Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 07:00 Mikel Arteta, þjálfari Arsenal. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Mikel Arteta, þjálfari Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta, var ekki sáttur með að hans menn hafi aðeins náð í stig gegn Chelsea á Brúnni í stórleik helgarinnar. Arsenal komst yfir í leiknum en Pedro Neto jafnaði metin með góðu skoti fyrir utan teig. Arteta var hins vegar allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Drama in added time! 🍿Arsenal came this close to finding a winner 😳#CHEARS pic.twitter.com/cQUeSoodOR— Premier League (@premierleague) November 10, 2024 „Svekkelsið að ná ekki þremur stigum er meira og verður eflaust enn meira eftir að ég horfi aftur á leikinn. Mér fannst við vera með mikla yfirburði og vorum betra liðið í mörgum fösum leiksins. Eftir að við komumst yfir er ég mjög svekktur með hvernig við fengum á okkur markið. Það var svo slakt og eitthvað sem við getum ekki samþykkt.“ „Þetta kemur í kjölfarið á föstu leikatriði og við vorum ekki skipulagðir. Við vorum ekki nægilega fljótir að skila okkur í stöðu og þú getur ekki leyft sendingu eins og þessa. Þú þarft gæðin sem Neto sýndi en þetta var ekki nægilega gott af okkar hálfu,“ sagði Arteta um markið. „Martin Ödegaard hefur verið meiddur í sex vikur og varla æft með liðinu. Að geta spilað á þessu getustigi í ensku úrvalsdeildinni segir allt um hversu vel hann sér um sig og hvaða karakter hann býr yfir,“ sagði Arteta um miðjumanninn en sá norski lagði upp mark Arsenal í leiknum. „Allt flæðir betur með leikmenn eins og hann. Í dag smullum við mun betur saman og þú gast séð flæðið en aftur; þetta snýst um að vinna.“ „Á hverjum degi höfum við lent í því að þurfa breyta einhverju stóru. Höfum þurft að skipta um vél, skipta um dekk, skipta um stýri því við höfum lent í allskyns vandræðum. Venjulega gefast lið upp en þetta lið hefur sýnt ótrúlega orku og anda,“ sagði Arteta að endingu. Arsenal er með 19 stig eftir 11 umferðir líkt og þrjú önnur lið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti og Liverpool trónir á toppnum með 28 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Arsenal komst yfir í leiknum en Pedro Neto jafnaði metin með góðu skoti fyrir utan teig. Arteta var hins vegar allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Drama in added time! 🍿Arsenal came this close to finding a winner 😳#CHEARS pic.twitter.com/cQUeSoodOR— Premier League (@premierleague) November 10, 2024 „Svekkelsið að ná ekki þremur stigum er meira og verður eflaust enn meira eftir að ég horfi aftur á leikinn. Mér fannst við vera með mikla yfirburði og vorum betra liðið í mörgum fösum leiksins. Eftir að við komumst yfir er ég mjög svekktur með hvernig við fengum á okkur markið. Það var svo slakt og eitthvað sem við getum ekki samþykkt.“ „Þetta kemur í kjölfarið á föstu leikatriði og við vorum ekki skipulagðir. Við vorum ekki nægilega fljótir að skila okkur í stöðu og þú getur ekki leyft sendingu eins og þessa. Þú þarft gæðin sem Neto sýndi en þetta var ekki nægilega gott af okkar hálfu,“ sagði Arteta um markið. „Martin Ödegaard hefur verið meiddur í sex vikur og varla æft með liðinu. Að geta spilað á þessu getustigi í ensku úrvalsdeildinni segir allt um hversu vel hann sér um sig og hvaða karakter hann býr yfir,“ sagði Arteta um miðjumanninn en sá norski lagði upp mark Arsenal í leiknum. „Allt flæðir betur með leikmenn eins og hann. Í dag smullum við mun betur saman og þú gast séð flæðið en aftur; þetta snýst um að vinna.“ „Á hverjum degi höfum við lent í því að þurfa breyta einhverju stóru. Höfum þurft að skipta um vél, skipta um dekk, skipta um stýri því við höfum lent í allskyns vandræðum. Venjulega gefast lið upp en þetta lið hefur sýnt ótrúlega orku og anda,“ sagði Arteta að endingu. Arsenal er með 19 stig eftir 11 umferðir líkt og þrjú önnur lið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti og Liverpool trónir á toppnum með 28 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira