Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar 18. nóvember 2024 07:45 Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri. Eftir kosningar er reynt að berja saman ríkisstjórn tveggja eða þriggja flokka, sem sammælast um stjórnarsáttmála, verkefnskrá næsta kjörtímabils – sem kjósendur hafa ekkert um að segja, en verða einfaldlega að sætta sig við – eina ferðina enn. Þessa dagana eru fulltrúar ellefu flokka að garga hver upp í annan í fjölmiðlum, líkt og götusalar á markaðstorgi. Allir hafa svipaða vöru að selja; nokkrir bjóða upp á sjaldséða ávexti, aðrir segjast hafa alveg glænýja tegund ávaxta og enn aðrir reyna að selja gamla ávexti undir nýju nafni. Kjósendur, sem nú eru neyddir til að kjósa á milli mis gáfulegra flokka, eiga heimtingu á því að hafa val um að kjósa á milli kosningabandalaga, sem hvert hefði sína fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn og sinn niðurneglda stjórnarsáttmála. Þá værum núna að sjá þrjú, fjögur eða fimm forsætisráðherraefni í fjölmiðlum að rökræða stjórnarsáttmála hvers annars. Tilvonandi þrjú, fjögur eða fimm menntamálaráðherraefni að rökræða mennta- og menningarstefnu hvers kosningabandalags; fjármálaráðherraefni að rökræða efnhagsmál, heilbrigðisráðherraefni heilbrigðismál o.sv.fr. Ekki aðeins myndi þetta fyrirkomulag stuðla að vitrænni og skynsamlegri umræðu um landsmálin almennt, heldur fengju kjósendur loksins það langþráða lýðræðislega tækifæri að fá loksins að kjósa sér ríkisstjórn og stjórnarsáttmála beinni kosningu til næstu fjögurra ára. Ríkisstjórn, þannig kjörin, hefði mun meira og víðtækara umboð þjóðarinnar, heldur en ríkisstjórn sem sett er saman í hrossakaupum á bakvið tjöldin, sem smíðar stjórnarsáttmála í skjóli nætur byggðan á málamiðlun og hagsmunum flokkanna fyrst og fremst. Sú aðferð hefur skilað landsmönnum hverri hörmunginni á fætur annarri áratugum saman, þótt inn á milli hafi einstakir ráðherrar skilað góðu starfi í sínu embætti. Núverandi fyrirkomulag gagnast engum, nema fjölmiðlum og fyrirtækjum sem gera skoðanakannanir. Kjósendur sitja hljóðir og horfa á þennan sirkus og vita að það skiptir engu máli hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Einhvers konar ríkisstjórn og einhvers konar stjórnarsáttmáli verður settur saman - eftir kosningar. „Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.“ Eitt er víst að kjósendur fá ekkert að segja um þann gjörning. Þar munu hagsmunir flokkanna einir ráða, eins og ævinlega. Í krafti þingsetu sinnar hafa stjórnmálaflokkar skammtað sér styrki af almannafé, til þess að m.a. að fjármagna áróður sem á að höfða til þessa sama almennings. Þetta er ótrúlega sjálfbært og fínt fyrirkomulag – fyrir flokkana. Almenningur fær hins vegar minna fyrir snúð sinn, en á hins vegar beinharða kröfu á flokkana, í ljósi þess að þeir eru reknir fyrir almannafé, að þeir axli ábyrgð – fyrir kosningar – stofni kosningabandalög sín á milli og leggi fram ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, sem kjósendur geta valið á milli. Þá fyrst væru kjósendur að fá eitthvað fyrir peninginn. Þá fyrst gætum við talað um lýðræðislegar kosningar í landinu, frjálsar undan einokun hins úrelta flokkakerfis. Höfundur er vonsvikinn kjósandi síðan 1980. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Erlingsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri. Eftir kosningar er reynt að berja saman ríkisstjórn tveggja eða þriggja flokka, sem sammælast um stjórnarsáttmála, verkefnskrá næsta kjörtímabils – sem kjósendur hafa ekkert um að segja, en verða einfaldlega að sætta sig við – eina ferðina enn. Þessa dagana eru fulltrúar ellefu flokka að garga hver upp í annan í fjölmiðlum, líkt og götusalar á markaðstorgi. Allir hafa svipaða vöru að selja; nokkrir bjóða upp á sjaldséða ávexti, aðrir segjast hafa alveg glænýja tegund ávaxta og enn aðrir reyna að selja gamla ávexti undir nýju nafni. Kjósendur, sem nú eru neyddir til að kjósa á milli mis gáfulegra flokka, eiga heimtingu á því að hafa val um að kjósa á milli kosningabandalaga, sem hvert hefði sína fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn og sinn niðurneglda stjórnarsáttmála. Þá værum núna að sjá þrjú, fjögur eða fimm forsætisráðherraefni í fjölmiðlum að rökræða stjórnarsáttmála hvers annars. Tilvonandi þrjú, fjögur eða fimm menntamálaráðherraefni að rökræða mennta- og menningarstefnu hvers kosningabandalags; fjármálaráðherraefni að rökræða efnhagsmál, heilbrigðisráðherraefni heilbrigðismál o.sv.fr. Ekki aðeins myndi þetta fyrirkomulag stuðla að vitrænni og skynsamlegri umræðu um landsmálin almennt, heldur fengju kjósendur loksins það langþráða lýðræðislega tækifæri að fá loksins að kjósa sér ríkisstjórn og stjórnarsáttmála beinni kosningu til næstu fjögurra ára. Ríkisstjórn, þannig kjörin, hefði mun meira og víðtækara umboð þjóðarinnar, heldur en ríkisstjórn sem sett er saman í hrossakaupum á bakvið tjöldin, sem smíðar stjórnarsáttmála í skjóli nætur byggðan á málamiðlun og hagsmunum flokkanna fyrst og fremst. Sú aðferð hefur skilað landsmönnum hverri hörmunginni á fætur annarri áratugum saman, þótt inn á milli hafi einstakir ráðherrar skilað góðu starfi í sínu embætti. Núverandi fyrirkomulag gagnast engum, nema fjölmiðlum og fyrirtækjum sem gera skoðanakannanir. Kjósendur sitja hljóðir og horfa á þennan sirkus og vita að það skiptir engu máli hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Einhvers konar ríkisstjórn og einhvers konar stjórnarsáttmáli verður settur saman - eftir kosningar. „Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.“ Eitt er víst að kjósendur fá ekkert að segja um þann gjörning. Þar munu hagsmunir flokkanna einir ráða, eins og ævinlega. Í krafti þingsetu sinnar hafa stjórnmálaflokkar skammtað sér styrki af almannafé, til þess að m.a. að fjármagna áróður sem á að höfða til þessa sama almennings. Þetta er ótrúlega sjálfbært og fínt fyrirkomulag – fyrir flokkana. Almenningur fær hins vegar minna fyrir snúð sinn, en á hins vegar beinharða kröfu á flokkana, í ljósi þess að þeir eru reknir fyrir almannafé, að þeir axli ábyrgð – fyrir kosningar – stofni kosningabandalög sín á milli og leggi fram ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, sem kjósendur geta valið á milli. Þá fyrst væru kjósendur að fá eitthvað fyrir peninginn. Þá fyrst gætum við talað um lýðræðislegar kosningar í landinu, frjálsar undan einokun hins úrelta flokkakerfis. Höfundur er vonsvikinn kjósandi síðan 1980.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun