Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 20. nóvember 2024 06:33 Í heilbrigðiskerfinu er ein birtingarmynd stefnu- og sinnuleysis Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ríkisstjórnar sú að á Íslandi er einungis um 50% þjóðarinnar með fastan heimilislækni en til samanburðar er hlutfallið 95% í Noregi. Á vakt Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans í ríkisstjórn heldur innviðaskuldin í heilbrigðiskerfinu bara áfram að vaxa - og mun gera það áfram undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna er svo brýnt að knýja fram breytingar í kosningunum 30. nóvember. Sterk Samfylking er öruggasta tryggingin fyrir breyttum og betri stjórnarháttum á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum Þrátt fyrir þessa alvarlegu stöðu í heilbrigðiskerfinu heldur Sjálfstæðisflokkurinn bara áfram með sömu innantómu og óábyrgu loforðin, sem engu skila nema fyrir eignafólkið og fólkið með hæstu tekjurnar. Þeir lofa skattalækkunum en á sama tíma mikilli innviðauppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Sjálfstæðisflokkurinn leikur þennan óábyrga leik fyrir hverjar kosningar, sumsé býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum. Og eina raunverulega mótvægið við þetta ábyrgðar- og sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins er skýrt og ábyrgt plan Samfylkingarinnar. Plan sem unnið hefur verið í samstarfi við fólkið í landinu undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Í því eru ekki boðaðar neinar töfra- eða skyndilausnir á flóknum úrlausnarefnum eins og mörgum stjórnmálaflokkum hættir til að gera í kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að þetta mun taka tíma enda nær planið til tveggja kjörtímabila og við viljum fá þjóðina með okkur í verkefnið. Jafnt aðgengi óháð efnahag og búsetu eða aukinn einkarekstur og einkavæðing Samfylkingin vill styrkja grunnstoðir heilbrigðiskerfisins fyrir alla landsmenn. Við fundum svo vel fyrir því á fundum okkar um heilbrigðismál út um allt land að fólk á samleið með okkur jafnaðarfólki varðandi það grundvallaratriði að heilbrigðiskerfið okkar á að grípa allt fólk þegar heilsan brestur óháð efnahag, bakgrunni eða búsetu. Þetta er lífsskoðun okkar jafnaðarfólks og inngróið í okkar DNA á meðan flokkar á hægri vængnum tala fyrir auknum einkarekstri og einkavæðingu og er tilbúið að gefa afslátt á þessu grundvallaratriði. Þar skilur á milli og kjósendur geta treyst Samfylkingunni til að standa vörð um heilbrigðiskerfi þar sem jafn aðgangur óháð efnahag, bakgrunni og búsetu er grunngildið. Þjóðarmarkmið og örugg skref Í öruggum skrefum Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið; fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, þjóðarátak í umönnun eldra fólks, öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, meiri tími með sjúklingnum og að við tökum ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. Til þess að ná þessu metnaðarfullu þjóðarmarkmiðum setjum við fram örugg skref að hverju þjóðarmarkmiði sem hægt er að lesa um í útspili Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum, https://xs.is/orugg-skref. Skýrir valkostir í kosningunum Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferð ríkisfjármála er þörf á uppfærslu í heilbrigðiskerfinu. Og þar er Samfylkingin tilbúin til verka með skýrt plan að leiðarljósi. Valkostirnir í þessum kosningum eru skýrir; áframhaldandi sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins gagnvart heilbrigðiskerfinu eða plan Samfylkingarinnar. Það er þörf á breytingum og nýju upphafi. Öruggasta leiðin fyrir kjósendur til að tryggja breytingar að loknum kosningum í þágu almannahagsmuna á kostnað sérhagsmuna er stuðningur við Samfylkinguna. Og veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá mun Samfylkingin undir styrkri forystu Kristrúnar Frostadóttur á fyrsta degi nýrrar ríkisstjórnar hefjast handa við að reisa heilbrigðiskerfið við eftir áralangt sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu er ein birtingarmynd stefnu- og sinnuleysis Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ríkisstjórnar sú að á Íslandi er einungis um 50% þjóðarinnar með fastan heimilislækni en til samanburðar er hlutfallið 95% í Noregi. Á vakt Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans í ríkisstjórn heldur innviðaskuldin í heilbrigðiskerfinu bara áfram að vaxa - og mun gera það áfram undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna er svo brýnt að knýja fram breytingar í kosningunum 30. nóvember. Sterk Samfylking er öruggasta tryggingin fyrir breyttum og betri stjórnarháttum á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum Þrátt fyrir þessa alvarlegu stöðu í heilbrigðiskerfinu heldur Sjálfstæðisflokkurinn bara áfram með sömu innantómu og óábyrgu loforðin, sem engu skila nema fyrir eignafólkið og fólkið með hæstu tekjurnar. Þeir lofa skattalækkunum en á sama tíma mikilli innviðauppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Sjálfstæðisflokkurinn leikur þennan óábyrga leik fyrir hverjar kosningar, sumsé býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum. Og eina raunverulega mótvægið við þetta ábyrgðar- og sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins er skýrt og ábyrgt plan Samfylkingarinnar. Plan sem unnið hefur verið í samstarfi við fólkið í landinu undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Í því eru ekki boðaðar neinar töfra- eða skyndilausnir á flóknum úrlausnarefnum eins og mörgum stjórnmálaflokkum hættir til að gera í kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að þetta mun taka tíma enda nær planið til tveggja kjörtímabila og við viljum fá þjóðina með okkur í verkefnið. Jafnt aðgengi óháð efnahag og búsetu eða aukinn einkarekstur og einkavæðing Samfylkingin vill styrkja grunnstoðir heilbrigðiskerfisins fyrir alla landsmenn. Við fundum svo vel fyrir því á fundum okkar um heilbrigðismál út um allt land að fólk á samleið með okkur jafnaðarfólki varðandi það grundvallaratriði að heilbrigðiskerfið okkar á að grípa allt fólk þegar heilsan brestur óháð efnahag, bakgrunni eða búsetu. Þetta er lífsskoðun okkar jafnaðarfólks og inngróið í okkar DNA á meðan flokkar á hægri vængnum tala fyrir auknum einkarekstri og einkavæðingu og er tilbúið að gefa afslátt á þessu grundvallaratriði. Þar skilur á milli og kjósendur geta treyst Samfylkingunni til að standa vörð um heilbrigðiskerfi þar sem jafn aðgangur óháð efnahag, bakgrunni og búsetu er grunngildið. Þjóðarmarkmið og örugg skref Í öruggum skrefum Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið; fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, þjóðarátak í umönnun eldra fólks, öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, meiri tími með sjúklingnum og að við tökum ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. Til þess að ná þessu metnaðarfullu þjóðarmarkmiðum setjum við fram örugg skref að hverju þjóðarmarkmiði sem hægt er að lesa um í útspili Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum, https://xs.is/orugg-skref. Skýrir valkostir í kosningunum Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferð ríkisfjármála er þörf á uppfærslu í heilbrigðiskerfinu. Og þar er Samfylkingin tilbúin til verka með skýrt plan að leiðarljósi. Valkostirnir í þessum kosningum eru skýrir; áframhaldandi sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins gagnvart heilbrigðiskerfinu eða plan Samfylkingarinnar. Það er þörf á breytingum og nýju upphafi. Öruggasta leiðin fyrir kjósendur til að tryggja breytingar að loknum kosningum í þágu almannahagsmuna á kostnað sérhagsmuna er stuðningur við Samfylkinguna. Og veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá mun Samfylkingin undir styrkri forystu Kristrúnar Frostadóttur á fyrsta degi nýrrar ríkisstjórnar hefjast handa við að reisa heilbrigðiskerfið við eftir áralangt sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun