Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar 19. nóvember 2024 21:02 Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann. Röddin sagði að þeir væru með kjölfestufjárfesti sem var þýskur banki og fengu þeir lán hjá Landsbankanum til þess að kaupa hann. Kom á daginn síðar að þessi öflugi þýski banki var plat og þegar S-hópurinn seldi svo bankann til annara högnuðust þeir mikið á þessum gjörningi. Bankinn lenti svo í hendur óábyrgra aðila sem höfðu meiri áhuga á að gera hann að stærsta bankanum, en hirtu ekki um ábyrgð og gæði þjónustunnar sem væri veitt. Næst heyrði ég þessa rödd með kosningaloforð um að láta „hrægammasjóðina“ borga og fékk hann ágætis kostningu út á það. Einn daginn heyrðist ekkert í röddinni er spurt var af hverju hann sjálfur og konan hans áttu einn af hrægammasjóðunum. Stuttu seinna sagði röddin af sér forsætisráðherrastóli. Eitt sinn heyrði ég röddina af segulbandi þar sem hann talaði ílla um konur, fatlaða og samkynhneigða. Það varð síðar kallað Klausturmálið. Næst heyrði ég röddina tala fyrir nýjan flokk og virtist mest vera hræðsluáróður frekar en eiginleg stefnumál og aftur fékk hann ágætis kostningu. Nú heyri ég röddina lofa lægri sköttum, draga úr ríkisútgjöldum, endurreisa séreignastefnuna í húsnæðismálum og ná tökum á landamærunum. Einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á að þetta sé annað en kosningaloforð sem eru bara til þess brúks að afla fylgis. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann. Röddin sagði að þeir væru með kjölfestufjárfesti sem var þýskur banki og fengu þeir lán hjá Landsbankanum til þess að kaupa hann. Kom á daginn síðar að þessi öflugi þýski banki var plat og þegar S-hópurinn seldi svo bankann til annara högnuðust þeir mikið á þessum gjörningi. Bankinn lenti svo í hendur óábyrgra aðila sem höfðu meiri áhuga á að gera hann að stærsta bankanum, en hirtu ekki um ábyrgð og gæði þjónustunnar sem væri veitt. Næst heyrði ég þessa rödd með kosningaloforð um að láta „hrægammasjóðina“ borga og fékk hann ágætis kostningu út á það. Einn daginn heyrðist ekkert í röddinni er spurt var af hverju hann sjálfur og konan hans áttu einn af hrægammasjóðunum. Stuttu seinna sagði röddin af sér forsætisráðherrastóli. Eitt sinn heyrði ég röddina af segulbandi þar sem hann talaði ílla um konur, fatlaða og samkynhneigða. Það varð síðar kallað Klausturmálið. Næst heyrði ég röddina tala fyrir nýjan flokk og virtist mest vera hræðsluáróður frekar en eiginleg stefnumál og aftur fékk hann ágætis kostningu. Nú heyri ég röddina lofa lægri sköttum, draga úr ríkisútgjöldum, endurreisa séreignastefnuna í húsnæðismálum og ná tökum á landamærunum. Einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á að þetta sé annað en kosningaloforð sem eru bara til þess brúks að afla fylgis. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar