Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:15 Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands á alls um 450 jarðir og þar af fara Ríkiseignir með daglega umsýslu um 315 jarða. Flestar jarðir í umsjón Ríkiseigna eru í ábúð en 122 ábúðarsamningar eru í gildi hjá Ríkiseignum vegna bújarða.” Stóra spurning er hvað verður um ríkisjarðirnar þegar bændur hætta búskap, þá venjulega vegna aldurs, veikinda eða breyttra aðstæðna? Venjan er að bóndinn selji landbúnaðartækin og allt sem snýr að rekstri búsins, öllum búfénaði er slátrað. Jörðinni skilað inn til Ríkiseigna, bændum borgað út húsin á jörðinni og fyrir ræktunina. Þetta eru þung spor fyrir bændur sem hafa lagt líf sitt og sál við ræktun á góðum bústofn og ræktun landsins. Sem jafnvel hefur byggst upp í áratugi og í gegnum nokkrar kynslóðir. Margir bændur eiga uppáhalds og dekurdýr innan bústofnsins hvort sem það eru kýr, kindur eða hross. Eins og flest öllum starfstéttum þá þykir þeim vænt um og eru stoltir af æviverkum sínum. Eðli málsins samkvæmt fylgir sorg og þung spor fyrir bændur að sjá ævistarf þeirra líða undir lok með þessum hætti. Ríkiseignir torvelda nýliðun Á þessum tímapunkti þá er engin starfsemi á jörðinni, þar sem áður var full starfsemi, hugsjón, metnaður og líf með gleði og sorgum. Jörðin er lögð í eyði, húsakostur án hita og viðhalds sem leiðir til íbúðarhúsnæðið og útihús verða skemmdum og niðurníðslu að bráð. Þetta er ákvörðun Ríkiseigna og er mikill skaði fyrir landbúnað og byggðir landsins. Gefum ungum bændum tækifæri Í stað þess að Ríkiseignir framleiði eyðijarðir með aðgerðarleysi, þá gætu Ríkiseignir auglýst eftir ábúanda sem ætlar að stunda búskap á jörðinni. Ábúandinn tæki þá við jörðinni í fullum rekstri með vélum, bústofn og ræktun. Slíkt fyrirkomulag er tilvalið tækifæri fyrir unga bændur að grípa sem tryggir nýliðun innan bændastéttarinnar. Að auki eru dæmi um að Ríkiseignir séu að koma í veg fyrir kynslóðaskipti á bújörðum með því að banna að byggja nýjar byggingar sem innihalda nútíma búskapahætti, nema með því skilyrði að ríkið þurfi ekki að kaupa nýbyggingar þegar búskap er hætt á jörðinni. Það er óhætt að segja að Ríkiseignir standa í vegi fyrir nýliðun innan bændastéttarinnar. Ríkiseignir geta boðið bændum upp á hagstæð lán þegar þeir taka við ríkisjörðum í fullum rekstri, til að geta keypt vélar og bústofn sem fyrrum ábúandi hefur fjárfest í og ræktað í gegnum árin. Í stefnu Sósíalistaflokks Íslands í landbúnaðar- og matvælamálum segir: „Bæta skal kjör bænda og þeir viðurkenndir sem sá mikilvægi hluti framvarðarsveitar landsmanna sem þeir eru í raun svo tryggja megi fæðuöryggi og sjálfbærni. Þá séu nýsköpunarstyrkir til bænda auknir og einnig verði boðið uppá hagstæð lán til framkvæmda, nýsköpunar og nýliðunar.“ Er ekki komin tími til að bændur kjósi nýjar áherslur fyrir velferð og framtíðar möguleika landbúnaðarins? Nú er rétti tímin til að kjósa Sósíalistaflokk Íslands með því að setja X við J Höfundur skipar 4. sæti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Heimildir Stjórnarráð Íslands. (e.d.). Ríkisjarðir og annað land í eigu ríkisins. https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/eignir-rikisins/rikisjardir-og-annad-land-i-eigu-rikisins/ Sósíalistaflokkur Íslands. (2020, 3. júní). Landbúnaðar- og matvælamál. https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/landbunadar-og-matvaelamal/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands á alls um 450 jarðir og þar af fara Ríkiseignir með daglega umsýslu um 315 jarða. Flestar jarðir í umsjón Ríkiseigna eru í ábúð en 122 ábúðarsamningar eru í gildi hjá Ríkiseignum vegna bújarða.” Stóra spurning er hvað verður um ríkisjarðirnar þegar bændur hætta búskap, þá venjulega vegna aldurs, veikinda eða breyttra aðstæðna? Venjan er að bóndinn selji landbúnaðartækin og allt sem snýr að rekstri búsins, öllum búfénaði er slátrað. Jörðinni skilað inn til Ríkiseigna, bændum borgað út húsin á jörðinni og fyrir ræktunina. Þetta eru þung spor fyrir bændur sem hafa lagt líf sitt og sál við ræktun á góðum bústofn og ræktun landsins. Sem jafnvel hefur byggst upp í áratugi og í gegnum nokkrar kynslóðir. Margir bændur eiga uppáhalds og dekurdýr innan bústofnsins hvort sem það eru kýr, kindur eða hross. Eins og flest öllum starfstéttum þá þykir þeim vænt um og eru stoltir af æviverkum sínum. Eðli málsins samkvæmt fylgir sorg og þung spor fyrir bændur að sjá ævistarf þeirra líða undir lok með þessum hætti. Ríkiseignir torvelda nýliðun Á þessum tímapunkti þá er engin starfsemi á jörðinni, þar sem áður var full starfsemi, hugsjón, metnaður og líf með gleði og sorgum. Jörðin er lögð í eyði, húsakostur án hita og viðhalds sem leiðir til íbúðarhúsnæðið og útihús verða skemmdum og niðurníðslu að bráð. Þetta er ákvörðun Ríkiseigna og er mikill skaði fyrir landbúnað og byggðir landsins. Gefum ungum bændum tækifæri Í stað þess að Ríkiseignir framleiði eyðijarðir með aðgerðarleysi, þá gætu Ríkiseignir auglýst eftir ábúanda sem ætlar að stunda búskap á jörðinni. Ábúandinn tæki þá við jörðinni í fullum rekstri með vélum, bústofn og ræktun. Slíkt fyrirkomulag er tilvalið tækifæri fyrir unga bændur að grípa sem tryggir nýliðun innan bændastéttarinnar. Að auki eru dæmi um að Ríkiseignir séu að koma í veg fyrir kynslóðaskipti á bújörðum með því að banna að byggja nýjar byggingar sem innihalda nútíma búskapahætti, nema með því skilyrði að ríkið þurfi ekki að kaupa nýbyggingar þegar búskap er hætt á jörðinni. Það er óhætt að segja að Ríkiseignir standa í vegi fyrir nýliðun innan bændastéttarinnar. Ríkiseignir geta boðið bændum upp á hagstæð lán þegar þeir taka við ríkisjörðum í fullum rekstri, til að geta keypt vélar og bústofn sem fyrrum ábúandi hefur fjárfest í og ræktað í gegnum árin. Í stefnu Sósíalistaflokks Íslands í landbúnaðar- og matvælamálum segir: „Bæta skal kjör bænda og þeir viðurkenndir sem sá mikilvægi hluti framvarðarsveitar landsmanna sem þeir eru í raun svo tryggja megi fæðuöryggi og sjálfbærni. Þá séu nýsköpunarstyrkir til bænda auknir og einnig verði boðið uppá hagstæð lán til framkvæmda, nýsköpunar og nýliðunar.“ Er ekki komin tími til að bændur kjósi nýjar áherslur fyrir velferð og framtíðar möguleika landbúnaðarins? Nú er rétti tímin til að kjósa Sósíalistaflokk Íslands með því að setja X við J Höfundur skipar 4. sæti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Heimildir Stjórnarráð Íslands. (e.d.). Ríkisjarðir og annað land í eigu ríkisins. https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/eignir-rikisins/rikisjardir-og-annad-land-i-eigu-rikisins/ Sósíalistaflokkur Íslands. (2020, 3. júní). Landbúnaðar- og matvælamál. https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/landbunadar-og-matvaelamal/
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun