Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar 12. nóvember 2024 14:32 Vorið 2011 samþykkti Alþingi Íslands lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þetta var merkileg stund, ekki einungis vegna þess að íslenskt mál var lögfest sem þjóðtunga Íslendinga, heldur einnig fyrir þær sakir að íslenskt táknmál (hér eftir ÍTM) var gert jafnrétthátt íslenskunni eftir áralanga baráttu táknmálsfólks (döff). Uppi á áhorfendapöllum Alþingis sat þetta öfluga döff baráttufólk og einhver þeirra felldu tár af hamingju. Loksins var réttlætinu náð, loksins var móðurmál þeirra viðurkennt, loksins hafði baráttan skilað sér. ÍTM hafði verið lögfest og það ekki sem minnihlutamál, heldur jafn mikilvægt og íslenskan, döff og heyrandi Íslendingar urðu jöfn fyrir lögum óháð tungumáli. Framtíðin virtist björt. Síðan eru liðin meira en þrettán ár, en lítið virðist hafa breyst. Þó hafa einhverjar þingsályktanir verið lagðar fram, gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) hefur verið breytt, fréttir á RÚV táknmálstúlkaðar svo eitthvað sé nefnt. Enn er þó langt í land í að fullu jafnrétti milli heyrandi og heyrnarlausra sé náð. Aðgengi að táknmálstúlkaþjónustu er takmarkað og dæmi um að foreldrar heyrnarlausra barna flýja land vegna ófullnægjandi þjónustu á grundvelli ÍTM, í raun er sjálft táknmálið okkar í útrýmingarhættu. Undirrituð hefði til dæmis aldrei tekið ákvörðun um að fara í framboð, nema fyrir þær sakir að Samfylkingin er tilbúin að greiða fyrir nauðsynlega táknmálstúlkaþjónustu fáist ekki táknmálstúlkar frá SHH til að tryggja þátttöku í kosningabaráttunni og störfum innan flokksins. Í dag er kerfið ekki notendamiðað fyrir táknmálsfólk, til dæmis er atvinnutúlkun ekki tryggð og auk þess fer það fjármagn sem sett er í félagslega táknmálstúlkun inn í rekstur SHH sem gerir það að verkum að notendur túlkaþjónustunnar hafa ekkert val um hver túlkar fyrir þá. Þeir eru háðir því að SHH úthluti þeim túlkum og geta ekki treyst því að fá túlka sem þeir telja henta fyrir sig. Á sama tíma eru til staðar sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar, sem kjósa að starfa utan stofnunarinnar en þeir hafa engan aðgang að þessu fjármagni og því neyðast þeir notendur sem kjósa að leita til þeirra að greiða þeim úr eigin vasa fái þeir synjun um þjónustu frá SHH fyrir félagslega túlkun. Auk þess starfa túlkar umræddrar stofnunar einungis á dagvinnutíma og ber ekki skylda til þess að sinna verkefnum um kvöld og helgar. Þetta lendir illa á þeim sem þurfa nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda, og má hér til dæmis nefna Neyðarlínuna. Túlkar geta skráð sig á lista hjá 112, ef notandi slasar sig um miðja nótt þá hringir Neyðarlínan í þá túlka sem eru á listanum, en umræddir túlkar eru ekki á bakvakt og ber engin skylda til að taka verkefnið að sér. Það er alls ekki víst að neinn túlkur sé laus og geti brunað upp á bráðamóttöku, en það er enginn á eiginlegri bakvakt, eða á vakt yfirhöfuð. Í sterku velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að lifa við slíkt óöryggi, upplifa sig sem byrði á kerfið, né að greiða úr eigin vasa til að fá nauðsynlega þjónustu. Núgildandi verklag samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvað segja þessi lög sem minnst var á hér fyrir ofan aftur? 3. gr. laganna fjalla um íslenskt táknmál. Þar kemur skýrt fram að íslenskt táknmál sé fyrsta mál fólks sem þurfa það til að tjá sig. Í 1. mrg. 3. gr. er lögð þú skylda á stjórnvöld að hlúa að ÍTM og styðja. Loks segir í 4. mgr. orðrétt: „Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða [samþætting sjón- og heyrnarskerðingar] 1) hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.“ Leiðir til að bæta úr þessu er að gera heildarendurskoðun á kerfinu. Þá er brýnt að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum þarf að taka samtalið um þetta, ef enginn segir neitt um glufurnar í kerfinu gerist ekkert. Samfylkingin er með plan, vill sterka velferð og heilbrigðisþjónustu og að lögfesta umræddan samning. Höfundur er ritlistarnemi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem talar bæði íslensku og íslenskt táknmál og situr i 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Vorið 2011 samþykkti Alþingi Íslands lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þetta var merkileg stund, ekki einungis vegna þess að íslenskt mál var lögfest sem þjóðtunga Íslendinga, heldur einnig fyrir þær sakir að íslenskt táknmál (hér eftir ÍTM) var gert jafnrétthátt íslenskunni eftir áralanga baráttu táknmálsfólks (döff). Uppi á áhorfendapöllum Alþingis sat þetta öfluga döff baráttufólk og einhver þeirra felldu tár af hamingju. Loksins var réttlætinu náð, loksins var móðurmál þeirra viðurkennt, loksins hafði baráttan skilað sér. ÍTM hafði verið lögfest og það ekki sem minnihlutamál, heldur jafn mikilvægt og íslenskan, döff og heyrandi Íslendingar urðu jöfn fyrir lögum óháð tungumáli. Framtíðin virtist björt. Síðan eru liðin meira en þrettán ár, en lítið virðist hafa breyst. Þó hafa einhverjar þingsályktanir verið lagðar fram, gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) hefur verið breytt, fréttir á RÚV táknmálstúlkaðar svo eitthvað sé nefnt. Enn er þó langt í land í að fullu jafnrétti milli heyrandi og heyrnarlausra sé náð. Aðgengi að táknmálstúlkaþjónustu er takmarkað og dæmi um að foreldrar heyrnarlausra barna flýja land vegna ófullnægjandi þjónustu á grundvelli ÍTM, í raun er sjálft táknmálið okkar í útrýmingarhættu. Undirrituð hefði til dæmis aldrei tekið ákvörðun um að fara í framboð, nema fyrir þær sakir að Samfylkingin er tilbúin að greiða fyrir nauðsynlega táknmálstúlkaþjónustu fáist ekki táknmálstúlkar frá SHH til að tryggja þátttöku í kosningabaráttunni og störfum innan flokksins. Í dag er kerfið ekki notendamiðað fyrir táknmálsfólk, til dæmis er atvinnutúlkun ekki tryggð og auk þess fer það fjármagn sem sett er í félagslega táknmálstúlkun inn í rekstur SHH sem gerir það að verkum að notendur túlkaþjónustunnar hafa ekkert val um hver túlkar fyrir þá. Þeir eru háðir því að SHH úthluti þeim túlkum og geta ekki treyst því að fá túlka sem þeir telja henta fyrir sig. Á sama tíma eru til staðar sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar, sem kjósa að starfa utan stofnunarinnar en þeir hafa engan aðgang að þessu fjármagni og því neyðast þeir notendur sem kjósa að leita til þeirra að greiða þeim úr eigin vasa fái þeir synjun um þjónustu frá SHH fyrir félagslega túlkun. Auk þess starfa túlkar umræddrar stofnunar einungis á dagvinnutíma og ber ekki skylda til þess að sinna verkefnum um kvöld og helgar. Þetta lendir illa á þeim sem þurfa nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda, og má hér til dæmis nefna Neyðarlínuna. Túlkar geta skráð sig á lista hjá 112, ef notandi slasar sig um miðja nótt þá hringir Neyðarlínan í þá túlka sem eru á listanum, en umræddir túlkar eru ekki á bakvakt og ber engin skylda til að taka verkefnið að sér. Það er alls ekki víst að neinn túlkur sé laus og geti brunað upp á bráðamóttöku, en það er enginn á eiginlegri bakvakt, eða á vakt yfirhöfuð. Í sterku velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að lifa við slíkt óöryggi, upplifa sig sem byrði á kerfið, né að greiða úr eigin vasa til að fá nauðsynlega þjónustu. Núgildandi verklag samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvað segja þessi lög sem minnst var á hér fyrir ofan aftur? 3. gr. laganna fjalla um íslenskt táknmál. Þar kemur skýrt fram að íslenskt táknmál sé fyrsta mál fólks sem þurfa það til að tjá sig. Í 1. mrg. 3. gr. er lögð þú skylda á stjórnvöld að hlúa að ÍTM og styðja. Loks segir í 4. mgr. orðrétt: „Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða [samþætting sjón- og heyrnarskerðingar] 1) hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.“ Leiðir til að bæta úr þessu er að gera heildarendurskoðun á kerfinu. Þá er brýnt að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum þarf að taka samtalið um þetta, ef enginn segir neitt um glufurnar í kerfinu gerist ekkert. Samfylkingin er með plan, vill sterka velferð og heilbrigðisþjónustu og að lögfesta umræddan samning. Höfundur er ritlistarnemi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem talar bæði íslensku og íslenskt táknmál og situr i 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun