Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar 15. nóvember 2024 11:02 Farsældarlögin snúast ekki um börnin. Lögin auka ekki réttindi barna, þau auka ekki réttindi umönnunaraðila og kerfið grípur ekki öll börn sem þurfa nauðsynlega á snemmtækri íhlutun að halda. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta hef ég meðal annars frá eftirfarandi ráðuneytum og stofnunum: Mennta- og barnamálaráðuneytið Dómsmálaráðuneytið Barna- og fjölskyldustofu(sem hefur stórt hlutverk í framkvæmd laganna) Sveitarfélögunum Reykjavík, Kópavogi og Reykjanesbæ. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (áður GEF, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar) Réttindagæslumanni fatlaðra Umboðsmanni Alþingis Umboðsmanni Barna Ríkisendurskoðun Ég hef rætt þessi mál við fagaðila og félagsmálastjóra nokkurra sveitarfélaga og þeir veita flestir þjónustu og stuðning umfram lagaskyldur. Mikilvæg lög sem snúa að farsæld barna undanskilja hóp barna og foreldra. Lögin eru: Lög um leikskóla 90/2008 Lög um grunnskóla 91/2008 Lög um stuðning við fötluð börn 38/2018 Farsældarlögin 86/2021 Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991. (Lögunum var breytt í júní 2022 eftir að félagsmálaráðuneytið fór úr höndum Framsóknarflokksins og í hendur VG) Ekkert jafnréttismat fór fram á farsældarlögunum Ekkert mat á jafnréttisáhrifum var gert á farsældarlögunum þrátt fyrir að ljóst væri að þau hefðu ólík áhrif á karla og konur. Lögin setja einstæðar mæður(einstæða foreldra) í hlutverk málstjóra gagnvart hinu foreldrinu og eykur álag í samræmi við það enda hafa foreldrar almennt ekki reynslu, þekkingu né menntun til að sinna þessu hlutverki. Það er eins og það sé ekki nóg fyrir foreldrið að eiga barn sem þarf á stuðningi að halda. Þetta er gert á sama tíma og allar rannsóknir sýna að umönnunarbyrði kvenna sé nú þegar of mikil. Sveitarfélög gerðu atlögu að foreldrum og ráðherrar aðgerðarlausir á Sagt er að foreldrar beri endanlega ábyrgð á börnum sínum. Þessu eru stjórnvöld, t.d. barna- og menntamálaráðuneytið ekki sammála. Árið 2019 og 2021 gerðu Reykjavík og Kópavogur atlögu að foreldrum og börnum með því að taka upp samskipta- og upplýsingakerfi í leik- og grunnskólum sem veitti ekki öllum umönnunaraðilum möguleika á eðlilegum samskiptum og miðlun upplýsinga. Kópavogsbær ætlaði að loka fyrir samskipti við hóp foreldra, jafnvel foreldra fatlaðra barna. Barna- og menntamálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis sáu ekkert athugavert við þetta en eftir nokkurra mánaða harða baráttu við sveitarfélögin þá hrundu foreldrar þessari atlögu. Barna- og menntamálaráðherra hefur ekki séð ástæðu til að skerpa á ákvæðum laga um samskipti leikskóla og grunnskóla við foreldra barna. Það er því enn heimilt samkvæmt lögum að loka á samskipta- og upplýsingalausnir eins og Vala.is og Mentor án fyrirvara. Uppeldisráðgjöf fyrir foreldra Árið 2019 kom í ljós að sveitarfélög töldu sig ekki mega veita öllum foreldrum barna uppeldisráðgjöf og námskeið þrátt fyrir að bæði sveitarfélög og foreldrar teldu það nauðsynlegt til að geta stutt við þroska barna. Á meðan félagsmálaráðuneytið var í höndum Framsóknarflokksins þá gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ráðuneytið fór í hendur VG að lagt var fram frumvarp sem heimilaði sveitarfélögum að veita öllum umönnunaraðilum þessi nauðsynlegu námskeið. Þessi aukni stuðningur við börn og foreldra er ekki vegna farsældarlaganna. Árangur ekki farsældarlögunum að þakka Betri líðan barna er ekki vegna farsældarlaganna heldur þrátt fyrir farsældarlögin. Sveitarfélög veita mörg hver þjónustu umfram lagaskyldur. Lögum sem veitir foreldrum betri tækifæri til að styðja við börnin sín hefur verið breytt. Orðið hefur vitundarvakning meðal sérfræðinga um nauðsyn þess að styðja við öll börn umfram lagaskyldur. Að lokum hefur orðið vitundarvakning og valdefling meðal foreldra. Í stað þess að bíða eftir því að stjórnvöld hlusti og vinni með foreldrum þá hafa foreldrar einfaldlega tekið frumkvæðið og lagt stjórnvöldum línurnar. Stjórnmálamenn og ráðherrar eru oftast áhorfendur en sjaldan eða aldrei hafa þeir leitt breytingar í þágu barna. Eitt er víst, að sá hópur sem stjórnmálamenn þakka síðast eru foreldrar en stjórnmálamenn eru fyrstir til að þakka sjálfum sér fyrir annarra störf. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Farsældarlögin snúast ekki um börnin. Lögin auka ekki réttindi barna, þau auka ekki réttindi umönnunaraðila og kerfið grípur ekki öll börn sem þurfa nauðsynlega á snemmtækri íhlutun að halda. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta hef ég meðal annars frá eftirfarandi ráðuneytum og stofnunum: Mennta- og barnamálaráðuneytið Dómsmálaráðuneytið Barna- og fjölskyldustofu(sem hefur stórt hlutverk í framkvæmd laganna) Sveitarfélögunum Reykjavík, Kópavogi og Reykjanesbæ. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (áður GEF, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar) Réttindagæslumanni fatlaðra Umboðsmanni Alþingis Umboðsmanni Barna Ríkisendurskoðun Ég hef rætt þessi mál við fagaðila og félagsmálastjóra nokkurra sveitarfélaga og þeir veita flestir þjónustu og stuðning umfram lagaskyldur. Mikilvæg lög sem snúa að farsæld barna undanskilja hóp barna og foreldra. Lögin eru: Lög um leikskóla 90/2008 Lög um grunnskóla 91/2008 Lög um stuðning við fötluð börn 38/2018 Farsældarlögin 86/2021 Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991. (Lögunum var breytt í júní 2022 eftir að félagsmálaráðuneytið fór úr höndum Framsóknarflokksins og í hendur VG) Ekkert jafnréttismat fór fram á farsældarlögunum Ekkert mat á jafnréttisáhrifum var gert á farsældarlögunum þrátt fyrir að ljóst væri að þau hefðu ólík áhrif á karla og konur. Lögin setja einstæðar mæður(einstæða foreldra) í hlutverk málstjóra gagnvart hinu foreldrinu og eykur álag í samræmi við það enda hafa foreldrar almennt ekki reynslu, þekkingu né menntun til að sinna þessu hlutverki. Það er eins og það sé ekki nóg fyrir foreldrið að eiga barn sem þarf á stuðningi að halda. Þetta er gert á sama tíma og allar rannsóknir sýna að umönnunarbyrði kvenna sé nú þegar of mikil. Sveitarfélög gerðu atlögu að foreldrum og ráðherrar aðgerðarlausir á Sagt er að foreldrar beri endanlega ábyrgð á börnum sínum. Þessu eru stjórnvöld, t.d. barna- og menntamálaráðuneytið ekki sammála. Árið 2019 og 2021 gerðu Reykjavík og Kópavogur atlögu að foreldrum og börnum með því að taka upp samskipta- og upplýsingakerfi í leik- og grunnskólum sem veitti ekki öllum umönnunaraðilum möguleika á eðlilegum samskiptum og miðlun upplýsinga. Kópavogsbær ætlaði að loka fyrir samskipti við hóp foreldra, jafnvel foreldra fatlaðra barna. Barna- og menntamálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis sáu ekkert athugavert við þetta en eftir nokkurra mánaða harða baráttu við sveitarfélögin þá hrundu foreldrar þessari atlögu. Barna- og menntamálaráðherra hefur ekki séð ástæðu til að skerpa á ákvæðum laga um samskipti leikskóla og grunnskóla við foreldra barna. Það er því enn heimilt samkvæmt lögum að loka á samskipta- og upplýsingalausnir eins og Vala.is og Mentor án fyrirvara. Uppeldisráðgjöf fyrir foreldra Árið 2019 kom í ljós að sveitarfélög töldu sig ekki mega veita öllum foreldrum barna uppeldisráðgjöf og námskeið þrátt fyrir að bæði sveitarfélög og foreldrar teldu það nauðsynlegt til að geta stutt við þroska barna. Á meðan félagsmálaráðuneytið var í höndum Framsóknarflokksins þá gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ráðuneytið fór í hendur VG að lagt var fram frumvarp sem heimilaði sveitarfélögum að veita öllum umönnunaraðilum þessi nauðsynlegu námskeið. Þessi aukni stuðningur við börn og foreldra er ekki vegna farsældarlaganna. Árangur ekki farsældarlögunum að þakka Betri líðan barna er ekki vegna farsældarlaganna heldur þrátt fyrir farsældarlögin. Sveitarfélög veita mörg hver þjónustu umfram lagaskyldur. Lögum sem veitir foreldrum betri tækifæri til að styðja við börnin sín hefur verið breytt. Orðið hefur vitundarvakning meðal sérfræðinga um nauðsyn þess að styðja við öll börn umfram lagaskyldur. Að lokum hefur orðið vitundarvakning og valdefling meðal foreldra. Í stað þess að bíða eftir því að stjórnvöld hlusti og vinni með foreldrum þá hafa foreldrar einfaldlega tekið frumkvæðið og lagt stjórnvöldum línurnar. Stjórnmálamenn og ráðherrar eru oftast áhorfendur en sjaldan eða aldrei hafa þeir leitt breytingar í þágu barna. Eitt er víst, að sá hópur sem stjórnmálamenn þakka síðast eru foreldrar en stjórnmálamenn eru fyrstir til að þakka sjálfum sér fyrir annarra störf. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun