Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjötta þætti Af vængjum fram, þangað sem stjórnmálaleiðtogar mæta í aðdraganda kosninga og gæða sér á vængjum með sífellt sterkari sósu. Dagur segir aukaleikara sæta fordómum, rifjar upp knúskúltúr hans og Jóns Gnarr í ráðhúsinu og segir frá því hvers vegna hann heitir Dagur Bergþóruson.
Dagur segir að honum sé enn þann dag í dag þakkað fyrir leyniuppskrift að kjúklingavængjum sem hann deildi með þjóðinni í þætti Evu Laufeyjar á Stöð 2 fyrir tíu árum síðan. Hann rifjar líka upp tímann þegar hann sinnti eitrunarsíma bráðamóttökunnar enda lærður læknir, sýnir alvöru takta í grettukeppni og fræðir áhorfendur um anatómíu bragðlauka svo fátt eitt sé nefnt.
Horfa má á eldri þætti úr seríunni á sjónvarpsvef Vísis.