Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:15 Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár. Nú voru nýlega kynnt uppgjör hagnaðar viðskiptabankanna þriggja fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2024. Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sem er meira að segja 1,8 milljarða króna hækkun frá sama tímabili metársins 2023. Hagnaður Landsbankans á þriðja fjórðungi var 10,8 milljarðar króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár 11,7% sem er hærra en á metárinu. Loks rekur Íslandsbanki lestina en hagnaður hans á þriðja ársfjórðungi nam einungis 7,3 milljörðum króna, en þó fylgir Íslandsbanki hinum bönkunum með því að arðsemi eiginfjár á þessu tímabili er töluvert hærri en á sama tímabili á metárinu 2023. Það áhugaverða við þetta er að þegar hlustað er á sumt fólk í fjármálageiranum þá mætti halda að það væri mjög erfitt og jafnvel óhagstætt að reka banka, einkum vegna hins sérstaka skatts sem íslenskir viðskiptabankar, sparisjóðir eða lánafyrirtæki þurfa að greiða. Forsögu þessa skatts má rekja til hrunsins, en í kjölfar þess var bankaskattinum komið á. Með honum var leitast við að hvetja fjármálafyrirtæki til að fjármagna sig með öruggari hætti, þ.e. að vera með hátt eigið fé og trygg innlán. Meðal annars er markmið laga um sértækan skatt á fjármálafyrirtæki að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt vegna þeirrar kerfisáhættu sem áhættusöm starfsemi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóðarbúið. Allt frá upphafi árs 2014 hélst gjaldhlutfallið óbreytt, en á árinu 2021 tóku stjórnvöld þá ákvörðun að lækka skattinn úr 0,376% niður í 0,145%. Þessi lækkun skattsins átti að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands og auka útlán þeirra. Bankarnir höfðu lengi kallað eftir því að bankaskatturinn yrði lækkaður og fullyrtu að með því myndi vaxtamunur, þ.e. munurinn á því sem bankar greiða í vexti af innlánum og vöxtum útlána, minnka. Það er því athyglisvert að sjá að vaxtamunur heildareigna bankanna hefur í rauninni staðið í stað frá því að bankaskatturinn var lækkaður. Það má því segja að bankarnir hafi stungið ábatanum af skattalækkuninni í vasann. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í skýrslu starfshóps um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem kom út í ágúst árið 2023. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu 66,9 ma.kr. hagnaði árið 2022. Eins og áður var rakið nam þessi fjárhæð 83,5 milljörðum árið 2023. Það eru horfur fyrir því að þótt fyrsti og annar ársfjórðungur hjá tveimur af þremur stóru viðskiptabönkunum hafi verið slæmur þá hefur arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðir ársins verið hærri en árið 2023 og hagnaður meiri. Með öðrum orðum stefnir allt í annað metár bankanna. Það ætti því öllum að liggja ljóst fyrir að bankarnir eru meira en aflögufærir og rúmlega það til að taka á sig hækkun á bankaskattinum. Ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða króna halla og upp safnast vaxtaberandi skuldir á þjóðarbúið á meðan bankarnir fitna og fitna. Höfundur er Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár. Nú voru nýlega kynnt uppgjör hagnaðar viðskiptabankanna þriggja fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2024. Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sem er meira að segja 1,8 milljarða króna hækkun frá sama tímabili metársins 2023. Hagnaður Landsbankans á þriðja fjórðungi var 10,8 milljarðar króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár 11,7% sem er hærra en á metárinu. Loks rekur Íslandsbanki lestina en hagnaður hans á þriðja ársfjórðungi nam einungis 7,3 milljörðum króna, en þó fylgir Íslandsbanki hinum bönkunum með því að arðsemi eiginfjár á þessu tímabili er töluvert hærri en á sama tímabili á metárinu 2023. Það áhugaverða við þetta er að þegar hlustað er á sumt fólk í fjármálageiranum þá mætti halda að það væri mjög erfitt og jafnvel óhagstætt að reka banka, einkum vegna hins sérstaka skatts sem íslenskir viðskiptabankar, sparisjóðir eða lánafyrirtæki þurfa að greiða. Forsögu þessa skatts má rekja til hrunsins, en í kjölfar þess var bankaskattinum komið á. Með honum var leitast við að hvetja fjármálafyrirtæki til að fjármagna sig með öruggari hætti, þ.e. að vera með hátt eigið fé og trygg innlán. Meðal annars er markmið laga um sértækan skatt á fjármálafyrirtæki að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt vegna þeirrar kerfisáhættu sem áhættusöm starfsemi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóðarbúið. Allt frá upphafi árs 2014 hélst gjaldhlutfallið óbreytt, en á árinu 2021 tóku stjórnvöld þá ákvörðun að lækka skattinn úr 0,376% niður í 0,145%. Þessi lækkun skattsins átti að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands og auka útlán þeirra. Bankarnir höfðu lengi kallað eftir því að bankaskatturinn yrði lækkaður og fullyrtu að með því myndi vaxtamunur, þ.e. munurinn á því sem bankar greiða í vexti af innlánum og vöxtum útlána, minnka. Það er því athyglisvert að sjá að vaxtamunur heildareigna bankanna hefur í rauninni staðið í stað frá því að bankaskatturinn var lækkaður. Það má því segja að bankarnir hafi stungið ábatanum af skattalækkuninni í vasann. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í skýrslu starfshóps um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem kom út í ágúst árið 2023. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu 66,9 ma.kr. hagnaði árið 2022. Eins og áður var rakið nam þessi fjárhæð 83,5 milljörðum árið 2023. Það eru horfur fyrir því að þótt fyrsti og annar ársfjórðungur hjá tveimur af þremur stóru viðskiptabönkunum hafi verið slæmur þá hefur arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðir ársins verið hærri en árið 2023 og hagnaður meiri. Með öðrum orðum stefnir allt í annað metár bankanna. Það ætti því öllum að liggja ljóst fyrir að bankarnir eru meira en aflögufærir og rúmlega það til að taka á sig hækkun á bankaskattinum. Ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða króna halla og upp safnast vaxtaberandi skuldir á þjóðarbúið á meðan bankarnir fitna og fitna. Höfundur er Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun