Sá hvítt eftir árás með járnkarli Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 10:55 Meint árás er sögð hafa átt sér stað á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni á Vopnafirði er talin hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri, járnkarli eða rúllubaggateini. Í greinargerð lögreglunnar á Austurlandi segir að talið sé að meint árás hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálfsjö um kvöld 16. október síðastliðins. Hann hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Árásin hefði getað leitt til dauða „Í ljós hefur komið við rannsókn málsins að árásin reyndist vera enn alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir eftir því sem rannsókn vindur fram,“ segir í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem greinargerð lögreglu er reifuð. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Lögreglan rannsakar brot mannsins sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Meint brot hans eru sögð geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Sagðist ætla að „kála henni“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá 19. október, þremur dögum eftir árásina, er haft eftir manninum að hann beri fyrir sig minnisleysi um margt af því sem átti sér stað, en hann segist hafa farið í „black out“. Þá kom fram að maðurinn teldi sjálfan sig þurfa á geðmati að halda. Maðurinn viðurkenni að hafa veist að konunni og þrengja að hálsi hennar með rúllubaggateini. Konan hafi talað um að áður en hann réðst á hana hafi hann sagt við hana að hann ætlaði sér að „kála henni“. Hending ein sé að ekki hafi farið verr. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn skömmu eftir árásina í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Landsréttur hins vegar breytti þeirri niðurstöðu og ákvað að maðurinn skyldi vistaður á sjúkrahúsi vegna andlegra veikinda hans. Vopnafjörður Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira
Í greinargerð lögreglunnar á Austurlandi segir að talið sé að meint árás hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálfsjö um kvöld 16. október síðastliðins. Hann hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Árásin hefði getað leitt til dauða „Í ljós hefur komið við rannsókn málsins að árásin reyndist vera enn alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir eftir því sem rannsókn vindur fram,“ segir í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem greinargerð lögreglu er reifuð. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Lögreglan rannsakar brot mannsins sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Meint brot hans eru sögð geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Sagðist ætla að „kála henni“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá 19. október, þremur dögum eftir árásina, er haft eftir manninum að hann beri fyrir sig minnisleysi um margt af því sem átti sér stað, en hann segist hafa farið í „black out“. Þá kom fram að maðurinn teldi sjálfan sig þurfa á geðmati að halda. Maðurinn viðurkenni að hafa veist að konunni og þrengja að hálsi hennar með rúllubaggateini. Konan hafi talað um að áður en hann réðst á hana hafi hann sagt við hana að hann ætlaði sér að „kála henni“. Hending ein sé að ekki hafi farið verr. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn skömmu eftir árásina í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Landsréttur hins vegar breytti þeirri niðurstöðu og ákvað að maðurinn skyldi vistaður á sjúkrahúsi vegna andlegra veikinda hans.
Vopnafjörður Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira