Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 10:47 Mig dreymdi martröð í nótt og vaknaði upp með andköfum og kvíðahnút í maganum. Í draumnum var leikskóli dóttur minnar lokaður í marga mánuði vegna kennaraverkfalls. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna hennar leikskóli var valinn og enginn svaraði spurningum örvæntingafullra foreldra um hversu lengi lokunin myndi standa yfir. Ráðamenn þjóðarinnar, ráðherrar, forseti og frambjóðendur kepptust við að tala um mikilvægi þess að hlúa að börnunum og stuðla að geðheilbrigði barna og unglinga. Þegar á þetta var bent hlógu þau öll og sögðust ekki ætla að skipta sér af - endu væru þau að gegna mikilvægari málum, þ.e. koma sér á framfæri og hefðu ekki tíma í svona smáatriði. Foreldrar fatlaðra barna reyndu að fá undanþágu fyrir sín börn en fengu heldur engin svör. Ég og hinir foreldrarnir komumst ekki í vinnuna og þurftum að taka út orlofsdaga eða launalaust leyfi - mjög hentugt svona rétt fyrir jól. Sumir foreldrar gátu ekki fengið frí frá vinnu og mættu með börnin sín í vinnuna, til dæmis að þrífa fyrirtæki og stofnanir. Ég sjálf reyndi að mæta í vinnu þegar ég gat, tróð dagskrá vikunnar inn á færri daga og reyndi að hlaupa hraðar. Ég starfaði sem læknir og var á mínu tíunda ári í námi til þess að verða sérfræðingur í geðlækningum. Námi sem myndi nú lengjast enn frekar vegna aðgerðanna. Inn á milli vinnudaga sat ég í dúkkuleik með dóttur minni og gat um fátt annað hugsað en hvernig hægt væri að leysa þessa stöðu. Börnin spurðu ítrekað um leikskólann sinn, vinina og kennarana sína og höfðu auðvitað engan skilning á stöðunni. Þau misstu af mörgum dýrmætum og mjög mikilvægum vikum þar sem þau fengu ekki að leika, læra og þroskast eins og jafnaldrar þeirra, fengu ekki að fara í samsöng, föndra fyrir jólin eða fara í gönguferðir með krökkunum. Foreldrar gerðu sitt besta til að halda rútínu og hafa dagskrá, fara á bókasafnið í þrítugasta sinn, hitta aðra bugaða foreldra og börn þeirra á yfirgefnum róló við leikskólann og baka köku númer sjötíu. Martröðin hélt áfram. Foreldrar reyndu að gagnrýna aðferðafræði verkfallsins og fá forystu Kennarasambandsins til að sjá að svona máttlausar aðgerðir settu enga pressu á samningsaðila og gerðu fátt annað en valda miklu uppnámi, óöryggi og ráðaleysi hjá örfáum börnum og fjölskyldum þeirra. Við þetta forhertust forystumenn KÍ og sögðust ekki ætla breyta neinu, enda væru til milljarðar í verkfallssjóði og þeir gætu allt eins haldið þessu til streitu fram á næsta sumar. “Skítt með börnin” sögðu þeir. Þeim fannst eðlilegt að láta nokkur tveggja til sex ára börn bera hitann og þungan af sinni kjarabaráttu. Aðspurðir um sínar kröfur komu heldur engin skýr svör og samningsaðilar virtust ekki hafa hugmynd um hverjar kröfurnar væru. Þegar þeim var ítrekað bent á að skynsamlegra væri að dreifa verkfallinu á fleiri skóla og setja inn tímabundnar lokanir á hverjum stað létu þeir það sem vind um eyru þjóta. Þeir hlustuðu ekki á óp foreldra um fáir væru meðvitaðir um verkfallsaðgerðirnar og flestum væri sama. Draumurinn batnaði aðeins þegar Umboðsmaður Barna steig inn í og benti á að verið væri að mismuna börnum harkalega og það gengi þvert á samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Hún benti jafnframt á að verkfallið myndi hafa verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin. En allt kom fyrir ekki. Enginn hlustaði eða greip inn í. Eftir margar vikur og mánuði í baráttu höfðu foreldrar ekki lengur þrótt til að berjast - enda hafði baráttan engu skilað. Börnin höfðu gleymt leikskólanum og vissu ekki lengur hvernig rútínan þeirra væri. Þau voru orðin vön að flakka á milli heimila foreldra, ömmu og afa og annarra sem gættu þeirra á daginn. Mörg barnanna fundu fyrir auknum kvíða og óöryggi þar sem leikskólinn hafði verið þeirra griðarstaður en það öryggi var hrifsað frá þeim á einu augnabliki. Að vinda ofan af afleiðingum verkfallsins átti eftir að taka marga mánuði og ár og sum börnin jöfnuðu sig aldrei. Þetta var einn af þeim óþægilegu draumum þar sem maður kemst ekki úr sporunum og öskrar út í myrkrið en allir ganga fram hjá þér og enginn hlustar. Gott að þetta var bara draumur…. Höfundur er læknir og móðir þriggja ára leikskólabarns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármál framhaldsskóla Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Sjá meira
Mig dreymdi martröð í nótt og vaknaði upp með andköfum og kvíðahnút í maganum. Í draumnum var leikskóli dóttur minnar lokaður í marga mánuði vegna kennaraverkfalls. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna hennar leikskóli var valinn og enginn svaraði spurningum örvæntingafullra foreldra um hversu lengi lokunin myndi standa yfir. Ráðamenn þjóðarinnar, ráðherrar, forseti og frambjóðendur kepptust við að tala um mikilvægi þess að hlúa að börnunum og stuðla að geðheilbrigði barna og unglinga. Þegar á þetta var bent hlógu þau öll og sögðust ekki ætla að skipta sér af - endu væru þau að gegna mikilvægari málum, þ.e. koma sér á framfæri og hefðu ekki tíma í svona smáatriði. Foreldrar fatlaðra barna reyndu að fá undanþágu fyrir sín börn en fengu heldur engin svör. Ég og hinir foreldrarnir komumst ekki í vinnuna og þurftum að taka út orlofsdaga eða launalaust leyfi - mjög hentugt svona rétt fyrir jól. Sumir foreldrar gátu ekki fengið frí frá vinnu og mættu með börnin sín í vinnuna, til dæmis að þrífa fyrirtæki og stofnanir. Ég sjálf reyndi að mæta í vinnu þegar ég gat, tróð dagskrá vikunnar inn á færri daga og reyndi að hlaupa hraðar. Ég starfaði sem læknir og var á mínu tíunda ári í námi til þess að verða sérfræðingur í geðlækningum. Námi sem myndi nú lengjast enn frekar vegna aðgerðanna. Inn á milli vinnudaga sat ég í dúkkuleik með dóttur minni og gat um fátt annað hugsað en hvernig hægt væri að leysa þessa stöðu. Börnin spurðu ítrekað um leikskólann sinn, vinina og kennarana sína og höfðu auðvitað engan skilning á stöðunni. Þau misstu af mörgum dýrmætum og mjög mikilvægum vikum þar sem þau fengu ekki að leika, læra og þroskast eins og jafnaldrar þeirra, fengu ekki að fara í samsöng, föndra fyrir jólin eða fara í gönguferðir með krökkunum. Foreldrar gerðu sitt besta til að halda rútínu og hafa dagskrá, fara á bókasafnið í þrítugasta sinn, hitta aðra bugaða foreldra og börn þeirra á yfirgefnum róló við leikskólann og baka köku númer sjötíu. Martröðin hélt áfram. Foreldrar reyndu að gagnrýna aðferðafræði verkfallsins og fá forystu Kennarasambandsins til að sjá að svona máttlausar aðgerðir settu enga pressu á samningsaðila og gerðu fátt annað en valda miklu uppnámi, óöryggi og ráðaleysi hjá örfáum börnum og fjölskyldum þeirra. Við þetta forhertust forystumenn KÍ og sögðust ekki ætla breyta neinu, enda væru til milljarðar í verkfallssjóði og þeir gætu allt eins haldið þessu til streitu fram á næsta sumar. “Skítt með börnin” sögðu þeir. Þeim fannst eðlilegt að láta nokkur tveggja til sex ára börn bera hitann og þungan af sinni kjarabaráttu. Aðspurðir um sínar kröfur komu heldur engin skýr svör og samningsaðilar virtust ekki hafa hugmynd um hverjar kröfurnar væru. Þegar þeim var ítrekað bent á að skynsamlegra væri að dreifa verkfallinu á fleiri skóla og setja inn tímabundnar lokanir á hverjum stað létu þeir það sem vind um eyru þjóta. Þeir hlustuðu ekki á óp foreldra um fáir væru meðvitaðir um verkfallsaðgerðirnar og flestum væri sama. Draumurinn batnaði aðeins þegar Umboðsmaður Barna steig inn í og benti á að verið væri að mismuna börnum harkalega og það gengi þvert á samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Hún benti jafnframt á að verkfallið myndi hafa verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin. En allt kom fyrir ekki. Enginn hlustaði eða greip inn í. Eftir margar vikur og mánuði í baráttu höfðu foreldrar ekki lengur þrótt til að berjast - enda hafði baráttan engu skilað. Börnin höfðu gleymt leikskólanum og vissu ekki lengur hvernig rútínan þeirra væri. Þau voru orðin vön að flakka á milli heimila foreldra, ömmu og afa og annarra sem gættu þeirra á daginn. Mörg barnanna fundu fyrir auknum kvíða og óöryggi þar sem leikskólinn hafði verið þeirra griðarstaður en það öryggi var hrifsað frá þeim á einu augnabliki. Að vinda ofan af afleiðingum verkfallsins átti eftir að taka marga mánuði og ár og sum börnin jöfnuðu sig aldrei. Þetta var einn af þeim óþægilegu draumum þar sem maður kemst ekki úr sporunum og öskrar út í myrkrið en allir ganga fram hjá þér og enginn hlustar. Gott að þetta var bara draumur…. Höfundur er læknir og móðir þriggja ára leikskólabarns.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun