Maðurinn, sem lögreglan segir heita Fan, er sagður hafa fundist í bílnum með hníf í hendi og áverka á hálsi sem hann er talinn hafa veitt sér sjálfur. AP fréttaveitan segir hann hafa verið meðvitundarlausan og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Óljóst er hver líðan hans er núna.
Lögreglan segir að fyrstu vísbendingar í málinu bendi til þess að Fan, sem var nýskilinn, hafi verið verulega ósáttur við hvernig eigum hans og eiginkonu hans var deilt á milli þeirra við skilnaðinn.
Árleg flugsýning kínverska hersins hófst í Zhuhai í morgun. Í frétt AP segir að fregnir og færslur af árásinni í borginni hafi verið þurrkaðar af samfélagsmiðlum í Kína og fréttir sem skrifaðar voru af kínverskum fjölmiðlum hafa verið fjarlægðar af netinu.
Myndbönd frá Zhuhai hafa þó verið í dreifingu á vestrænum samfélagsmiðlum.
11月12日,珠海体育中心已关闭,门外有警察驻守。 pic.twitter.com/ILlwCmftIE
— 李老师不是你老师 (@whyyoutouzhele) November 12, 2024