Messi: Þú ert hugleysingi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 22:33 Lionel Messi lætur Anderson Daronco dómara heyra það í leik Argentínu og Paragvæ. Getty/Christian Alvarenga/ Lionel Messi var allt annað en ánægður með dómarann í 2-1 tapi heimsmeistara Argentínu á móti Paragvæ í undankeppni HM í nótt. Argentínumenn komust yfir með marki Lautaro Martinez eftir aðeins ellefu mínútur en frábær hjólhestaspyrna Eduardo Sanabria jafnaði leikinn og varnarmaðurinn Alderete skoraði síðan sigurmarkið snemma í seinni hálfleik eftir aukaspyrnu. Tapið breytir ekki því að argentínska landsliðið er enn í toppsæti Suðurameríkuriðilsins með 22 stig úr ellefu leikjum. Paragvæ komst upp í sjötta sætið með sigrinum en sex efstu þjóðirnar komast á HM. Lionel Messi var í byrjunarliði Argentínu en hann komst lítið áleiðis. Þetta var ekki góð vika fyrir hann því Inter Miami datt út úr úrslitakeppni MLS-deildarinnar um síðustu helgi. Messi var líka mjög pirraður út í dómara leiksins. Samskipti þeirra náðust á upptöku. „Þú ert hugleysingi,“ sagði Messi við dómarann eftir að lokaflautið gall og benti á hann. Messi bætti seina við: „Ég kann ekki vel við þig.“ Messi var ekki að koma vel út með þessari framkomi sinni að það verða líklega engir eftirmálar af henni. Brasilíumaðurinn Anderson Daronco dæmdi leikinn. Messi er markahæsti leikmaður Suðurameríkuriðilsins með sex mörk. Hann hafði átt þátt í fimm mörkum (3 mörk og 2 stoðsendingar) í leiknum á undan þar sem Argentínu menn unnu 6-0 sigur á Bólivíu. Að þessu sinni gekk ekkert upp hjá kappanum. Þrátt fyrir þennan pirring og þessi samskipti við brasilíska dómarann þá slapp Messi við spjald. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Argentínumenn komust yfir með marki Lautaro Martinez eftir aðeins ellefu mínútur en frábær hjólhestaspyrna Eduardo Sanabria jafnaði leikinn og varnarmaðurinn Alderete skoraði síðan sigurmarkið snemma í seinni hálfleik eftir aukaspyrnu. Tapið breytir ekki því að argentínska landsliðið er enn í toppsæti Suðurameríkuriðilsins með 22 stig úr ellefu leikjum. Paragvæ komst upp í sjötta sætið með sigrinum en sex efstu þjóðirnar komast á HM. Lionel Messi var í byrjunarliði Argentínu en hann komst lítið áleiðis. Þetta var ekki góð vika fyrir hann því Inter Miami datt út úr úrslitakeppni MLS-deildarinnar um síðustu helgi. Messi var líka mjög pirraður út í dómara leiksins. Samskipti þeirra náðust á upptöku. „Þú ert hugleysingi,“ sagði Messi við dómarann eftir að lokaflautið gall og benti á hann. Messi bætti seina við: „Ég kann ekki vel við þig.“ Messi var ekki að koma vel út með þessari framkomi sinni að það verða líklega engir eftirmálar af henni. Brasilíumaðurinn Anderson Daronco dæmdi leikinn. Messi er markahæsti leikmaður Suðurameríkuriðilsins með sex mörk. Hann hafði átt þátt í fimm mörkum (3 mörk og 2 stoðsendingar) í leiknum á undan þar sem Argentínu menn unnu 6-0 sigur á Bólivíu. Að þessu sinni gekk ekkert upp hjá kappanum. Þrátt fyrir þennan pirring og þessi samskipti við brasilíska dómarann þá slapp Messi við spjald. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira