Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. nóvember 2024 19:45 Jón Gunnarsson segir að sonur sinn sé miður sín vegna hlerunar á samtali hans. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að hann hafi sakað blaðamenn um að standa í hlerunum sem beindust að syni hans, Gunnari Bergmann Jónssyni. Hann setur þó spurningamerki við vinnubrögð blaðamanna. Þetta kom fram í viðtali við Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Jón starfar nú sem sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Hann greindi frá því í færslu á Facebook í morgun að erlendur maður hefði villt á sér heimildir við son sinn í þeim tilgangi að koma höggi á sig. Hann hefði gert leynilegar upptökur af Gunnari ræða um sig og hvalveiðar undir því yfirskini að um viðskipti væri að ræða. „Það er algjör misskilningur að ég hafi sakað blaðamenn Heimildarinnar um að standa að þessum hlerunum. Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það,“ sagði Jón. „Aftur á móti eru það blaðamenn Heimildarinnar sem hringja samtímis, á sömu mínútunni, annars vegar í mig og hins vegar í son minn til þess að tilkynna að þetta skuespil sem hann er búinn að vera þátttakandi í, núna í tæpa tvo mánuði, þar sem hann er blekktur mjög illilega, að það hafi allt saman verið leikrit, og að það séu af honum hljóð- og myndupptökur.“ Jón segir að þó hann hafi ekki haldið því fram að blaðamenn Heimildarinnar hefðu tekið beinan þátt í hlerununum, þá taki þeir þátt með því að taka við umræddum upplýsingum og vinna fréttir upp úr þeim. „Mér finnst vera umhugsunarefni að íslenskur fjölmiðill skuli vera tilbúinn að taka þátt í upplýsingum sem eru svona fengnar og vera þáttakandi í að birta þetta. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki gert það. Aðrir fjölmiðlar fengu þetta sent og þeir eru þeir einu sem ganga til verks.“ Býður sig fram vegna hvatningar fólks um allt land Heimildin birti í dag umfjöllun sem byggir á upptökunni, samtali huldumannsins við Gunnar. Haft er eftir Gunnari að Jón hafi sett það sem kröfu að fá stöðu í matvælaráðuneytinu ef hann ætti að taka sæti á framboðslista flokksins. Í Heimildinni segir að með því gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson segir eftir að hann laut í lægra haldi gegn Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, um annað sæti á lista flokksins í Kraganum hafi hann ákveðið að hætta í pólitík. Í kjölfarið hafi honum borist mikil hvatning frá fólki um allt land um að halda áfram í stjórnmálum. Fólkið sé ástæða þess að hann ætli sér að halda áfram. „Það er þess vegna sem ég tók sæti á lista flokksins, ekki fyrir Bjarna sérstaklega eða forystu flokksins, heldur fyrst og fremst út af beiðni þessa fólks.“ Sonurinn alveg miður sín Jón segir aðalmálið vera það að hann hafi komið sér í stjórnmál viðbúinn því að lenda í alls kyns slögum, en fjölskylda hans hafi ekki gert það. „Nú hefur komið í ljós að sonur minn, sem er nú bara svona fjölskyldufaðir hér í bænum og duglegur í sinni vinnu, lendir í klónum á þrautþjálfuðum leyniþjónustumönnum sem eru með reynslu og þekkingu í yfirheyrslutækni. Hann er teymdur út í einhver fúafen í þessari umræðu. Ég svara því til í þessari yfirlýsingu minni í morgun að þar hafi hann látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. Honum þykir þetta gríðarlega dapurt, eðlilega. Hann er miður sín yfir þessu. Og hvernig þetta hefur farið með hann og hans fjölskyldu núna á síðustu daga er auðvitað bara svakalegt.“ Bjarni segir að sér sé brugðið vegna málsins sem hefur verið á allra vörum í dag.Vísir/Vilhelm Bjarna brugðið Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tjáði sig stuttlega um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni síðdegis í dag. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessum vinnubrögðum og að það skuli verið gengið svona langt að því er virðist vera í nafni einhverra hagsmuna sem menn telja sig vera að vernda. Ég vil bara að það sé á hreinu að við erum að vanda okkur og við förum að lögum,“ sagði Bjarni.fot „Jón Gunnarsson, sem kemur með mér inn í matvælaráðuneytið, er aðstoðarmaður þar sem þýðir að hann hefur engin völd til að leiða nein mál til lykta neins staðar, en hann getur verið mér innan handar. Þetta mál sem um er rætt er bara í einhverju ferli og það alveg eftir að koma í ljós hvað gerist með það.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Jón starfar nú sem sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Hann greindi frá því í færslu á Facebook í morgun að erlendur maður hefði villt á sér heimildir við son sinn í þeim tilgangi að koma höggi á sig. Hann hefði gert leynilegar upptökur af Gunnari ræða um sig og hvalveiðar undir því yfirskini að um viðskipti væri að ræða. „Það er algjör misskilningur að ég hafi sakað blaðamenn Heimildarinnar um að standa að þessum hlerunum. Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það,“ sagði Jón. „Aftur á móti eru það blaðamenn Heimildarinnar sem hringja samtímis, á sömu mínútunni, annars vegar í mig og hins vegar í son minn til þess að tilkynna að þetta skuespil sem hann er búinn að vera þátttakandi í, núna í tæpa tvo mánuði, þar sem hann er blekktur mjög illilega, að það hafi allt saman verið leikrit, og að það séu af honum hljóð- og myndupptökur.“ Jón segir að þó hann hafi ekki haldið því fram að blaðamenn Heimildarinnar hefðu tekið beinan þátt í hlerununum, þá taki þeir þátt með því að taka við umræddum upplýsingum og vinna fréttir upp úr þeim. „Mér finnst vera umhugsunarefni að íslenskur fjölmiðill skuli vera tilbúinn að taka þátt í upplýsingum sem eru svona fengnar og vera þáttakandi í að birta þetta. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki gert það. Aðrir fjölmiðlar fengu þetta sent og þeir eru þeir einu sem ganga til verks.“ Býður sig fram vegna hvatningar fólks um allt land Heimildin birti í dag umfjöllun sem byggir á upptökunni, samtali huldumannsins við Gunnar. Haft er eftir Gunnari að Jón hafi sett það sem kröfu að fá stöðu í matvælaráðuneytinu ef hann ætti að taka sæti á framboðslista flokksins. Í Heimildinni segir að með því gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson segir eftir að hann laut í lægra haldi gegn Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, um annað sæti á lista flokksins í Kraganum hafi hann ákveðið að hætta í pólitík. Í kjölfarið hafi honum borist mikil hvatning frá fólki um allt land um að halda áfram í stjórnmálum. Fólkið sé ástæða þess að hann ætli sér að halda áfram. „Það er þess vegna sem ég tók sæti á lista flokksins, ekki fyrir Bjarna sérstaklega eða forystu flokksins, heldur fyrst og fremst út af beiðni þessa fólks.“ Sonurinn alveg miður sín Jón segir aðalmálið vera það að hann hafi komið sér í stjórnmál viðbúinn því að lenda í alls kyns slögum, en fjölskylda hans hafi ekki gert það. „Nú hefur komið í ljós að sonur minn, sem er nú bara svona fjölskyldufaðir hér í bænum og duglegur í sinni vinnu, lendir í klónum á þrautþjálfuðum leyniþjónustumönnum sem eru með reynslu og þekkingu í yfirheyrslutækni. Hann er teymdur út í einhver fúafen í þessari umræðu. Ég svara því til í þessari yfirlýsingu minni í morgun að þar hafi hann látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. Honum þykir þetta gríðarlega dapurt, eðlilega. Hann er miður sín yfir þessu. Og hvernig þetta hefur farið með hann og hans fjölskyldu núna á síðustu daga er auðvitað bara svakalegt.“ Bjarni segir að sér sé brugðið vegna málsins sem hefur verið á allra vörum í dag.Vísir/Vilhelm Bjarna brugðið Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tjáði sig stuttlega um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni síðdegis í dag. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessum vinnubrögðum og að það skuli verið gengið svona langt að því er virðist vera í nafni einhverra hagsmuna sem menn telja sig vera að vernda. Ég vil bara að það sé á hreinu að við erum að vanda okkur og við förum að lögum,“ sagði Bjarni.fot „Jón Gunnarsson, sem kemur með mér inn í matvælaráðuneytið, er aðstoðarmaður þar sem þýðir að hann hefur engin völd til að leiða nein mál til lykta neins staðar, en hann getur verið mér innan handar. Þetta mál sem um er rætt er bara í einhverju ferli og það alveg eftir að koma í ljós hvað gerist með það.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira