Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. nóvember 2024 17:18 Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna? Hvernig í ósköpunum á Viðreisn með 1 mann í borgarstjórn, af 23, og 5 á þingi, í stjórnaraðstöðu - ekki í ríkisstjórn, án ráðherra - að bera ábyrgð á verðbólgunni á Íslandi!? Ég verð bara að segja, Hjörtur J., þú mátt skammast þín fyrir svona ómerkilegan málflutning, því þú veizt auðitað miklu betur en svo. Sök Viðreisnar á, annars vegar, að vera sú, að borgarstjórn Reykjavíkur hafi úthlutað of fáum lóðum síðustu árin, og, að það hafi leitt til lóðarskorts, sem aftur hafi leitt til verðbólgu. Um lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar má eflaust deila, hvort hér hafi verið staðið vel að verki, eða ekki, en í borgarstjórn eru 23 fulltrúar, þar af á Viðreisn 1. Skyldi einhverjum öðrum en Hirti J. detta í huga, og reyna að fullyrða, að þessi eini fulltrúi Viðreisnar, af 23, skuli ráða þar öllu um lóðaframboð!?? Önnur eins firra. Annað mál er það, að það er margt annað, sem hefur tafið fyrir byggingu húsnæðis í Reykjavík og annars staðar, en lóðaframboð. Margir hafa fengið lóðir, hefðu getað byggt, en treystu sér ekki í það vegna okurvaxta Seðlabanka og ríkisstjórnar. Dæmi eru um, að lóðir, sem búið var að úthluta hafi staðið í ónýttar árum saman, vegna vangetu byggingarverktaka til framkvæmda. Hins vegar fullyrðir Hjörtur J., að verðbólgan hér sé innflutt frá Evrópu, frá Evrópusambandinu, og, að Viðreisn beri ábyrgð á því!!?? Þessi drengur hlýtur að hafa gengið illilega á ljósastaur, eða runnið til í bleytu, og lamið hausnum utan í gangstéttarkant, og snarruglast. Sennilega átti óhappið sér stað fyrir nokkru, en í stað bata, hefur drengnum því miður bara hrakað. Eiginlega sorglegt. Verðbólga í Evru-löndunum 26 var í september 1,7%, á Íslandi er hún 5,1%. Hvernig geta Íslendingar þá verið að flytja inn verðbólgu frá Evrópu? Verðbólgan var hærri í Evrópu fyrir 1-2 árum. Það gerðist í framhaldi af árás Pútíns á Úkraínu - skyldi Viðreisn hafa stjórnað henni - og þau viðbrögð vestrænna ríkja, að hætta þá sem mest viðskiptum við Rússland með olíu og gas. Það bar brátt að og leiddi tímabundið til verulegra hækkana á olíu, bensíni og gasi, sem aftur kynnti upp verbólguna, meðan Evrópa var að finna sér aðra orkubirgja, en það er nú löngu afstaðið. Verðbólga í Evru-löndum í september, sem sagt, 1,7% og 2,1% í öllu ESB. Hjörtur J. er einn þeirra, sem veit ýmislegt vel, en hagræðir því sínum málflutningi til stuðnings, bútar í sundur, endurraðar, umbreytir og rangfærir, í trausti þess, að lesendur viti lítið um málið og trúi honum. Fyrir mér ljótur leikur, en ég hygg, að margur lesandinn sé betur að sér, en Hjörtur heldur, sjái í gegnum þennan ljóta leik og átti sig á, hvað satt er og rétt. „Fake News“, „Fake Stories“, eru, hvað sem því líður, stórfellt og hættulegt vandamál okkar tíma. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna? Hvernig í ósköpunum á Viðreisn með 1 mann í borgarstjórn, af 23, og 5 á þingi, í stjórnaraðstöðu - ekki í ríkisstjórn, án ráðherra - að bera ábyrgð á verðbólgunni á Íslandi!? Ég verð bara að segja, Hjörtur J., þú mátt skammast þín fyrir svona ómerkilegan málflutning, því þú veizt auðitað miklu betur en svo. Sök Viðreisnar á, annars vegar, að vera sú, að borgarstjórn Reykjavíkur hafi úthlutað of fáum lóðum síðustu árin, og, að það hafi leitt til lóðarskorts, sem aftur hafi leitt til verðbólgu. Um lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar má eflaust deila, hvort hér hafi verið staðið vel að verki, eða ekki, en í borgarstjórn eru 23 fulltrúar, þar af á Viðreisn 1. Skyldi einhverjum öðrum en Hirti J. detta í huga, og reyna að fullyrða, að þessi eini fulltrúi Viðreisnar, af 23, skuli ráða þar öllu um lóðaframboð!?? Önnur eins firra. Annað mál er það, að það er margt annað, sem hefur tafið fyrir byggingu húsnæðis í Reykjavík og annars staðar, en lóðaframboð. Margir hafa fengið lóðir, hefðu getað byggt, en treystu sér ekki í það vegna okurvaxta Seðlabanka og ríkisstjórnar. Dæmi eru um, að lóðir, sem búið var að úthluta hafi staðið í ónýttar árum saman, vegna vangetu byggingarverktaka til framkvæmda. Hins vegar fullyrðir Hjörtur J., að verðbólgan hér sé innflutt frá Evrópu, frá Evrópusambandinu, og, að Viðreisn beri ábyrgð á því!!?? Þessi drengur hlýtur að hafa gengið illilega á ljósastaur, eða runnið til í bleytu, og lamið hausnum utan í gangstéttarkant, og snarruglast. Sennilega átti óhappið sér stað fyrir nokkru, en í stað bata, hefur drengnum því miður bara hrakað. Eiginlega sorglegt. Verðbólga í Evru-löndunum 26 var í september 1,7%, á Íslandi er hún 5,1%. Hvernig geta Íslendingar þá verið að flytja inn verðbólgu frá Evrópu? Verðbólgan var hærri í Evrópu fyrir 1-2 árum. Það gerðist í framhaldi af árás Pútíns á Úkraínu - skyldi Viðreisn hafa stjórnað henni - og þau viðbrögð vestrænna ríkja, að hætta þá sem mest viðskiptum við Rússland með olíu og gas. Það bar brátt að og leiddi tímabundið til verulegra hækkana á olíu, bensíni og gasi, sem aftur kynnti upp verbólguna, meðan Evrópa var að finna sér aðra orkubirgja, en það er nú löngu afstaðið. Verðbólga í Evru-löndum í september, sem sagt, 1,7% og 2,1% í öllu ESB. Hjörtur J. er einn þeirra, sem veit ýmislegt vel, en hagræðir því sínum málflutningi til stuðnings, bútar í sundur, endurraðar, umbreytir og rangfærir, í trausti þess, að lesendur viti lítið um málið og trúi honum. Fyrir mér ljótur leikur, en ég hygg, að margur lesandinn sé betur að sér, en Hjörtur heldur, sjái í gegnum þennan ljóta leik og átti sig á, hvað satt er og rétt. „Fake News“, „Fake Stories“, eru, hvað sem því líður, stórfellt og hættulegt vandamál okkar tíma. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar