Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 13:27 Vefsíðan bland.is er eitt vinsælasta vörutorg landsins þar sem notendur selja alls kyns hluti til annarra notenda. Skjáskot Óprúttnir aðilar sendu í síðustu viku skilaboð á notendur Bland.is með þeim það fyrir augum að fá þá til að gefa upp kortaupplýsingar í einkaskilaboðum. Viðbragðsáætlun var virkjuð í kjölfarið og Syndis vinnur nú að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. Í tilkynningu frá Sýn, sem á og rekur vefinn Bland.is, segir að einhverjir notendur hafi fengið fölsk tilboð í vörur sem þeir auglýstu til sölu. Voru þeir hvattir til að smella á hlekk og gefa upp kortaupplýsingar. „Við greiningu kom í ljós að óprúttnir aðilar höfðu fundið leið á síðunni til að senda skilaboð til notenda án auðkenningar. Viðbragðsáætlun var í kjölfarið virkjuð, öryggissérfræðingar bland.is og Syndis komu strax að borðinu, greindu vandamálið og hefur verið komið í veg fyrir vandann,“ segir í tilkynningunni. Nú þurfi allir notendur Bland.is að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og hafi öryggi notenda verið aukið verulega, eins og það er orðað. Nú vinnur Syndis, sem sérhæfir sig í netöryggi, að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. „Það er rétt að taka fram að unnið hafði verið að uppfærslu á auðkenningarleið bland.is í síðustu viku en á fimmtudag var óeðlilegur fjöldi tilkynninga sendur út úr kerfinu og var því ákveðið að loka bland.is tímabundið. Vefurinn var niðri í um 30 mínútur. Ekki hafa nein staðfest tilvik komið upp um að notendur hafi gefið upp kortaupplýsingar en þeir sem kunna að hafa gert það skulu hafa samband við sinn viðskiptabanka tafarlaust. Við minnum á að Bland.is biður aldrei um greiðslur eða persónulegar upplýsingar notenda sinna í gegnum tölvupóst eða skilaboð,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar. Netglæpir Netöryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Í tilkynningu frá Sýn, sem á og rekur vefinn Bland.is, segir að einhverjir notendur hafi fengið fölsk tilboð í vörur sem þeir auglýstu til sölu. Voru þeir hvattir til að smella á hlekk og gefa upp kortaupplýsingar. „Við greiningu kom í ljós að óprúttnir aðilar höfðu fundið leið á síðunni til að senda skilaboð til notenda án auðkenningar. Viðbragðsáætlun var í kjölfarið virkjuð, öryggissérfræðingar bland.is og Syndis komu strax að borðinu, greindu vandamálið og hefur verið komið í veg fyrir vandann,“ segir í tilkynningunni. Nú þurfi allir notendur Bland.is að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og hafi öryggi notenda verið aukið verulega, eins og það er orðað. Nú vinnur Syndis, sem sérhæfir sig í netöryggi, að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. „Það er rétt að taka fram að unnið hafði verið að uppfærslu á auðkenningarleið bland.is í síðustu viku en á fimmtudag var óeðlilegur fjöldi tilkynninga sendur út úr kerfinu og var því ákveðið að loka bland.is tímabundið. Vefurinn var niðri í um 30 mínútur. Ekki hafa nein staðfest tilvik komið upp um að notendur hafi gefið upp kortaupplýsingar en þeir sem kunna að hafa gert það skulu hafa samband við sinn viðskiptabanka tafarlaust. Við minnum á að Bland.is biður aldrei um greiðslur eða persónulegar upplýsingar notenda sinna í gegnum tölvupóst eða skilaboð,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar.
Netglæpir Netöryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira