Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best. Ég, formaður FEB (Félag eldri borgara í Reykjavík) gaf kost á mér í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík . Tilgangurinn að hafa áhrif á stefnumál flokksins með áherslu á vellíðan eldri borgara og vinna að því að þeir hafi svigrúm til að vinna, hafi þeir heilsu til. Nú er það að raungerast. Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum aldraða er m.a. eftirfarandi: Hækka frítekjumark ellilífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna í 350 þúsund krónur á mánuði. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og hætta að skattleggja verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir. Efsta þrep skattkerfisins miðist við tvöfaldar meðaltekjur. Afnema stimpilgjöld vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Allt þetta hafa verið baráttumál félaga eldri borgara landsins til langs tíma án árangurs – þangað til núna. Ljóst er að bæta þarf lífskjör þeirra sem aðeins fá greiddan grunnlífeyrir frá TR og miðað verði við lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland sem eru í dag 425 þúsund krónur. Viðmið TR er hins vegar aðeins 330 þús. krónur. Þarna munar um 90 þús. krónum og eykst í 102 þús. krónur í byrjun næsta árs. Skerðingar TR varðandi tekjur umfram grunnlífeyrir eru 45 aurar á móti 1 aflaðri krónu. Þetta ber að fella út. Á annað þúsund einstaklingar búa við slæm kjör og mikilvægast af öllu að úr því verði bætt sem fyrst. Í raun býr þetta sama fólk við fátæktarmörk. Ég mun leggja áherslu á að þarna verði gerðar breytingar fái ég stuðning ykkar í komandi kosningum Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir. Vinstri flokkarnir boða SKATTAHÆKKANIR. Svo breytingarnar komist í gegn þarf Sjálstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu 30. nóv. Kæri kjósandi, okkar er valið. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Eldri borgarar Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best. Ég, formaður FEB (Félag eldri borgara í Reykjavík) gaf kost á mér í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík . Tilgangurinn að hafa áhrif á stefnumál flokksins með áherslu á vellíðan eldri borgara og vinna að því að þeir hafi svigrúm til að vinna, hafi þeir heilsu til. Nú er það að raungerast. Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum aldraða er m.a. eftirfarandi: Hækka frítekjumark ellilífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna í 350 þúsund krónur á mánuði. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og hætta að skattleggja verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir. Efsta þrep skattkerfisins miðist við tvöfaldar meðaltekjur. Afnema stimpilgjöld vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Allt þetta hafa verið baráttumál félaga eldri borgara landsins til langs tíma án árangurs – þangað til núna. Ljóst er að bæta þarf lífskjör þeirra sem aðeins fá greiddan grunnlífeyrir frá TR og miðað verði við lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland sem eru í dag 425 þúsund krónur. Viðmið TR er hins vegar aðeins 330 þús. krónur. Þarna munar um 90 þús. krónum og eykst í 102 þús. krónur í byrjun næsta árs. Skerðingar TR varðandi tekjur umfram grunnlífeyrir eru 45 aurar á móti 1 aflaðri krónu. Þetta ber að fella út. Á annað þúsund einstaklingar búa við slæm kjör og mikilvægast af öllu að úr því verði bætt sem fyrst. Í raun býr þetta sama fólk við fátæktarmörk. Ég mun leggja áherslu á að þarna verði gerðar breytingar fái ég stuðning ykkar í komandi kosningum Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir. Vinstri flokkarnir boða SKATTAHÆKKANIR. Svo breytingarnar komist í gegn þarf Sjálstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu 30. nóv. Kæri kjósandi, okkar er valið. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar