Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 11:05 Frá borunum Veitna eftir heitu vatni á Geldingarnesi í nóvember 2024. Veitur Tvö ný lághitasvæði hafa fundist við leit Veitna á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Kjalarnesi og annað á Geldingarnesi. Fundinum er lýst sem tímamótum þar sem eftirspurn eftir heitu vatni til húshitunar og atvinnustarfsemi fer vaxandi á höfuðborgarsvæðinu. Heitt vatn fannst á Brimsnesi á Kjalarnesi nú í nóvember og er allt sagt benda til þess að þar hafi fundist nýtt jarðhitakerfi sem hægt sé að nýta fyrir höfuðborgarsvæðið í tilkynningu frá Veitum. Það væri þá fimmta lághitasvæðið sem sér höfuðborgarsvæðinu fyrir heitu vatni. Fjörutíu lítrar á sekúndu af hundrað gráðu heitu vatni fundust á Kjalarnesi. Enn á eftir að staðfesta hver vinnslugeta svæðisins gæti orðið. Hún hefur verið metin allt að tvö hundruð lítrar á sekúndu af heitu vatni til bráðabirgða. Það er sagt samsvara hámarksþörf um tíu þúsund manna hverfis. Frekari rannsóknir og boranir eru fyrirhugaðar á Brimsnesi á næstu mánuðum og árum. Gangi allt að óskum gæti vatn frá Brimsnesi komið inn á hitaveitukerfið innan þriggja til fimm ára. Veitur eru varfærnari um möguleikana á Geldingarnesi þar sem erfitt hefur reynst að finna heitt vatn. Þar hafa fundist um tuttugu lítrar á sekúndu af níutíu gráðu heitu vatni. Langtímavinnslupróf á borholu á að hefjast þegar búið verður að bora hana niður á fullt dýpi. Kanna þurfi hvernig hún bregðist við því að heitu vatni sé dælt upp og hvort kalt vatn komi þá inn í kerfið. Á næstu árum stendur svo til að bora fleiri holur þar og feista þess að finna lekar spurgunr víða og helst á meira dýpi. Niðurstöður þeirra borana eiga að leiða í ljós undir hversu mikilli vinnslu Geldingarnes stendur undir til framtíðar. Reykjavík Jarðhiti Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Heitt vatn fannst á Brimsnesi á Kjalarnesi nú í nóvember og er allt sagt benda til þess að þar hafi fundist nýtt jarðhitakerfi sem hægt sé að nýta fyrir höfuðborgarsvæðið í tilkynningu frá Veitum. Það væri þá fimmta lághitasvæðið sem sér höfuðborgarsvæðinu fyrir heitu vatni. Fjörutíu lítrar á sekúndu af hundrað gráðu heitu vatni fundust á Kjalarnesi. Enn á eftir að staðfesta hver vinnslugeta svæðisins gæti orðið. Hún hefur verið metin allt að tvö hundruð lítrar á sekúndu af heitu vatni til bráðabirgða. Það er sagt samsvara hámarksþörf um tíu þúsund manna hverfis. Frekari rannsóknir og boranir eru fyrirhugaðar á Brimsnesi á næstu mánuðum og árum. Gangi allt að óskum gæti vatn frá Brimsnesi komið inn á hitaveitukerfið innan þriggja til fimm ára. Veitur eru varfærnari um möguleikana á Geldingarnesi þar sem erfitt hefur reynst að finna heitt vatn. Þar hafa fundist um tuttugu lítrar á sekúndu af níutíu gráðu heitu vatni. Langtímavinnslupróf á borholu á að hefjast þegar búið verður að bora hana niður á fullt dýpi. Kanna þurfi hvernig hún bregðist við því að heitu vatni sé dælt upp og hvort kalt vatn komi þá inn í kerfið. Á næstu árum stendur svo til að bora fleiri holur þar og feista þess að finna lekar spurgunr víða og helst á meira dýpi. Niðurstöður þeirra borana eiga að leiða í ljós undir hversu mikilli vinnslu Geldingarnes stendur undir til framtíðar.
Reykjavík Jarðhiti Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira