Þó kvöldið hafi eftir allt saman verið gríðarlega svekkjandi fyrir Haaland og félagar í Man City þá var hann á skotskónum á nýjan leik eftir markaþurrð ef horft er í tölfræði hans undanfarin ár.
Fyrir leikinn gegn Brighton hafði framherjinn skorað á öllum völlum sem hann hafði spilað á síðan hann kom til Englands nema þremur. Einn þeirra var heimavöllur Brighton, Falmer-völlurinn. Hinir tveir eru Anfield, heimavöllur Liverpool, og svo heimavöllur Brentford.
Haaland skoraði hins vegar í gær og á nú aðeins eftir að skora á tveimur völlum í ensku úrvalsdeildinni. Hann getur enn náð því markmiði á þessari leiktíð þar sem Man City á eftir að sækja topplið Liverpool heim á Anfield sem og að heimsækja Brentford.
19/21 - Erling Haaland has now scored at 19 of the 21 stadiums he's played at in the Premier League, only failing to do so at Anfield (2 games) and the Gtech Community Stadium (1 game). Inevitable. pic.twitter.com/aUvJ49tRZ4
— OptaJoe (@OptaJoe) November 9, 2024
Eftir markið gegn Brighton hefur Haaland nú skorað 75 mörk, og gefið 12 stoðsendingar, í 77 leikjum í ensku úrvlasdeildinni.