Innlent

Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ekið var á sex kindur í Öræfasveit í gær. Þetta staðfestir Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.

Að hans sögn er það nánast stanslaust vandamál á sumrin að ekið sé á kindur, en það sé sjaldgæfara á veturna þegar sauðfé er komið inn í hús.

„Þetta gerist í hverri einustu viku einhversstaðar á Suðurlandi,“ segir Þorsteinn um hvernig þetta blasi við á sumrin.

„Það er okkar mat að það er of mikið um það er ekið á kindur, og þetta er nú ekki tíminn, þetta er mjög skrýtinn tími.“

Greint var frá því í síðustu viku að sjö kindur hefðu drepist á Suðurlandi þegar ekið var á þær.


Tengdar fréttir

Ók á sjö kindur og drap þær

Sjö kindur drápust um helgina á Suðurlandi þegar var ekið á þær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að frá því á föstudag hafi verið skráð um 150 mál hjá embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×