Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar 17. nóvember 2024 22:15 Vörðurnar á lífsins leið eru margar. Ein sú stærsta, foreldrahlutverkið, er hvorki gefins né sjálfsögð. Það getur verið krefjandi að hefja nýtt líf og stofna fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að létta róður barnafólks með stuðningi sem skiptir máli. Ekki aðeins fyrir þau sem þegar eiga börn heldur líka þau sem vilja það gjarnan en hafa átt erfitt með. 150 þúsund króna skattaafsláttur Meðal annars ætlum við að tryggja að hækkun fæðingarorlofsgreiðslna skili sér til allra í fæðingarorlofi og auka frelsi foreldra til að ráðstafa fæðingarorlofinu eins og þeim hentar best. Við ætlum að létta undir með fjölskyldum yngstu barnanna og veita þeim árlegan 150 þúsund króna skattaafslátt með hverju barni að þriggja ára aldri. Forgangsröðun í þágu fólks í tæknifrjóvgunum Mig langar sérstaklega að draga fram mál sem er mér hugleikið og ég hef talað fyrir sem þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar styðja enn frekar við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu með auknum stuðningi við fólk sem undirgengst tæknifrjóvganir. Það gladdi mig mikið að sú tillaga mín er nú eitt af kosningastefnumálum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega ekki lagt það í vana sinn að lofa upp í ermina á sér gulli og grænum skógum eins og margir freistast til þegar kosningaskjálftinn gerir vart við sig. Það má því treysta því að þessi tillaga verði að veruleika fáum við til þess umboð. Ég enda ætla að leyfa mér að segja að þessi tillaga er stórgóð. Með henni aðstoðum við fólk í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að leita sér aðstoðar tæknifrjóvgana með þann þunga reikning sem henni fylgja. Hún verður fjármögnuð með því að hætta að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir sem í daglegu tali kallast herraklippingar. Það finnst mér sanngjörn og skynsöm forgangsröðun opinberra fjármuna. Verkefnið á hinum pólitíska vettvangi verður oftar að vera mikilvægisröð verkefna í stað þess að sækja alltaf meira fé til vinnandi fólks því pólitíkusar treysta sér ekki til að forgangsraða. „Ófemínísk“ Þegar ég flutti þetta mál mitt fyrst á Alþingi sagði þingmaður VG í þingræðu sinni í pontu að fjármögnunarhlið tillögunnar væri „ófemínísk“. Sami þingmaður varð svo formaður Velferðarnefndar hvar málið hefði átt að fá þinglega meðferð. Ég vissi þá að málið myndi aldrei komast neitt áfram. Heill hugur og efndir Ég ræddi því við heilbrigðisráðherra um aðstoð, sem hafði áður tekið mér vel þegar ég kom bónleiðina til hans um breytingar á lögum í þágu þeirra sem þurfa að njóta liðsinnis tæknifrjóvgana. Hann tók því aftur vel og segir mér nú að þetta sé í skoðun í ráðuneytinu. Ef ráðherra gerir breytingar á þessu fyrir kosningar mun ég fagna því gríðarlega - en annars er þetta að finna í kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins og ég veit að þeim orðum fylgir bæði heill hugur og efndir. Í þágu þeirra sem ég veit að þetta þurfa, þá gleður það mig mjög mikið. Höfundur er þingflokksformaður og í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fæðingarorlof Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Vörðurnar á lífsins leið eru margar. Ein sú stærsta, foreldrahlutverkið, er hvorki gefins né sjálfsögð. Það getur verið krefjandi að hefja nýtt líf og stofna fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að létta róður barnafólks með stuðningi sem skiptir máli. Ekki aðeins fyrir þau sem þegar eiga börn heldur líka þau sem vilja það gjarnan en hafa átt erfitt með. 150 þúsund króna skattaafsláttur Meðal annars ætlum við að tryggja að hækkun fæðingarorlofsgreiðslna skili sér til allra í fæðingarorlofi og auka frelsi foreldra til að ráðstafa fæðingarorlofinu eins og þeim hentar best. Við ætlum að létta undir með fjölskyldum yngstu barnanna og veita þeim árlegan 150 þúsund króna skattaafslátt með hverju barni að þriggja ára aldri. Forgangsröðun í þágu fólks í tæknifrjóvgunum Mig langar sérstaklega að draga fram mál sem er mér hugleikið og ég hef talað fyrir sem þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar styðja enn frekar við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu með auknum stuðningi við fólk sem undirgengst tæknifrjóvganir. Það gladdi mig mikið að sú tillaga mín er nú eitt af kosningastefnumálum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega ekki lagt það í vana sinn að lofa upp í ermina á sér gulli og grænum skógum eins og margir freistast til þegar kosningaskjálftinn gerir vart við sig. Það má því treysta því að þessi tillaga verði að veruleika fáum við til þess umboð. Ég enda ætla að leyfa mér að segja að þessi tillaga er stórgóð. Með henni aðstoðum við fólk í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að leita sér aðstoðar tæknifrjóvgana með þann þunga reikning sem henni fylgja. Hún verður fjármögnuð með því að hætta að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir sem í daglegu tali kallast herraklippingar. Það finnst mér sanngjörn og skynsöm forgangsröðun opinberra fjármuna. Verkefnið á hinum pólitíska vettvangi verður oftar að vera mikilvægisröð verkefna í stað þess að sækja alltaf meira fé til vinnandi fólks því pólitíkusar treysta sér ekki til að forgangsraða. „Ófemínísk“ Þegar ég flutti þetta mál mitt fyrst á Alþingi sagði þingmaður VG í þingræðu sinni í pontu að fjármögnunarhlið tillögunnar væri „ófemínísk“. Sami þingmaður varð svo formaður Velferðarnefndar hvar málið hefði átt að fá þinglega meðferð. Ég vissi þá að málið myndi aldrei komast neitt áfram. Heill hugur og efndir Ég ræddi því við heilbrigðisráðherra um aðstoð, sem hafði áður tekið mér vel þegar ég kom bónleiðina til hans um breytingar á lögum í þágu þeirra sem þurfa að njóta liðsinnis tæknifrjóvgana. Hann tók því aftur vel og segir mér nú að þetta sé í skoðun í ráðuneytinu. Ef ráðherra gerir breytingar á þessu fyrir kosningar mun ég fagna því gríðarlega - en annars er þetta að finna í kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins og ég veit að þeim orðum fylgir bæði heill hugur og efndir. Í þágu þeirra sem ég veit að þetta þurfa, þá gleður það mig mjög mikið. Höfundur er þingflokksformaður og í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun