Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 10:32 Marta á ferðinni með boltann í sigrinum sæta gegn Kansas City Current í gær. Getty/Dustin Markland Brasilíska goðsögnin Marta er enn mögnuð í fótbolta, orðin 38 ára gömul, og hún skoraði stórkostlegt sigurmark fyrir Orlando Pride þegar liðið vann 3-2 sigur gegn Kansas City. Mark Mörtu var ekki bara stórkostlegt heldur skilaði það Orlando í úrslitaleik bandarísku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn. Markið má sjá hér að neðan en Marta skoraði það eftir hreint ótrúlegan sprett, þar sem hún fíflaði meðal annars tvo varnarmenn upp úr skónum með einni og sömu hreyfingunni, og lék svo einnig á markvörð Kansas. MARTA WITH A GOAL-OF-THE-YEAR CANDIDATE 🔥 🔥 ABSOLUTELY SENDS TWO DEFENDERS BEFORE SLOTTING IT HOME 😱 pic.twitter.com/77Iw4es5On— ESPN (@espn) November 17, 2024 There will never be too many angles of this Marta goal 🤩 pic.twitter.com/HSzgamZ9Nv— National Women’s Soccer League (@NWSL) November 17, 2024 Bandaríska landsliðskonan Alana Cook og Kayla Sharples vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst því það voru þær sem lágu eftir á grasinu eftir gabbhreyfingu Mörtu. Marta skoraði þarna sitt ellefta mark á leiktíðinni og í þriðja leiknum í röð. Hún kom Orlando í 3-1 á 82. mínútu og mark Vanessu DiBernardo í uppbótartíma dugði því Kansas ekki til að jafna metin. Debinha hafði komið Kansas yfir á 33. mínútu en Haley McCutcheon og hin sambíska Barbra Banda sáu til þess að Orlando kæmist yfir snemma í seinni hálfleik. Mark Banda var snoturt, þó það félli óneitanlega í skuggann á marki Mörtu. What a GOAL by Barbra Banda 🔥 Orlando Pride leads 2-1 in the NWSL semifinal 👀 pic.twitter.com/6eOjFb8yAx— ESPN (@espn) November 17, 2024 Eins og fyrr segir er Orlando, sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék áður með, nú komið í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn í fyrsta sinn, eftir að hafa einnig unnið deildarkeppnina í fyrsta sinn. Liðið mætir Washington Spirit í úrslitaleiknum næstkomandi laugardag. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Mark Mörtu var ekki bara stórkostlegt heldur skilaði það Orlando í úrslitaleik bandarísku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn. Markið má sjá hér að neðan en Marta skoraði það eftir hreint ótrúlegan sprett, þar sem hún fíflaði meðal annars tvo varnarmenn upp úr skónum með einni og sömu hreyfingunni, og lék svo einnig á markvörð Kansas. MARTA WITH A GOAL-OF-THE-YEAR CANDIDATE 🔥 🔥 ABSOLUTELY SENDS TWO DEFENDERS BEFORE SLOTTING IT HOME 😱 pic.twitter.com/77Iw4es5On— ESPN (@espn) November 17, 2024 There will never be too many angles of this Marta goal 🤩 pic.twitter.com/HSzgamZ9Nv— National Women’s Soccer League (@NWSL) November 17, 2024 Bandaríska landsliðskonan Alana Cook og Kayla Sharples vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst því það voru þær sem lágu eftir á grasinu eftir gabbhreyfingu Mörtu. Marta skoraði þarna sitt ellefta mark á leiktíðinni og í þriðja leiknum í röð. Hún kom Orlando í 3-1 á 82. mínútu og mark Vanessu DiBernardo í uppbótartíma dugði því Kansas ekki til að jafna metin. Debinha hafði komið Kansas yfir á 33. mínútu en Haley McCutcheon og hin sambíska Barbra Banda sáu til þess að Orlando kæmist yfir snemma í seinni hálfleik. Mark Banda var snoturt, þó það félli óneitanlega í skuggann á marki Mörtu. What a GOAL by Barbra Banda 🔥 Orlando Pride leads 2-1 in the NWSL semifinal 👀 pic.twitter.com/6eOjFb8yAx— ESPN (@espn) November 17, 2024 Eins og fyrr segir er Orlando, sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék áður með, nú komið í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn í fyrsta sinn, eftir að hafa einnig unnið deildarkeppnina í fyrsta sinn. Liðið mætir Washington Spirit í úrslitaleiknum næstkomandi laugardag.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira