Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar 18. nóvember 2024 16:31 Ekki er liðin vika frá því að ég skoraði á stjórnmálaflokkana, í skoðanagrein hér, að setja velferð dýra á meðal oddamála fyrir komandi kosningar. Þeir hafa ekki þorað því utan eins núna. Ég átti ekki nokkra von á viðbrögðum þó ég hafi rökstutt það með því að vísan í elju Tryggva Gunnarssonar þingmanns um þar síðustu aldamót. Tryggvi kom dýravernd bókstaflega í gang á Íslandi á opinberum vettvangi. Fyrstu íslensku dýraverndarlögin má heita að séu verk hans og hann kallaði einmitt konur til verka, þær hefðu sanna tilfinningu fyrir dýravernd. Ég nærri hopaði hæð mína í lofti þegar ég opna netið eftir hádegi í dag og sé að eðalkratinn Þórunn Sveinbjarnardóttir frambjóðandi hefur skrifað skoðanagrein á visir.is um mikilvægi velferðar dýra. Í greininni drepur hún á nokkrum mikilvægum atriðum sem komandi þing má til með að taka á því dýravernd á Íslandi er á brauðfótum. Áhugaleysi síðustu ríkisstjórnar algert og eftirlit með eftirlitsaðilanum Matvælastofnun ekkert. Ég leyfi mér að segja að VG séu nú að verða fyrir barðinu á því og ekki er ris íhaldsins og framsóknar hátt, sem betur fer. Svo langt gekk sú slaka stjórn, óvinveitt dýravernd, að hún var samþykk því að það væri í lagi að murka líf úr hvölum byggt á lögum sem ættu með réttu heima á Grund. Einkum hefur þó einn íhaldsframbjóðandi hamrað á þeirri rökleysu og ekki er aðstoðarmaður forsætisráðherra í Matvælaráðuneytinu skárri. Að sama skapi setti hún engar hindranir á þjáningar blóðmera svo fátt eitt sé nefnt. - Ekki nokkur samúð með dýrum. Ég hef skrifað það áður að mér dytti ekki í hug að fara á kjörstað ef engin stjórnmálaflokkur nennir að ræða velferð dýra fyrir komandi kosningar. Það hefur einfaldlega verið prinsipp mál hjá mér. - Á því verður breyting nú. Ég mun berjast fyrir því að Þórunn nái þingsæti í mínu kjördæmi, með því að fara á kjörstað. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Dýraheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Skoðun Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ekki er liðin vika frá því að ég skoraði á stjórnmálaflokkana, í skoðanagrein hér, að setja velferð dýra á meðal oddamála fyrir komandi kosningar. Þeir hafa ekki þorað því utan eins núna. Ég átti ekki nokkra von á viðbrögðum þó ég hafi rökstutt það með því að vísan í elju Tryggva Gunnarssonar þingmanns um þar síðustu aldamót. Tryggvi kom dýravernd bókstaflega í gang á Íslandi á opinberum vettvangi. Fyrstu íslensku dýraverndarlögin má heita að séu verk hans og hann kallaði einmitt konur til verka, þær hefðu sanna tilfinningu fyrir dýravernd. Ég nærri hopaði hæð mína í lofti þegar ég opna netið eftir hádegi í dag og sé að eðalkratinn Þórunn Sveinbjarnardóttir frambjóðandi hefur skrifað skoðanagrein á visir.is um mikilvægi velferðar dýra. Í greininni drepur hún á nokkrum mikilvægum atriðum sem komandi þing má til með að taka á því dýravernd á Íslandi er á brauðfótum. Áhugaleysi síðustu ríkisstjórnar algert og eftirlit með eftirlitsaðilanum Matvælastofnun ekkert. Ég leyfi mér að segja að VG séu nú að verða fyrir barðinu á því og ekki er ris íhaldsins og framsóknar hátt, sem betur fer. Svo langt gekk sú slaka stjórn, óvinveitt dýravernd, að hún var samþykk því að það væri í lagi að murka líf úr hvölum byggt á lögum sem ættu með réttu heima á Grund. Einkum hefur þó einn íhaldsframbjóðandi hamrað á þeirri rökleysu og ekki er aðstoðarmaður forsætisráðherra í Matvælaráðuneytinu skárri. Að sama skapi setti hún engar hindranir á þjáningar blóðmera svo fátt eitt sé nefnt. - Ekki nokkur samúð með dýrum. Ég hef skrifað það áður að mér dytti ekki í hug að fara á kjörstað ef engin stjórnmálaflokkur nennir að ræða velferð dýra fyrir komandi kosningar. Það hefur einfaldlega verið prinsipp mál hjá mér. - Á því verður breyting nú. Ég mun berjast fyrir því að Þórunn nái þingsæti í mínu kjördæmi, með því að fara á kjörstað. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar