Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2024 20:06 Guðmundur Magnússon, íbúi í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er með stórt gönguverkefni í gangi í Garðskagavita, sem tekur hann eitt ár að klára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur Magnússon íbúi í Garðinum í Suðurnesjabæ kallar ekki allt ömmu sína því hann ætlar að ganga upp og niður tröppurnar Garðskagavita í 365 daga, eða í heilt ár, á annað hundrað tröppur í hverri ferð. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garðinum þriggja barna faðir. Hann gengur oftast upp og niður vitann síðdegis en með því er hann að safna áheitum fyrir Píeta samtökin. Með stigagöngunni vill hann vekja athygli á auknum geðvanda á Íslandi, ekki síst á meðal barna og unglinga. „Málið er að fólk, sem er með mikla vanlíðan það á það til að einangra sig og það var önnur hugmyndin með þessu verkefni, það var það að ég er búin að gefa það út að fara á hverjum degi á þessu tímabili, þá get ég ekki sleppt því sama hvað bjátar á og það er stundum erfitt að hafa sig út úr húsi fyrir marga veit ég,” segir Guðmundur. Tröppurnar eru á annað hundrað og Guðmundur segir ekki erfitt fyrir ungan mann að þramma þær upp og niður og það sé alltaf auðveldara með hverjum degi en nú er hann búin að fara um 50 ferðir. Hann hefur fengið mikla athygli heimamanna vegna verkefnisins. „Ég hef lært það í gegnum lífið að maður þarf stundum að fara rótækarleiðir til þess að fólk hlusti og þetta er nógu galið þannig að fólk fari að veita því athygli og þá skapast umræða og fólk fer að líta betur í kringum sig.” Með verkefninu vill Guðmundur leggja Píeta samtökunum lið þar sem allir geta styrkt samtökin í tengslum við tröppuverkefninu í Garðskagavita.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að Píeta samtökin séu að vinna frábært starf og því vilji hann leggja samtökunum lið með sínu tröppu verkefni. „Þeir bjóða upp á fría þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur og ég held að það séu ekki allir sem viti það og ég er að reyna að vekja athygli á því að þú getur leitað þér hjálpar án þess að það kosti mánaðarlaunin,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára. „Og ég man aldrei eftir því að nokkur maður hafi talað um það við mig, ekki ráðgjafi, ekki skólinn, engin, Ég er alveg opinn með mín veikindi og það hefur klárlega hjálpað mér,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára.Aðsend Þetta er rosalega fallegt og flott framtak hjá þér. Takk fyrir. Leitið ykkur hjálpar ef ykkur líður illa, það er engin skömm af því,” segir Guðmundur göngugarpur í Garðinum. Garðskagaviti er mjög fallegur viti, sem mikið af ferðamönnum heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Guðmundar, Leiðin að ljósinu Suðurnesjabær Geðheilbrigði Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garðinum þriggja barna faðir. Hann gengur oftast upp og niður vitann síðdegis en með því er hann að safna áheitum fyrir Píeta samtökin. Með stigagöngunni vill hann vekja athygli á auknum geðvanda á Íslandi, ekki síst á meðal barna og unglinga. „Málið er að fólk, sem er með mikla vanlíðan það á það til að einangra sig og það var önnur hugmyndin með þessu verkefni, það var það að ég er búin að gefa það út að fara á hverjum degi á þessu tímabili, þá get ég ekki sleppt því sama hvað bjátar á og það er stundum erfitt að hafa sig út úr húsi fyrir marga veit ég,” segir Guðmundur. Tröppurnar eru á annað hundrað og Guðmundur segir ekki erfitt fyrir ungan mann að þramma þær upp og niður og það sé alltaf auðveldara með hverjum degi en nú er hann búin að fara um 50 ferðir. Hann hefur fengið mikla athygli heimamanna vegna verkefnisins. „Ég hef lært það í gegnum lífið að maður þarf stundum að fara rótækarleiðir til þess að fólk hlusti og þetta er nógu galið þannig að fólk fari að veita því athygli og þá skapast umræða og fólk fer að líta betur í kringum sig.” Með verkefninu vill Guðmundur leggja Píeta samtökunum lið þar sem allir geta styrkt samtökin í tengslum við tröppuverkefninu í Garðskagavita.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að Píeta samtökin séu að vinna frábært starf og því vilji hann leggja samtökunum lið með sínu tröppu verkefni. „Þeir bjóða upp á fría þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur og ég held að það séu ekki allir sem viti það og ég er að reyna að vekja athygli á því að þú getur leitað þér hjálpar án þess að það kosti mánaðarlaunin,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára. „Og ég man aldrei eftir því að nokkur maður hafi talað um það við mig, ekki ráðgjafi, ekki skólinn, engin, Ég er alveg opinn með mín veikindi og það hefur klárlega hjálpað mér,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára.Aðsend Þetta er rosalega fallegt og flott framtak hjá þér. Takk fyrir. Leitið ykkur hjálpar ef ykkur líður illa, það er engin skömm af því,” segir Guðmundur göngugarpur í Garðinum. Garðskagaviti er mjög fallegur viti, sem mikið af ferðamönnum heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Guðmundar, Leiðin að ljósinu
Suðurnesjabær Geðheilbrigði Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira