Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 09:01 Pedri er fæddur og uppalinn á eyjunni Tenerife. Getty/Robbie Jay Barratt Það gerist ekki oft að spænska karlalandsliðið í fótbolta spili leik á Íslendinganýlendunni Tenerife en þannig verður það í kvöld. Það gerir leikinn sérstaklega spennandi fyrir einn af leikmönnum spænska liðsins. Spánn tekur á móti Sviss í kvöld í lokaumferð Þjóðadeildarinnar. Leikurinn hefur litla þýðingu þar sem Spánverjar hafa þegar tryggt sér efsta sæti 4. riðils A-deildarinnar, og Svisslendingar eru fallnir niður í B-deild. Leikurinn hefur hins vegar mikla þýðingu fyrir hinn 21 árs gamla Pedri, stórstjörnuna úr Barcelona sem leikur sinn þrítugasta A-landsleik í kvöld, og reyndar fleiri leikmenn spænska landsliðsins. Pedri er nefnilega fæddur á Tenerife og æfði með liðinu Tegueste, og hóf meistaraflokksferilinn með Las Palmas sem einnig er á Kanaríeyjum. Óhætt er að segja að Pedri hafi verið vinsæll á opinni æfingu spænska liðsins, eins og sjá má hér að neðan. 😍 ¡¡LOCURA por @pedri en Tenerife!!Si no es el día más feliz de esta chica, poco le falta.La afición más solidaria, volcada con una @SEFutbol que le ha devuelto el cariño con firmas y fotos.#VamosEspaña | #NationsLeague pic.twitter.com/KKRVfSZyXD— Selección Española Masculina de Fútbol (@SEFutbol) November 17, 2024 Pedri viðurkennir að hann hlakki sérstaklega til kvöldsins og að fá að spila á Tenerife. „Þetta fyllir mann stolti, og einnig Ayoze Perez og Yeremy Pino [báðir frá Kanaríeyjum]. Þetta verður mjög sérstakur leikur. Það er langt síðan að landsliðið hefur verið hérna svo að vonandi getum við gefið stuðningsmönnunum eitthvað til að gleðjast yfir. Ég er afskaplega ánægður með að vera hér,“ sagði Pedri á blaðamannafundi í gær. Hann hefur óneitanlega orðið var við mikinn áhuga hjá vinum og kunningjum: „Ég bað um marga miða á leikinn en mér tókst ekki að redda öllum þeim sem ég vildi. Ég bað um 45 miða,“ sagði Pedri. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 20:45 að íslenskum tíma í kvöld og er sýndur á Vodafone Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira
Spánn tekur á móti Sviss í kvöld í lokaumferð Þjóðadeildarinnar. Leikurinn hefur litla þýðingu þar sem Spánverjar hafa þegar tryggt sér efsta sæti 4. riðils A-deildarinnar, og Svisslendingar eru fallnir niður í B-deild. Leikurinn hefur hins vegar mikla þýðingu fyrir hinn 21 árs gamla Pedri, stórstjörnuna úr Barcelona sem leikur sinn þrítugasta A-landsleik í kvöld, og reyndar fleiri leikmenn spænska landsliðsins. Pedri er nefnilega fæddur á Tenerife og æfði með liðinu Tegueste, og hóf meistaraflokksferilinn með Las Palmas sem einnig er á Kanaríeyjum. Óhætt er að segja að Pedri hafi verið vinsæll á opinni æfingu spænska liðsins, eins og sjá má hér að neðan. 😍 ¡¡LOCURA por @pedri en Tenerife!!Si no es el día más feliz de esta chica, poco le falta.La afición más solidaria, volcada con una @SEFutbol que le ha devuelto el cariño con firmas y fotos.#VamosEspaña | #NationsLeague pic.twitter.com/KKRVfSZyXD— Selección Española Masculina de Fútbol (@SEFutbol) November 17, 2024 Pedri viðurkennir að hann hlakki sérstaklega til kvöldsins og að fá að spila á Tenerife. „Þetta fyllir mann stolti, og einnig Ayoze Perez og Yeremy Pino [báðir frá Kanaríeyjum]. Þetta verður mjög sérstakur leikur. Það er langt síðan að landsliðið hefur verið hérna svo að vonandi getum við gefið stuðningsmönnunum eitthvað til að gleðjast yfir. Ég er afskaplega ánægður með að vera hér,“ sagði Pedri á blaðamannafundi í gær. Hann hefur óneitanlega orðið var við mikinn áhuga hjá vinum og kunningjum: „Ég bað um marga miða á leikinn en mér tókst ekki að redda öllum þeim sem ég vildi. Ég bað um 45 miða,“ sagði Pedri. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 20:45 að íslenskum tíma í kvöld og er sýndur á Vodafone Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira