Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 23:17 Roy Keane er ekki alveg búinn að skrifa undir það að dóttir hans standi við það að giftast Taylor Harwood-Bellis. Getty/James Gill - Taylor Harwood-Bellis opnaði markareikning sinn fyrir enska landsliðið í stórsigri á Írlandi í Þjóðadeildinni. Í ljós kom að verðandi tengdafaðir hans var í myndverinu hjá Sky Sports. Harwood-Bellis er 22 ára miðvörður Southampton og var þarna að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hann hafði aldrei skorað í 26 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið en þarna tók hann aðeins sautján mínútur að opna markareikning sinn fyrir enska A-landsliðið. Harwood-Bellis kom inn á sem varamaður fyrir Kyle Walker á 62. mínútu og skoraði síðan fimmta og síðasta mark enska landsliðsins á 79. mínútu. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Jude Bellingham. Það sem gerði þetta enn skemmtilegra var sú staðreynd að verðandi tengdafaðir hans er enginn annar en Roy Keane. Hann var líka í sjónvarpsútsendingunni að fjalla um leikinn á Sky Sports. Harwood-Bellis er trúlofaður Leuh Keane, dóttir Keane. Roy Keane varð hálfvandræðalegur þegar talið barst að þessu. Kannski vakti það enn meiri athygli að Keane er ekki pottþéttur á því að það verði af þessari boðuðu giftingu. Keane er auðvitað Íri og að baki 67 landsleiki fyrir Íra og tengdasonurinn því að skora á móti hans landsliði. „Þetta er nú súrsætt fyrir mig,“ sagði Roy Keane. „Það er samt ekkert öruggt ennþá. Ég get nefnilega sagt ykkur það að hlutirnir geta oft breyst fljótt á Keane heimilinu,“ sagði Keane og glotti. Leah Keane er ein af fimm börnum Keane og hann kallar hana vanalega númer fjögur á samfélagsmiðlum. Hann er líkur duglegur að ýta undir þá mýtu að það sé ekkert grín að eiga Keane sem tengdaföður. „Númer fjögur heldur kannski af því að hún býr í þrjú hundruð kílómetra fjarlægð að ég mæti ekki til hennar í tesopa. Alltaf að fylgjast með,“ skrifaði Roy Keane einu sinni á X-ið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Harwood-Bellis er 22 ára miðvörður Southampton og var þarna að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hann hafði aldrei skorað í 26 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið en þarna tók hann aðeins sautján mínútur að opna markareikning sinn fyrir enska A-landsliðið. Harwood-Bellis kom inn á sem varamaður fyrir Kyle Walker á 62. mínútu og skoraði síðan fimmta og síðasta mark enska landsliðsins á 79. mínútu. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Jude Bellingham. Það sem gerði þetta enn skemmtilegra var sú staðreynd að verðandi tengdafaðir hans er enginn annar en Roy Keane. Hann var líka í sjónvarpsútsendingunni að fjalla um leikinn á Sky Sports. Harwood-Bellis er trúlofaður Leuh Keane, dóttir Keane. Roy Keane varð hálfvandræðalegur þegar talið barst að þessu. Kannski vakti það enn meiri athygli að Keane er ekki pottþéttur á því að það verði af þessari boðuðu giftingu. Keane er auðvitað Íri og að baki 67 landsleiki fyrir Íra og tengdasonurinn því að skora á móti hans landsliði. „Þetta er nú súrsætt fyrir mig,“ sagði Roy Keane. „Það er samt ekkert öruggt ennþá. Ég get nefnilega sagt ykkur það að hlutirnir geta oft breyst fljótt á Keane heimilinu,“ sagði Keane og glotti. Leah Keane er ein af fimm börnum Keane og hann kallar hana vanalega númer fjögur á samfélagsmiðlum. Hann er líkur duglegur að ýta undir þá mýtu að það sé ekkert grín að eiga Keane sem tengdaföður. „Númer fjögur heldur kannski af því að hún býr í þrjú hundruð kílómetra fjarlægð að ég mæti ekki til hennar í tesopa. Alltaf að fylgjast með,“ skrifaði Roy Keane einu sinni á X-ið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira