Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 20:53 Einu viðmæli föður Ara við fréttunum voru að hann yrði nú að fara að vanda málfarið. Vísir Ari Eldjárn, grínisti með meiru, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru í Eddu í dag, á degi íslenskrar tungu. Þegar hann tók við verðlaununum sagðist hann hafa upplifað svokallað loddaraheilkenni. „Sérstaklega af því að ég hef ekki skrifað stafkrók í fimmtán ár,“ sagði hann en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti. „Ég var mjög feginn þegar ég heyrði í ræðu og riti. Ég er í raun og veru bara í munnlegri geymd. Kannski bara eins gott því það litla sem að eftir mig liggur á prenti það eldist ekki vel eins og heyra má á rökstuðningi dómnefndar,“ sagði Ari og vísaði til kvikmyndagagnrýni sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, las upp úr sem var einmitt skrifuð af Ara í Helgarpóstinum árið 1997, þegar hann var fimmtán ára gamall. Verði að hætta að segja „beisiklí“ „Sá sem ritaði þessi orð hafði ekki aldur til að muna sjálfur eftir frumsýningu fyrstu Star Trek-myndanna, hann var bara fimmtán ára en hafði samt skrifað í blaðið í næstum því ár. Umræddur gagnrýnandi, Ari Eldjárn, hefur síðan orðið einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Í uppistandi sínu beinir hann gjarna sjónum að íslenskri tungu; sköpunarmætti hennar, afkáraleika, sérstöðu en líka skyldleika við önnur tungumál, ekki síst þau norrænu. Þá er Ari einstök eftirherma en hæfileikar hans eru ekki aðeins fólgnir í því að ná málrómi og sérkennum einstaklinga heldur hefur hann næmt eyra fyrir því sem einkennir málsnið þeirra og ólíkra hópa í samfélaginu,“ sagði Lilja Dögg áður en hún afhenti Ara verðlaunin. Mikið var hlegið þegar Ari tók við verðlaununum.Stjórnarráðið Ari fékk þau tilmæli frá föður sínum Þórarni, sem hlotið hefur sömu verðlaun, að nú yrði hann að fara að vanda málfarið. „Ég tilkynnti pabba þetta því að hann fékk þetta nú á sínum tíma. Og ég ætlaði að hnýta eitthvað í hann og segja jæja kallinn minn, nú er ég kominn með þetta líka. En hann sagði: Já, þá verðurðu að hætta að segja beisiklí. Það var allt og sumt. Þannig að ég er hættur því, í hnotskurn.“ Ekki eina viðurkenning dagsins Ari var þó ekki sá eini sem hlaut viðurkenningu í dag. Auk Jónasarverðlaunana er sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðurkenningarhafar hafi komið úr ýmsum áttum, til að mynda Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og hljómsveitin Stuðmenn. Að þessu sinni hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum þá viðurkenningu. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Hamraskóla og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmanneyjarbæjar tóku við viðurkenningunni fyrir hönd þróunarverkefnisins Kveikjum neistann.Stjórnarráðið „En frá því að því var hleypt af stokkunum árið 2021 hefur það skilað eftirtektarverðum árangri hvað varðar bætta líðan nemenda en líka færni í lestri. Verkefnið er til 10 ára og er stutt af Vestmannaeyjabæ, Menntamálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einn af áhugaverðustu þáttum verkefnisins er hvernig það samþættir áherslur í lestri, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og áhugahvöt,“ segir á vef stjórnarráðsins. Íslensk tunga Menning Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
„Sérstaklega af því að ég hef ekki skrifað stafkrók í fimmtán ár,“ sagði hann en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti. „Ég var mjög feginn þegar ég heyrði í ræðu og riti. Ég er í raun og veru bara í munnlegri geymd. Kannski bara eins gott því það litla sem að eftir mig liggur á prenti það eldist ekki vel eins og heyra má á rökstuðningi dómnefndar,“ sagði Ari og vísaði til kvikmyndagagnrýni sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, las upp úr sem var einmitt skrifuð af Ara í Helgarpóstinum árið 1997, þegar hann var fimmtán ára gamall. Verði að hætta að segja „beisiklí“ „Sá sem ritaði þessi orð hafði ekki aldur til að muna sjálfur eftir frumsýningu fyrstu Star Trek-myndanna, hann var bara fimmtán ára en hafði samt skrifað í blaðið í næstum því ár. Umræddur gagnrýnandi, Ari Eldjárn, hefur síðan orðið einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Í uppistandi sínu beinir hann gjarna sjónum að íslenskri tungu; sköpunarmætti hennar, afkáraleika, sérstöðu en líka skyldleika við önnur tungumál, ekki síst þau norrænu. Þá er Ari einstök eftirherma en hæfileikar hans eru ekki aðeins fólgnir í því að ná málrómi og sérkennum einstaklinga heldur hefur hann næmt eyra fyrir því sem einkennir málsnið þeirra og ólíkra hópa í samfélaginu,“ sagði Lilja Dögg áður en hún afhenti Ara verðlaunin. Mikið var hlegið þegar Ari tók við verðlaununum.Stjórnarráðið Ari fékk þau tilmæli frá föður sínum Þórarni, sem hlotið hefur sömu verðlaun, að nú yrði hann að fara að vanda málfarið. „Ég tilkynnti pabba þetta því að hann fékk þetta nú á sínum tíma. Og ég ætlaði að hnýta eitthvað í hann og segja jæja kallinn minn, nú er ég kominn með þetta líka. En hann sagði: Já, þá verðurðu að hætta að segja beisiklí. Það var allt og sumt. Þannig að ég er hættur því, í hnotskurn.“ Ekki eina viðurkenning dagsins Ari var þó ekki sá eini sem hlaut viðurkenningu í dag. Auk Jónasarverðlaunana er sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðurkenningarhafar hafi komið úr ýmsum áttum, til að mynda Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og hljómsveitin Stuðmenn. Að þessu sinni hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum þá viðurkenningu. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Hamraskóla og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmanneyjarbæjar tóku við viðurkenningunni fyrir hönd þróunarverkefnisins Kveikjum neistann.Stjórnarráðið „En frá því að því var hleypt af stokkunum árið 2021 hefur það skilað eftirtektarverðum árangri hvað varðar bætta líðan nemenda en líka færni í lestri. Verkefnið er til 10 ára og er stutt af Vestmannaeyjabæ, Menntamálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einn af áhugaverðustu þáttum verkefnisins er hvernig það samþættir áherslur í lestri, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og áhugahvöt,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Íslensk tunga Menning Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira