„Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. nóvember 2024 21:35 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu sannfærandi fjórtán stiga útisigur gegn Grindavík 68-85. Þrátt fyrir sigur var Emil Barja, þjálfari Hauka, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. „Ég met þennan leik sem leiðinlegasta lek sem ég hef tekið þátt í. Við unnum með fjórtán stigum en við stungum þær aldrei af og það vantaði alla orku og gleði.“ „Það var sérstök stemning hérna og við sáum að það vantaði marga leikmenn hjá Grindavík og þá fórum við að slaka á. Þetta endaði sem ótrúlega leiðinlegur leikur og vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað,“ sagði Emil eftir leik. Emil var mjög ósáttur út í frammistöðu liðsins þrátt fyrir fjórtán stiga sigur og hann útskýrði það nánar. „Orkustigið. Það er gaman að horfa á leiki þegar allir eru að skutla sér á eftir boltanum og fara í fráköst og gera hlutina vel. En þegar allir ætla að gera hlutina á hálfum hraða og hitt liðið var ekki á fullum hraða heldur þá endar þetta eins og neðri deildar leikur.“ „Við komumst aðeins yfir og í staðinn fyrir að halda áfram og klára þetta þá fóru þær að róa sig niður og spara orkuna eða eitthvað. Ég veit ekki hvað olli þessu og þetta var mjög sérstakur leikur.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins sem hélt Grindavík undir 70 stigum og heimakonur voru með 30 tapaða bolta sagði Emil að liðið hafi pressað vel. „Við pressuðum stíft eins og við gerum alltaf. Það voru samt veikleikar í pressunni og þær skoruðu allt of mikið þegar við pressuðum. Þrátt fyrir að við náðum að stela nokkrum boltum fengum við fullt af körfum í andlitið út af því að við gerðum mistök í pressunni,“ sagði Emil Barja eftir leik. Haukar Bónus-deild kvenna Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira
„Ég met þennan leik sem leiðinlegasta lek sem ég hef tekið þátt í. Við unnum með fjórtán stigum en við stungum þær aldrei af og það vantaði alla orku og gleði.“ „Það var sérstök stemning hérna og við sáum að það vantaði marga leikmenn hjá Grindavík og þá fórum við að slaka á. Þetta endaði sem ótrúlega leiðinlegur leikur og vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað,“ sagði Emil eftir leik. Emil var mjög ósáttur út í frammistöðu liðsins þrátt fyrir fjórtán stiga sigur og hann útskýrði það nánar. „Orkustigið. Það er gaman að horfa á leiki þegar allir eru að skutla sér á eftir boltanum og fara í fráköst og gera hlutina vel. En þegar allir ætla að gera hlutina á hálfum hraða og hitt liðið var ekki á fullum hraða heldur þá endar þetta eins og neðri deildar leikur.“ „Við komumst aðeins yfir og í staðinn fyrir að halda áfram og klára þetta þá fóru þær að róa sig niður og spara orkuna eða eitthvað. Ég veit ekki hvað olli þessu og þetta var mjög sérstakur leikur.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins sem hélt Grindavík undir 70 stigum og heimakonur voru með 30 tapaða bolta sagði Emil að liðið hafi pressað vel. „Við pressuðum stíft eins og við gerum alltaf. Það voru samt veikleikar í pressunni og þær skoruðu allt of mikið þegar við pressuðum. Þrátt fyrir að við náðum að stela nokkrum boltum fengum við fullt af körfum í andlitið út af því að við gerðum mistök í pressunni,“ sagði Emil Barja eftir leik.
Haukar Bónus-deild kvenna Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira