Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar 14. nóvember 2024 14:00 Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu var samþykkt á Alþingi af frumkvæði Viðreisnar. Niðurgreiðslan hefur hins vegar ekki verið fjármögnuð í valdatíð fráfarandi óráðsstjórnar. Geðrænn vandi og vanlíðan ungs fólks hefur aukist til muna sl. ár. Sjálfsvígstíðni fólks hefur farið vaxandi um allan heim, fólk á öllum aldri. Ungt fólk hefur orðið sérstaklega vart við þennan mikla samfélagslega vanda, svo vægt sé til orða tekið. Í mínu umhverfi hafa fimm einstaklingar kvatt þetta jarðvist vegna andlegs vanlíðan. Þessi missir af fólki er skýr í umhverfi ungs fólks. Allt of margir vinir, kollegar og samferðamenn hafa fallið fyrir eigin hendi. Það er augljóst að við sem samfélag verðum að gera betur í þessum málum. Við erum farin að ræða þetta í mun meiri mæli en áður. Það er ekki nóg. Við þurfum að stíga inn sem samfélag, nýta kosningarétt okkar og styðja við flokka sem setja geðheilbrigðismál á oddinn. Það að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hafi verið ófjármögnuð sl. ár af hálfu fráfarandi ríkisstjórnar er óskiljanlegt. Hver króna sem fer í fyrirbyggjandi aðgerðir bjargar fólki frá því að fara þessa leið. Sú króna mun koma margfalt til baka. Í formi þátttöku í samfélaginu, framleiðni, skatttekna o.s.frv. Fyrir utan allar þær tilfinningalegu afleiðingar sem fráfall ungs fólks á besta aldri hefur á okkur öll. Við verðum að gera betur í þessu fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ef við ætlum að byggja réttlátt samfélag fyrir komandi kynslóðir þá verðum við að grípa í taumana og útfæra aðgerðir. Viðreisn er sá flokkur sem hefur viðurkennt þennan vanda sem verkefni sem þarf að leysa. Það hefur flokkurinn sýnt í verki á Alþingi með lagasetningu. Viðreisn talar fyrir þessum málum hæðst allra flokka. Ég kýs Viðreisn. Vegna þess að ég vil ekki missa fleiri vini sem falla fyrir eigin hendi Það ættir þú líka að gera! Höfundur er forstöðumaður frístundaúrræðis, faðir og vinur félaga sem féllu fyrir eigin hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu var samþykkt á Alþingi af frumkvæði Viðreisnar. Niðurgreiðslan hefur hins vegar ekki verið fjármögnuð í valdatíð fráfarandi óráðsstjórnar. Geðrænn vandi og vanlíðan ungs fólks hefur aukist til muna sl. ár. Sjálfsvígstíðni fólks hefur farið vaxandi um allan heim, fólk á öllum aldri. Ungt fólk hefur orðið sérstaklega vart við þennan mikla samfélagslega vanda, svo vægt sé til orða tekið. Í mínu umhverfi hafa fimm einstaklingar kvatt þetta jarðvist vegna andlegs vanlíðan. Þessi missir af fólki er skýr í umhverfi ungs fólks. Allt of margir vinir, kollegar og samferðamenn hafa fallið fyrir eigin hendi. Það er augljóst að við sem samfélag verðum að gera betur í þessum málum. Við erum farin að ræða þetta í mun meiri mæli en áður. Það er ekki nóg. Við þurfum að stíga inn sem samfélag, nýta kosningarétt okkar og styðja við flokka sem setja geðheilbrigðismál á oddinn. Það að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hafi verið ófjármögnuð sl. ár af hálfu fráfarandi ríkisstjórnar er óskiljanlegt. Hver króna sem fer í fyrirbyggjandi aðgerðir bjargar fólki frá því að fara þessa leið. Sú króna mun koma margfalt til baka. Í formi þátttöku í samfélaginu, framleiðni, skatttekna o.s.frv. Fyrir utan allar þær tilfinningalegu afleiðingar sem fráfall ungs fólks á besta aldri hefur á okkur öll. Við verðum að gera betur í þessu fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ef við ætlum að byggja réttlátt samfélag fyrir komandi kynslóðir þá verðum við að grípa í taumana og útfæra aðgerðir. Viðreisn er sá flokkur sem hefur viðurkennt þennan vanda sem verkefni sem þarf að leysa. Það hefur flokkurinn sýnt í verki á Alþingi með lagasetningu. Viðreisn talar fyrir þessum málum hæðst allra flokka. Ég kýs Viðreisn. Vegna þess að ég vil ekki missa fleiri vini sem falla fyrir eigin hendi Það ættir þú líka að gera! Höfundur er forstöðumaður frístundaúrræðis, faðir og vinur félaga sem féllu fyrir eigin hendi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar