfsagt mál núorðið en hefur ekki alltaf verið svo. Fyrir okkur sem eldri erum rifjast upp margt forvitnilegt sem fallið hafði í gleymsku þegar við spáum í frelsishugtakinu. En frelsi, svona almennt, er mjög af hinu jákvæða, um það geta kannski flestir orðið sammála, aldnir sem ungir. Þeir sem orðnir eru miðaldra muna þá tíð er hundahald var með öllu óheimilt í Reykjavík. Var það meðal annars skýrt með þeim rökum að hundahaldi fylgdi mikill sóðaskapur og var þá sennilega vísað til hundaskítsins sem óneitanlega var hvimleiður. Hundaeigendum í dag, sem fara jafnan í göngutúra með besta vininum þykir þetta sennilega haldlítil rök þegar þeir munda lítinn grænan plastpoka og málið er úr sögunni. Þegar Varnarliðið hóf útsendingar í sjónvarpi á Viðreisnarárunum svonefndu, með miklu afþreyingarefni, var stöðin fljótlega bönnuð af íslenskum stjórnvöldum. Þetta var gert til að vernda íslenska tungu og þó margir hafi saknað skemmtiefnisins var ekki gerður mikill ágreiningur um þetta. Það þótti sjálfsagt að skerða heldur frelsið en að tefla íslenskunni í voða. Á svipuðum tíma var ákveðið að á Íslandi skyldi starfa ein sjónvarpsstöð í eigu ríkisins. Sjónvarpsrekstur á örmarkaðinum Íslandi var strembinn og ýmislegt þar sem kyndugt þætti eða skoplegt í dag. Það voru engar útsendingar á fimmtudögum, því það var frídagur starfsmanna sjónvarpsins. Það var heldur enginn rekstur í júlí. Þá var einfaldlega skellt í lás í einn mánuð og voru þá starfsmenn sendir í sumarfrí. Það var lítill vilji til að senda út í lit, það þótti óráðsía rétt eins og þegar bændur mótmæltu komu landsímans á bernskuárum fullveldisins. Um miðjan níunda áratuginn á síðustu öld, gerðu ýmsir athafnamenn sér þann leik að kanna hvort mögulegt væri að stofna rekstur um einkarekið útvarp í fyrstu og síðar sjónvarp. Þingmenn tóku ekkert sérstaklega vel í þessi áform. Þaðan af síður þeir sem með stjórnvald á þessu sviði fóru. Þegar útvarpsútsendingar hófust loks í tilraunaskyni úr litlum sendi í Breiðholti, var harðskeytt lögreglusveit send á vettvang til að skella í lás. Einokun ríkisins á þessu sviði skyldi varin af ákveðni. Einkennilega harkaleg viðbrögð gegn áformum um sjónvarpsrekstur sneri mörgum á sveif með stofnendum Stöðvar 2, sem fór svo í loftið árið 1986 með glæsibrag, þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Frelsið sigraði í þessum átökum en það var ekkert sjálfgefið, til þess þurftu þeir er studdu atvinnufrelsi og höfnuðu einokun á fjarskiptamarkaði að taka höndum saman. Það borgar sig að hafa þingmenn við Austurvöll sem skilja mikilvægi frelsis alls staðar þar sem því verður við komið. Þessu hafa verið gerð skýr skil í stefnuskrá Viðreisnar og munu þingmenn okkar standa vörð um þetta grundvallaratriði og láta frelsið njóta vafans þegar að því er sótt. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun