Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar 13. nóvember 2024 18:31 Ójöfnuður í samfélagi hefur mjög neikvæðar afleiðingar sem ná bæði til efnahagslegra og félagslegra þátta. Efnahagslegur ójöfnuður, þar sem stór munur er á tekjum og eignum milli hópa, getur leiðir til minni félagslegs hreyfanleika og takmarkar tækifæri til framfara hjá þeim sem minna mega sín. Þetta skapar hindranir fyrir þá sem búa við fátækt eða jaðarstöðu, þar sem aðgengi að menntun, heilsugæslu og öðrum grunnþörfum takmarkast. Slíkt umhverfi dregur líka úr framtaksvilja og áhuga einstaklinga á að bæta hag sinn og þarmeð samfélagið í heild. Auk þess veldur ójöfnuður alltaf aukinni félagslegri spennu og átökum milli ólíkra hópa í samfélaginu. Þegar mikill munur er á lífsskilyrðum fólks eykst tilfinning fyrir óréttlæti og óánægju, sem leiðir til félagslegrar upplausnar og jafnvel aukins ofbeldis. Þessi spenna eykur ekki aðeins streitu og vanlíðan meðal fólks heldur veikir einnig traust á stjórnvöldum og opinberum stofnunum, þar sem fólk telur að réttlæti og jöfnuður séu ekki tryggð. Ójöfnuður hefur einnig áhrif á heilsu samfélagsins í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að samfélög með mikinn ójöfnuð glíma við verri heilsufarslegar útkomur, svo sem hærri tíðni líkamlegra og andlegra sjúkdóma. Þar að auki hefur ójöfnuður áhrif á efnahagslega framleiðni. Þegar stórir hópar samfélagsins hafa lítið svigrúm til að bæta lífsskilyrði sín er erfiðara fyrir samfélagið að vaxa og þróast. Samfélag með miklum ójöfnuði stendur frammi fyrir áhættu á stöðnun og getur ekki nýtt hæfileika allra íbúa til fulls, sem dregur úr möguleikum á nýsköpun og þróun. Það er þetta sem við erum að sjá sem afleiðingu nýfrjálshyggjunnar, stefnu sem hægrið heldur á lofti og aðhyllist svipað og trúaðir trúarbrögð. Þessi stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru áköfustu málsvarar fyrir með Framsóknarflokkinn í eftirdragi, brýtur niður samfélög og veikir alla innviði samfélagsins og safnar þannig skuldum gagnvart komandi kynslóðum. Dæmi um innviða skuldir sem við sjáum nú þegar eru í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngumálum og síðast en ekki síst í loftlagsmálum þar sem skuldin er líklega stærst. Við verðum að hverfa af þessari braut, þessari óhefluðu kapítalísku braut, og finna nýjar sjálfbærar leiðir inn í framtíðina. Það verður ekki gert með því að kjósa aftur það sama 30. nóvember, fjórflokkurinn er allur sem einn á blindgötu, við þurfum eitthvað nýtt og róttækt sem leiðir okkur fram á við. Það sem við nú þekkjum sem nýfrjálshyggju, óheftaður kapítalismi „laissez-faire” , hafði annað nafn áður og það var gamall frjálshyggjukapítalismi eða „classical liberalism” sem var ríkjandi fyrir fyrri heimsstyrjöld og einkenndist þá sem nú af lágmarksafskiptum ríkisins af atvinnulífi og markaðsmálum. Á kreppuárunum milli stríða var það öllum ljóst að þetta var ógæfuspor og „gamaldags”, hafði hörmulegar afleiðingar í ójöfnuði og misskiptingu. Við erum komin á sama stað nú, við sjáum að Nýfrjálshyggjan „neolibaralism” er nákvæmlega það sama og hefur sömu afleiðingar. Því miður tíndu sósíaldemokratiskir flokkar á Vesturlöndum þessari vitneskju einhvers staðar á leiðinni í nýfrjálshyggjunni og eingöngu sósialistískir flokkar hafa haldið henni á lofti. Í næstu kosningum kemur því aðeins til greina að kjósa Sósíalistaflokkinn ef jöfnuður og réttlæti í samfélaginu er í fyrirrúmi. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ójöfnuður í samfélagi hefur mjög neikvæðar afleiðingar sem ná bæði til efnahagslegra og félagslegra þátta. Efnahagslegur ójöfnuður, þar sem stór munur er á tekjum og eignum milli hópa, getur leiðir til minni félagslegs hreyfanleika og takmarkar tækifæri til framfara hjá þeim sem minna mega sín. Þetta skapar hindranir fyrir þá sem búa við fátækt eða jaðarstöðu, þar sem aðgengi að menntun, heilsugæslu og öðrum grunnþörfum takmarkast. Slíkt umhverfi dregur líka úr framtaksvilja og áhuga einstaklinga á að bæta hag sinn og þarmeð samfélagið í heild. Auk þess veldur ójöfnuður alltaf aukinni félagslegri spennu og átökum milli ólíkra hópa í samfélaginu. Þegar mikill munur er á lífsskilyrðum fólks eykst tilfinning fyrir óréttlæti og óánægju, sem leiðir til félagslegrar upplausnar og jafnvel aukins ofbeldis. Þessi spenna eykur ekki aðeins streitu og vanlíðan meðal fólks heldur veikir einnig traust á stjórnvöldum og opinberum stofnunum, þar sem fólk telur að réttlæti og jöfnuður séu ekki tryggð. Ójöfnuður hefur einnig áhrif á heilsu samfélagsins í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að samfélög með mikinn ójöfnuð glíma við verri heilsufarslegar útkomur, svo sem hærri tíðni líkamlegra og andlegra sjúkdóma. Þar að auki hefur ójöfnuður áhrif á efnahagslega framleiðni. Þegar stórir hópar samfélagsins hafa lítið svigrúm til að bæta lífsskilyrði sín er erfiðara fyrir samfélagið að vaxa og þróast. Samfélag með miklum ójöfnuði stendur frammi fyrir áhættu á stöðnun og getur ekki nýtt hæfileika allra íbúa til fulls, sem dregur úr möguleikum á nýsköpun og þróun. Það er þetta sem við erum að sjá sem afleiðingu nýfrjálshyggjunnar, stefnu sem hægrið heldur á lofti og aðhyllist svipað og trúaðir trúarbrögð. Þessi stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru áköfustu málsvarar fyrir með Framsóknarflokkinn í eftirdragi, brýtur niður samfélög og veikir alla innviði samfélagsins og safnar þannig skuldum gagnvart komandi kynslóðum. Dæmi um innviða skuldir sem við sjáum nú þegar eru í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngumálum og síðast en ekki síst í loftlagsmálum þar sem skuldin er líklega stærst. Við verðum að hverfa af þessari braut, þessari óhefluðu kapítalísku braut, og finna nýjar sjálfbærar leiðir inn í framtíðina. Það verður ekki gert með því að kjósa aftur það sama 30. nóvember, fjórflokkurinn er allur sem einn á blindgötu, við þurfum eitthvað nýtt og róttækt sem leiðir okkur fram á við. Það sem við nú þekkjum sem nýfrjálshyggju, óheftaður kapítalismi „laissez-faire” , hafði annað nafn áður og það var gamall frjálshyggjukapítalismi eða „classical liberalism” sem var ríkjandi fyrir fyrri heimsstyrjöld og einkenndist þá sem nú af lágmarksafskiptum ríkisins af atvinnulífi og markaðsmálum. Á kreppuárunum milli stríða var það öllum ljóst að þetta var ógæfuspor og „gamaldags”, hafði hörmulegar afleiðingar í ójöfnuði og misskiptingu. Við erum komin á sama stað nú, við sjáum að Nýfrjálshyggjan „neolibaralism” er nákvæmlega það sama og hefur sömu afleiðingar. Því miður tíndu sósíaldemokratiskir flokkar á Vesturlöndum þessari vitneskju einhvers staðar á leiðinni í nýfrjálshyggjunni og eingöngu sósialistískir flokkar hafa haldið henni á lofti. Í næstu kosningum kemur því aðeins til greina að kjósa Sósíalistaflokkinn ef jöfnuður og réttlæti í samfélaginu er í fyrirrúmi. Höfundur er sósíalisti.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun