Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2024 09:03 „Við ætlum til Spánar um jólin, fljúgum bara í gegnum London, ekkert mál og ódýrara en að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll,” sagði ung kona við mig í sundlauginni á Siglufirði á dögunum. Hún á þrjú ung börn og þau, fimm manna fjölskylda, sjá sér fært að fara í sólina um jólin með millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli. Heimurinn hefur opnast og á tíma einnar kynslóðar hafa utanlandsferðir frá Íslandi breyst frá því að vera munaðarvara sem eldra fólk fór í með nokkurra ára millibili (oftast barnlaust) í að verða aðgengilegri fyrir fleiri fjölskyldur í landinu. Ég ætla ekki að fara út í mikilvægi D-vítamíns fyrir landann en tel að með auknu aðgengi að ódýrara flugi hérlendis hafi lífsskilyrði íbúa á landinu batnað. Lengi vel hafa íbúar Norðurlands eystra þó ekki búið við þessi skilyrði heldur þurft að annað hvort keyra suður eða fljúga þangað til að komast erlendis með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar landsins geti valið sér búsetu og í því samhengi eru góðar samgöngur grundvallarforsenda. Íbúar landsins alls fara fram á þau lífsgæði að geta komist auðveldlega með beinu flugi erlendis og getur búsetuval litast af því. Ég fluttist sjálf norður á Siglufjörð fyrir tæpum þremur árum og hef upplifað þá byltingu sem er að verða sér stað í millilandaflugi frá svæðinu með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir íbúa. Niceair var frábær viðbót fyrir íbúa Norðurlands eystra og sýndi hvað innlendi markaðurinn á svæðinu var stór, svo varð raunveruleg bylting þegar easyJet hóf reglulegt flug frá svæðinu. Tilkoma easyJet kom samkeppnishæfu millilandaflugi til og frá Akureyri á koppinn, raunar er verðið svo samkeppnishæft að ódýrara er að fljúga til Reykjavíkur í gegnum London frá Akureyri en með beinu innanlandsflugi suma daga. Koma easyJet hefur sýnt fram á mikilvægi þess að styðja við og styrkja félög sem hafa áhuga á að fljúga til Norðurlands eystra. Ábatinn er ekki einungis fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á Bretum sem sækja Akureyri og nærsvæði heim og jákvæð áhrif á atvinnulíf og atvinnutækifæri á þessu sama svæði afskaplega mikilvæg. Frábært er að til standi að lengja tímabil beina flugsins til London. Ný rannsókn Jón Þorvaldar Heiðarssonar sýnir að beint flug eykur lífsgæði og stuðlar að efnahagslegri grósku. Hluti farþeganna eru í vinnutengdum ferðum og því hefur beint flug áhrif á atvinnulíf. Vetrarflug minnkar jafnframt árstíðasveifluna í ferðaþjónustu og býr til heilsársstörf. Fleiri félög hafa bæst í flóruna með leiguflugi af og til og opnað ótrúlega möguleika, þannig var í sumar hægt að komast frá Akureyri til Suður-Ameríku með einu stoppi! Samfylkingin vill halda áfram að efla og styðja innanlands- og millilandaflug á flugvöllum kjördæmisins. Það er ljóst að reglulegt innanlandsflug skiptir sköpum fyrir íbúa sem þurfa því miður oft að sækja heilbrigðisþjónustu og aðra lyklaþjónustu til höfuðborgarinnar sökum samþjöppunar þjónustu á því svæði. Samfylkingin fagnar því að komusalurinn á Akureyri hafi verið stækkaður, en betur má ef duga skal, salurinn hefði átt að vera umtalsvert stærri til að sinna þeirri uppbyggingu sem við óskum þess að sjá. Samfylkingin mun beita sér fyrir áframhaldandi stuðningi við flug á svæðinu, tökum flugið og opnum heiminn fyrir íbúum okkar! Höfundur er hagfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Sæunn Gísladóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
„Við ætlum til Spánar um jólin, fljúgum bara í gegnum London, ekkert mál og ódýrara en að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll,” sagði ung kona við mig í sundlauginni á Siglufirði á dögunum. Hún á þrjú ung börn og þau, fimm manna fjölskylda, sjá sér fært að fara í sólina um jólin með millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli. Heimurinn hefur opnast og á tíma einnar kynslóðar hafa utanlandsferðir frá Íslandi breyst frá því að vera munaðarvara sem eldra fólk fór í með nokkurra ára millibili (oftast barnlaust) í að verða aðgengilegri fyrir fleiri fjölskyldur í landinu. Ég ætla ekki að fara út í mikilvægi D-vítamíns fyrir landann en tel að með auknu aðgengi að ódýrara flugi hérlendis hafi lífsskilyrði íbúa á landinu batnað. Lengi vel hafa íbúar Norðurlands eystra þó ekki búið við þessi skilyrði heldur þurft að annað hvort keyra suður eða fljúga þangað til að komast erlendis með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar landsins geti valið sér búsetu og í því samhengi eru góðar samgöngur grundvallarforsenda. Íbúar landsins alls fara fram á þau lífsgæði að geta komist auðveldlega með beinu flugi erlendis og getur búsetuval litast af því. Ég fluttist sjálf norður á Siglufjörð fyrir tæpum þremur árum og hef upplifað þá byltingu sem er að verða sér stað í millilandaflugi frá svæðinu með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir íbúa. Niceair var frábær viðbót fyrir íbúa Norðurlands eystra og sýndi hvað innlendi markaðurinn á svæðinu var stór, svo varð raunveruleg bylting þegar easyJet hóf reglulegt flug frá svæðinu. Tilkoma easyJet kom samkeppnishæfu millilandaflugi til og frá Akureyri á koppinn, raunar er verðið svo samkeppnishæft að ódýrara er að fljúga til Reykjavíkur í gegnum London frá Akureyri en með beinu innanlandsflugi suma daga. Koma easyJet hefur sýnt fram á mikilvægi þess að styðja við og styrkja félög sem hafa áhuga á að fljúga til Norðurlands eystra. Ábatinn er ekki einungis fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á Bretum sem sækja Akureyri og nærsvæði heim og jákvæð áhrif á atvinnulíf og atvinnutækifæri á þessu sama svæði afskaplega mikilvæg. Frábært er að til standi að lengja tímabil beina flugsins til London. Ný rannsókn Jón Þorvaldar Heiðarssonar sýnir að beint flug eykur lífsgæði og stuðlar að efnahagslegri grósku. Hluti farþeganna eru í vinnutengdum ferðum og því hefur beint flug áhrif á atvinnulíf. Vetrarflug minnkar jafnframt árstíðasveifluna í ferðaþjónustu og býr til heilsársstörf. Fleiri félög hafa bæst í flóruna með leiguflugi af og til og opnað ótrúlega möguleika, þannig var í sumar hægt að komast frá Akureyri til Suður-Ameríku með einu stoppi! Samfylkingin vill halda áfram að efla og styðja innanlands- og millilandaflug á flugvöllum kjördæmisins. Það er ljóst að reglulegt innanlandsflug skiptir sköpum fyrir íbúa sem þurfa því miður oft að sækja heilbrigðisþjónustu og aðra lyklaþjónustu til höfuðborgarinnar sökum samþjöppunar þjónustu á því svæði. Samfylkingin fagnar því að komusalurinn á Akureyri hafi verið stækkaður, en betur má ef duga skal, salurinn hefði átt að vera umtalsvert stærri til að sinna þeirri uppbyggingu sem við óskum þess að sjá. Samfylkingin mun beita sér fyrir áframhaldandi stuðningi við flug á svæðinu, tökum flugið og opnum heiminn fyrir íbúum okkar! Höfundur er hagfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun