Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:17 Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað ætli það kosti okkur? Það þarf ekki að fara langt til þess að finna dæmi. Fyrir ári síðan skall á eldgos við Sundhnúkagíga og um 3500 manns þurftu að flýja heimili sín. Alls er áætlaður stuðningur ríkissjóðs við Grindavík árin 2023 og 2024 um 80 milljarðar króna. Árið 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði vegna mikillar rigningar. Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði var metinn á um hálfan milljarð. Þótt eldgosið við Sundhnúkagíga hafi ekki verið afleiðing loftslagsbreytinga varpa bæði þessara dæma fram skýra mynd um þau atvik sem verða algengari með loftslagsbreytingum og hve kostnaðarsamar náttúruhamfarir geta verið fyrir ríkið. Glöggir lesendur spyrja sig eflaust hvers vegna einungis efnahagurinn er undirstrikaður í ofantöldum hamförum, þar af í atviki sem má kalla eitt stærsta samfélagslega áfall Íslendinga seinustu ára þar sem þúsundir manna misstu heimili sín. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagurinn trompar alltaf allt annað í nútímasamfélagi. Það er ástæðan fyrir því að Viðskiptaráði þykir í lagi að undirstrika efnahagslega tapið sem felst í því að tryggja fæðuöryggi, jafnrétti, húsnæðisöryggi, menningu (og efnahagslegt öryggi!) í íslensku samfélagi. Það er grófur miskilningur falinn í því að einangra loftslagsmálin frá öðrum málaflokkum, þar sem loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Samfélagið okkar byggir á því loftslagi sem við þekkjum núna. Innviðir okkar og vegir eru byggðir í samræmi við veðurfar, viðráðanlegt verð á matvælum byggir á því að uppskeran bregðist ekki úti í heimi og menningin okkar rís upp úr þeirri náttúrudýrð sem má finna hér á landi. Nú þegar kosningar eru í vændum skiptir máli að hugsa hlutina í sínu heildarsamhengi og spyrja sig hvort þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á ofangreind málefni hugsi um þau í samhengi við veðurfarsbreytingar. Að sama skapi verða loftslagsáherslur að samsvara öðrum samfélagslegum þáttum, því loftslagsmálin snúast ekki einungis um það að vernda umhverfið, heldur að vernda samfélagið. Hugsi stjórnmálamenn ekki um þessi mikilvægu málefni í samhengi við hnattræna hlýnun, byggja kosningarloforð þeirra á fölskum forsendum. Höfundur er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Efnahagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað ætli það kosti okkur? Það þarf ekki að fara langt til þess að finna dæmi. Fyrir ári síðan skall á eldgos við Sundhnúkagíga og um 3500 manns þurftu að flýja heimili sín. Alls er áætlaður stuðningur ríkissjóðs við Grindavík árin 2023 og 2024 um 80 milljarðar króna. Árið 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði vegna mikillar rigningar. Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði var metinn á um hálfan milljarð. Þótt eldgosið við Sundhnúkagíga hafi ekki verið afleiðing loftslagsbreytinga varpa bæði þessara dæma fram skýra mynd um þau atvik sem verða algengari með loftslagsbreytingum og hve kostnaðarsamar náttúruhamfarir geta verið fyrir ríkið. Glöggir lesendur spyrja sig eflaust hvers vegna einungis efnahagurinn er undirstrikaður í ofantöldum hamförum, þar af í atviki sem má kalla eitt stærsta samfélagslega áfall Íslendinga seinustu ára þar sem þúsundir manna misstu heimili sín. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagurinn trompar alltaf allt annað í nútímasamfélagi. Það er ástæðan fyrir því að Viðskiptaráði þykir í lagi að undirstrika efnahagslega tapið sem felst í því að tryggja fæðuöryggi, jafnrétti, húsnæðisöryggi, menningu (og efnahagslegt öryggi!) í íslensku samfélagi. Það er grófur miskilningur falinn í því að einangra loftslagsmálin frá öðrum málaflokkum, þar sem loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Samfélagið okkar byggir á því loftslagi sem við þekkjum núna. Innviðir okkar og vegir eru byggðir í samræmi við veðurfar, viðráðanlegt verð á matvælum byggir á því að uppskeran bregðist ekki úti í heimi og menningin okkar rís upp úr þeirri náttúrudýrð sem má finna hér á landi. Nú þegar kosningar eru í vændum skiptir máli að hugsa hlutina í sínu heildarsamhengi og spyrja sig hvort þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á ofangreind málefni hugsi um þau í samhengi við veðurfarsbreytingar. Að sama skapi verða loftslagsáherslur að samsvara öðrum samfélagslegum þáttum, því loftslagsmálin snúast ekki einungis um það að vernda umhverfið, heldur að vernda samfélagið. Hugsi stjórnmálamenn ekki um þessi mikilvægu málefni í samhengi við hnattræna hlýnun, byggja kosningarloforð þeirra á fölskum forsendum. Höfundur er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar