Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar 17. nóvember 2024 20:31 Lilja Dögg hefur verið gríðarlega öflugur ráðherra og komið afar mörgum mikilvægum málum til leiðar. Hún hefur verið ötull verndari íslenskunnar og t.a.m. staðið fyrir því að snjalltæki og ChatGPT geta nú skilið íslensku og beitt sér fyrir því að Disney+ býður nú upp á talsett barnaefni á íslensku. Sem ráðherra menningarmála hefur Lilja Dögg verið einstaklega kröftug og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt hversu vel hún hefur unnið með listasamfélaginu öllu og hagaðilum við að tryggja að fagmennska sé höfð að leiðarljósi við vinnslu þeirra mála sem hún hefur komið að. Af mörgum gríðarstórum framfaraskrefum sem hún hefur komið í gegn fyrir listir og menningu er stofnun Tónlistarmiðstöðvar, nýr og stærri Tónlistarsjóður, Myndlistarmiðstöð, ný sviðslistalög, stofnun Sviðslistastofnunar, fyrsti kjarasamningur danshöfunda við Þjóðleikhúsið, fjölgun Listamannalauna í fyrsta sinn í 15 ár og stækkun verkefnasjóða, og frumvarp um stofnun Þjóðaróperu, sem mun gjörbylta starfsumhverfi klassískra söngvara á Íslandi og umgjörð óperulistarinnar. Nú nýlega tryggði hún að kvikmyndasjóður og sviðslistasjóður fengju ekki þá skerðingu sem til stóð í núverandi fjárlagafrumvarpi. Ég hef fengið að kynnast Lilju Dögg í samskiptum okkar vegna frumvarps um Þjóðaróperu. Ég hef séð hversu mikið Lilja brennur fyrir þau málefni sem hún berst fyrir. Hún er eldklár, heiðarleg, hörkudugleg, fylgin sér, fagleg og vill koma hlutum í verk. Í ofanálag er hún sérlega skemmtileg og til í að ræða málin til að komast að réttri niðurstöðu hverju sinni. Það hefur verið unun að fylgjast með vinnu hennar með listasamfélaginu við mótun þeirra mála sem hún hefur unnið að. Þakklæti er mér efst í huga. Lilja Dögg er einn allra öflugasti stjórnmálamaður Íslendinga og Alþingi verður svo sannarlega fátækara ef það fær ekki að njóta hennar krafta. Og listasamfélagið mun einnig missa sinn sterkasta bandamann á Alþingi. Fylkjumst því um Lilju Dögg og tryggjum að hún hljóti brautargengi í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Klassís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Lilja Dögg hefur verið gríðarlega öflugur ráðherra og komið afar mörgum mikilvægum málum til leiðar. Hún hefur verið ötull verndari íslenskunnar og t.a.m. staðið fyrir því að snjalltæki og ChatGPT geta nú skilið íslensku og beitt sér fyrir því að Disney+ býður nú upp á talsett barnaefni á íslensku. Sem ráðherra menningarmála hefur Lilja Dögg verið einstaklega kröftug og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt hversu vel hún hefur unnið með listasamfélaginu öllu og hagaðilum við að tryggja að fagmennska sé höfð að leiðarljósi við vinnslu þeirra mála sem hún hefur komið að. Af mörgum gríðarstórum framfaraskrefum sem hún hefur komið í gegn fyrir listir og menningu er stofnun Tónlistarmiðstöðvar, nýr og stærri Tónlistarsjóður, Myndlistarmiðstöð, ný sviðslistalög, stofnun Sviðslistastofnunar, fyrsti kjarasamningur danshöfunda við Þjóðleikhúsið, fjölgun Listamannalauna í fyrsta sinn í 15 ár og stækkun verkefnasjóða, og frumvarp um stofnun Þjóðaróperu, sem mun gjörbylta starfsumhverfi klassískra söngvara á Íslandi og umgjörð óperulistarinnar. Nú nýlega tryggði hún að kvikmyndasjóður og sviðslistasjóður fengju ekki þá skerðingu sem til stóð í núverandi fjárlagafrumvarpi. Ég hef fengið að kynnast Lilju Dögg í samskiptum okkar vegna frumvarps um Þjóðaróperu. Ég hef séð hversu mikið Lilja brennur fyrir þau málefni sem hún berst fyrir. Hún er eldklár, heiðarleg, hörkudugleg, fylgin sér, fagleg og vill koma hlutum í verk. Í ofanálag er hún sérlega skemmtileg og til í að ræða málin til að komast að réttri niðurstöðu hverju sinni. Það hefur verið unun að fylgjast með vinnu hennar með listasamfélaginu við mótun þeirra mála sem hún hefur unnið að. Þakklæti er mér efst í huga. Lilja Dögg er einn allra öflugasti stjórnmálamaður Íslendinga og Alþingi verður svo sannarlega fátækara ef það fær ekki að njóta hennar krafta. Og listasamfélagið mun einnig missa sinn sterkasta bandamann á Alþingi. Fylkjumst því um Lilju Dögg og tryggjum að hún hljóti brautargengi í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Klassís.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar