Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 20. nóvember 2024 06:33 Í heilbrigðiskerfinu er ein birtingarmynd stefnu- og sinnuleysis Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ríkisstjórnar sú að á Íslandi er einungis um 50% þjóðarinnar með fastan heimilislækni en til samanburðar er hlutfallið 95% í Noregi. Á vakt Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans í ríkisstjórn heldur innviðaskuldin í heilbrigðiskerfinu bara áfram að vaxa - og mun gera það áfram undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna er svo brýnt að knýja fram breytingar í kosningunum 30. nóvember. Sterk Samfylking er öruggasta tryggingin fyrir breyttum og betri stjórnarháttum á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum Þrátt fyrir þessa alvarlegu stöðu í heilbrigðiskerfinu heldur Sjálfstæðisflokkurinn bara áfram með sömu innantómu og óábyrgu loforðin, sem engu skila nema fyrir eignafólkið og fólkið með hæstu tekjurnar. Þeir lofa skattalækkunum en á sama tíma mikilli innviðauppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Sjálfstæðisflokkurinn leikur þennan óábyrga leik fyrir hverjar kosningar, sumsé býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum. Og eina raunverulega mótvægið við þetta ábyrgðar- og sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins er skýrt og ábyrgt plan Samfylkingarinnar. Plan sem unnið hefur verið í samstarfi við fólkið í landinu undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Í því eru ekki boðaðar neinar töfra- eða skyndilausnir á flóknum úrlausnarefnum eins og mörgum stjórnmálaflokkum hættir til að gera í kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að þetta mun taka tíma enda nær planið til tveggja kjörtímabila og við viljum fá þjóðina með okkur í verkefnið. Jafnt aðgengi óháð efnahag og búsetu eða aukinn einkarekstur og einkavæðing Samfylkingin vill styrkja grunnstoðir heilbrigðiskerfisins fyrir alla landsmenn. Við fundum svo vel fyrir því á fundum okkar um heilbrigðismál út um allt land að fólk á samleið með okkur jafnaðarfólki varðandi það grundvallaratriði að heilbrigðiskerfið okkar á að grípa allt fólk þegar heilsan brestur óháð efnahag, bakgrunni eða búsetu. Þetta er lífsskoðun okkar jafnaðarfólks og inngróið í okkar DNA á meðan flokkar á hægri vængnum tala fyrir auknum einkarekstri og einkavæðingu og er tilbúið að gefa afslátt á þessu grundvallaratriði. Þar skilur á milli og kjósendur geta treyst Samfylkingunni til að standa vörð um heilbrigðiskerfi þar sem jafn aðgangur óháð efnahag, bakgrunni og búsetu er grunngildið. Þjóðarmarkmið og örugg skref Í öruggum skrefum Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið; fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, þjóðarátak í umönnun eldra fólks, öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, meiri tími með sjúklingnum og að við tökum ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. Til þess að ná þessu metnaðarfullu þjóðarmarkmiðum setjum við fram örugg skref að hverju þjóðarmarkmiði sem hægt er að lesa um í útspili Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum, https://xs.is/orugg-skref. Skýrir valkostir í kosningunum Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferð ríkisfjármála er þörf á uppfærslu í heilbrigðiskerfinu. Og þar er Samfylkingin tilbúin til verka með skýrt plan að leiðarljósi. Valkostirnir í þessum kosningum eru skýrir; áframhaldandi sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins gagnvart heilbrigðiskerfinu eða plan Samfylkingarinnar. Það er þörf á breytingum og nýju upphafi. Öruggasta leiðin fyrir kjósendur til að tryggja breytingar að loknum kosningum í þágu almannahagsmuna á kostnað sérhagsmuna er stuðningur við Samfylkinguna. Og veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá mun Samfylkingin undir styrkri forystu Kristrúnar Frostadóttur á fyrsta degi nýrrar ríkisstjórnar hefjast handa við að reisa heilbrigðiskerfið við eftir áralangt sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu er ein birtingarmynd stefnu- og sinnuleysis Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ríkisstjórnar sú að á Íslandi er einungis um 50% þjóðarinnar með fastan heimilislækni en til samanburðar er hlutfallið 95% í Noregi. Á vakt Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans í ríkisstjórn heldur innviðaskuldin í heilbrigðiskerfinu bara áfram að vaxa - og mun gera það áfram undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna er svo brýnt að knýja fram breytingar í kosningunum 30. nóvember. Sterk Samfylking er öruggasta tryggingin fyrir breyttum og betri stjórnarháttum á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum Þrátt fyrir þessa alvarlegu stöðu í heilbrigðiskerfinu heldur Sjálfstæðisflokkurinn bara áfram með sömu innantómu og óábyrgu loforðin, sem engu skila nema fyrir eignafólkið og fólkið með hæstu tekjurnar. Þeir lofa skattalækkunum en á sama tíma mikilli innviðauppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Sjálfstæðisflokkurinn leikur þennan óábyrga leik fyrir hverjar kosningar, sumsé býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum. Og eina raunverulega mótvægið við þetta ábyrgðar- og sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins er skýrt og ábyrgt plan Samfylkingarinnar. Plan sem unnið hefur verið í samstarfi við fólkið í landinu undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Í því eru ekki boðaðar neinar töfra- eða skyndilausnir á flóknum úrlausnarefnum eins og mörgum stjórnmálaflokkum hættir til að gera í kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að þetta mun taka tíma enda nær planið til tveggja kjörtímabila og við viljum fá þjóðina með okkur í verkefnið. Jafnt aðgengi óháð efnahag og búsetu eða aukinn einkarekstur og einkavæðing Samfylkingin vill styrkja grunnstoðir heilbrigðiskerfisins fyrir alla landsmenn. Við fundum svo vel fyrir því á fundum okkar um heilbrigðismál út um allt land að fólk á samleið með okkur jafnaðarfólki varðandi það grundvallaratriði að heilbrigðiskerfið okkar á að grípa allt fólk þegar heilsan brestur óháð efnahag, bakgrunni eða búsetu. Þetta er lífsskoðun okkar jafnaðarfólks og inngróið í okkar DNA á meðan flokkar á hægri vængnum tala fyrir auknum einkarekstri og einkavæðingu og er tilbúið að gefa afslátt á þessu grundvallaratriði. Þar skilur á milli og kjósendur geta treyst Samfylkingunni til að standa vörð um heilbrigðiskerfi þar sem jafn aðgangur óháð efnahag, bakgrunni og búsetu er grunngildið. Þjóðarmarkmið og örugg skref Í öruggum skrefum Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið; fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, þjóðarátak í umönnun eldra fólks, öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, meiri tími með sjúklingnum og að við tökum ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. Til þess að ná þessu metnaðarfullu þjóðarmarkmiðum setjum við fram örugg skref að hverju þjóðarmarkmiði sem hægt er að lesa um í útspili Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum, https://xs.is/orugg-skref. Skýrir valkostir í kosningunum Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferð ríkisfjármála er þörf á uppfærslu í heilbrigðiskerfinu. Og þar er Samfylkingin tilbúin til verka með skýrt plan að leiðarljósi. Valkostirnir í þessum kosningum eru skýrir; áframhaldandi sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins gagnvart heilbrigðiskerfinu eða plan Samfylkingarinnar. Það er þörf á breytingum og nýju upphafi. Öruggasta leiðin fyrir kjósendur til að tryggja breytingar að loknum kosningum í þágu almannahagsmuna á kostnað sérhagsmuna er stuðningur við Samfylkinguna. Og veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá mun Samfylkingin undir styrkri forystu Kristrúnar Frostadóttur á fyrsta degi nýrrar ríkisstjórnar hefjast handa við að reisa heilbrigðiskerfið við eftir áralangt sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun