Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 08:32 Fyrir tæpum 3 árum flutti ég frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og hef allar götur síðan verið í skýjunum með stjórnun bæjarins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra fremsta í flokki. Að koma frá Reykjavík sem að mínu mati er illa stjórnað, orðin afskaplega óþrifaleg og lítt spennandi, og færa mig til Hafnarfjarðar var upplifun fyrir mig. Blómstrandi menningarlíf, atvinnulíf, lýðheilsustefna, og ábyrg fjármálastjórnun var það fyrsta sem ég tók eftir. Fljótt tók ég líka eftir því hvernig Rósa stýrði bænum af mikilli röggsemi en jafnframt af virðingu gagnvart bæjarfélaginu og íbúunum. Rósa hugar jafnt að leik- og grunnskólamálum, menningu, afþreyingu, atvinnulífi og lýðheilsumálum og sjálf fer hún reglulega og heilsar upp á marga þá sem eru með þjónustu í bænum, kannar hljóðið í rekstraraðilum og bregst fljótt við ábendingum. Með störfum sínum hefur Rósa heldur betur breytt ásjónu bæjarins. Umbreytingin og öfluga starfsemin sem skapast hefur í Lífsgæðasetrinu á St. Jó er til marks um hugarfar hennar þegar kemur að vellíðan bæjarbúa en heilsu- og hamingjudagar eru haldnir ár hvert þar að auki til að styðja við lýðheilsumarkmið. Bæjarhátíðin Í Hjarta Hafnarfjarðar og Jólabærinn Hafnarfjörður sem þróast hafa á undanförnum árum stuðla að því að bæjarbúar hittast og taka á móti fjölda gesta, bæði að sumri og að vetri og njóta þannig samvista og félagsskapar sem ekki veitir af á þessum tímum einmanaleikans. Aðrir viðburðir sem bærinn stendur að eru til algjörrar fyrirmyndar og glæða svo sannarlega gleði í mínu hjarta og fjölskyldna þeirra sem koma víða að til þess að njóta. Rósa er driffjöðurin í þessum breytingum öllum og á heiður skilinn fyrir röggsemi og virðingu fyrir líðan og afkomu bæjarbúa. Hvernig hún hefur breytt fjárhagslegri stöðu, umhverfi og fegurð bæjarins og bæjarlífinu í þessu fjölmenna bæjarfélagi er til eftirbreytni. Rósa er hvetjandi og tekur mjög virkan þátt í öllu því sem er að gerast í bæjarfélaginu, íþróttaviðburðum, í menningarlífinu og hreinlega alls staðar þar sem hún styður við sitt fólk og gerir það með hreinu og heilu hjarta sem er líklega það fallegasta sem Rósa á í fari sínu að mínu mati. Fyrirtæki hafa hreinlega blómstrað og ný atvinnutækifæri orðið til. Hún átti ríkan þátt í að Tækniskólinn ákvað að byggja upp í Hafnarfirði, lóðaframboð hefur verið til fyrirmyndar og innritunaraldur á leikskóla er lægri en í flestum sveitarfélögum. Rósa ber mikla virðingu fyrir bæjarbúum en hún er jafnframt fylgin sér, hefur skýra sýn og framkvæmir það sem hún telur til heilla fyrir sitt bæjarfélag. Ef allir hefðu puttann á púlsinum til jafns við hana þá værum við á Íslandi í góðum málum og þess vegna styð ég Rósu Guðbjartsdóttur af heilum hug í komandi kosningum, við þurfum á hennar kröftum og atorkusemi að halda í landsmálunum. Rósa skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvestur - tryggjum henni þingsæti í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er markþjálfi, samskiptaráðgjafi og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 3 árum flutti ég frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og hef allar götur síðan verið í skýjunum með stjórnun bæjarins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra fremsta í flokki. Að koma frá Reykjavík sem að mínu mati er illa stjórnað, orðin afskaplega óþrifaleg og lítt spennandi, og færa mig til Hafnarfjarðar var upplifun fyrir mig. Blómstrandi menningarlíf, atvinnulíf, lýðheilsustefna, og ábyrg fjármálastjórnun var það fyrsta sem ég tók eftir. Fljótt tók ég líka eftir því hvernig Rósa stýrði bænum af mikilli röggsemi en jafnframt af virðingu gagnvart bæjarfélaginu og íbúunum. Rósa hugar jafnt að leik- og grunnskólamálum, menningu, afþreyingu, atvinnulífi og lýðheilsumálum og sjálf fer hún reglulega og heilsar upp á marga þá sem eru með þjónustu í bænum, kannar hljóðið í rekstraraðilum og bregst fljótt við ábendingum. Með störfum sínum hefur Rósa heldur betur breytt ásjónu bæjarins. Umbreytingin og öfluga starfsemin sem skapast hefur í Lífsgæðasetrinu á St. Jó er til marks um hugarfar hennar þegar kemur að vellíðan bæjarbúa en heilsu- og hamingjudagar eru haldnir ár hvert þar að auki til að styðja við lýðheilsumarkmið. Bæjarhátíðin Í Hjarta Hafnarfjarðar og Jólabærinn Hafnarfjörður sem þróast hafa á undanförnum árum stuðla að því að bæjarbúar hittast og taka á móti fjölda gesta, bæði að sumri og að vetri og njóta þannig samvista og félagsskapar sem ekki veitir af á þessum tímum einmanaleikans. Aðrir viðburðir sem bærinn stendur að eru til algjörrar fyrirmyndar og glæða svo sannarlega gleði í mínu hjarta og fjölskyldna þeirra sem koma víða að til þess að njóta. Rósa er driffjöðurin í þessum breytingum öllum og á heiður skilinn fyrir röggsemi og virðingu fyrir líðan og afkomu bæjarbúa. Hvernig hún hefur breytt fjárhagslegri stöðu, umhverfi og fegurð bæjarins og bæjarlífinu í þessu fjölmenna bæjarfélagi er til eftirbreytni. Rósa er hvetjandi og tekur mjög virkan þátt í öllu því sem er að gerast í bæjarfélaginu, íþróttaviðburðum, í menningarlífinu og hreinlega alls staðar þar sem hún styður við sitt fólk og gerir það með hreinu og heilu hjarta sem er líklega það fallegasta sem Rósa á í fari sínu að mínu mati. Fyrirtæki hafa hreinlega blómstrað og ný atvinnutækifæri orðið til. Hún átti ríkan þátt í að Tækniskólinn ákvað að byggja upp í Hafnarfirði, lóðaframboð hefur verið til fyrirmyndar og innritunaraldur á leikskóla er lægri en í flestum sveitarfélögum. Rósa ber mikla virðingu fyrir bæjarbúum en hún er jafnframt fylgin sér, hefur skýra sýn og framkvæmir það sem hún telur til heilla fyrir sitt bæjarfélag. Ef allir hefðu puttann á púlsinum til jafns við hana þá værum við á Íslandi í góðum málum og þess vegna styð ég Rósu Guðbjartsdóttur af heilum hug í komandi kosningum, við þurfum á hennar kröftum og atorkusemi að halda í landsmálunum. Rósa skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvestur - tryggjum henni þingsæti í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er markþjálfi, samskiptaráðgjafi og rithöfundur.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar