Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:02 Þórður Bragason hjá Voninni er einn þeirra sem hefur sótt um leyfi til hrefnuveiða. Vísir Þrjú fyrirtæki hafa sótt um halveiðileyfi til viðbótar við Hval hf. Öll þrjú sóttu um leyfi til veiða á hrefnu en ekki liggur fyrir hvenær umsóknirnar verða afgreiddar. Eigandi eins fyrirtækisins segir sjómenn á Vestfjörðum hafa orðið vara við breytingar á lífríkinu vegna ofgnóttar af hrefnu. Árin 2003-2018 stunduðu þrír til fimm bátar hrefnuveiðar hér við land en árið 2018 voru einungis sex hrefnur veiddar. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Bragason, annar eigenda Útgerðafélagsins Vonarinnar, sem hefur sótt um leyfi til veiða á hrefnu, hefur stundað sjómennsku í gegnum tíðina en ætlar nú í fyrsta sinn á hrefnuveiðar. „Ég var á hvalveiðum fyrir tveimur árum á Hval 8. Ég hef eins og gengur og gerist hitt mann og annan fyrir vestan sem hafa stundað hrefnuveiðar. Það er álit þeirra að það sé orðið ógrinni af hval fyrir vestan og talsverðar breytingar á lífríkinu þar,“ segir Þórður. Hnúfubakur ráði ríkjum inni í fjörðunum en fyrir utan þá sé ógrinni af hrefnu. Auk Vonarinnar, sem sótti um veiðileyfi í lok júlí, sóttu Tjaldtangi ehf. og Fasteignafélagið Ból ehf. um leyfi til hrefnuveiða í lok október. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. Þórður segist ekki hafa neinar tilfinningu fyrir því hvort leyfi verði gefin út. „Þetta mál er einhvern vegin allt svo skrítið, tilfinningaþrungið, sem er mjög skrítið. Ég held að maður krossi bara fingur og bíður og vonar,“ segir Þórður. „Þetta er bara veiðimennska eins og allt annað og við búums vo vel að við eigum heilt samfélag vísindamanna, sem reynir að áætla hvort stofnar séu tækir eða eigi að friða þá. Við förum bara eftir því.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Árin 2003-2018 stunduðu þrír til fimm bátar hrefnuveiðar hér við land en árið 2018 voru einungis sex hrefnur veiddar. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Bragason, annar eigenda Útgerðafélagsins Vonarinnar, sem hefur sótt um leyfi til veiða á hrefnu, hefur stundað sjómennsku í gegnum tíðina en ætlar nú í fyrsta sinn á hrefnuveiðar. „Ég var á hvalveiðum fyrir tveimur árum á Hval 8. Ég hef eins og gengur og gerist hitt mann og annan fyrir vestan sem hafa stundað hrefnuveiðar. Það er álit þeirra að það sé orðið ógrinni af hval fyrir vestan og talsverðar breytingar á lífríkinu þar,“ segir Þórður. Hnúfubakur ráði ríkjum inni í fjörðunum en fyrir utan þá sé ógrinni af hrefnu. Auk Vonarinnar, sem sótti um veiðileyfi í lok júlí, sóttu Tjaldtangi ehf. og Fasteignafélagið Ból ehf. um leyfi til hrefnuveiða í lok október. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. Þórður segist ekki hafa neinar tilfinningu fyrir því hvort leyfi verði gefin út. „Þetta mál er einhvern vegin allt svo skrítið, tilfinningaþrungið, sem er mjög skrítið. Ég held að maður krossi bara fingur og bíður og vonar,“ segir Þórður. „Þetta er bara veiðimennska eins og allt annað og við búums vo vel að við eigum heilt samfélag vísindamanna, sem reynir að áætla hvort stofnar séu tækir eða eigi að friða þá. Við förum bara eftir því.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45
Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51
„En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06