Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2024 13:02 Áður en tæknin og aukning í notkun fjarvinnutækni varð gat fólk tæplega flutt innanlands nema því stæði til boða atvinna á nýja staðnum. Í dag er komin upp allt önnur staða, góð nettenging er eina sem þarf til að geta sinnt atvinnu hvort sem það er á Siglufirði eða á Djúpavogi. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi að einhverju leyti dregið lappirnar í að tryggja örari þróun óstaðbundinna starfa þá hefur margt gott verið gert á vettvangi stofnanna ríkisins til þess að tryggja jafnari dreifingu opinberra starfa um allt land. Þrátt fyrir töluvert átak í jöfnun tækifæra þá er staðan sú að hlutfall opinberra starfa á höfuðborgarsvæði er töluvert umfram hlutfall íbúa svæðisins af heildar íbúafjölda landsins. Þetta er auðvitað afleiðing af meðvitaðri stefnu stjórnvalda um að þjappa störfum á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðið - stefna sem hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að takmarka búsetufrelsi fólks. Komist ég á þing vill ég efla búsetufrelsi, það er ekki nóg að geta sinnt vinnunni hvaðan sem er á landinu. Atvinna er auðvitað mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks, en það þarf fleira að koma til svo að hægt sé með markvissum hætti að jafna tækifæri allra svæða landsins. Nútímasamfélag þrífst ekki án nútíma innviða - það segir sig sjálft. Þess vegna er magnað að á landi eins og Íslandi þar sem fólk þarf nánast undantekningarlaust að ferðast yfir fjöll og firnindi hafi síðustu ríkisstjórn tekist að tryggja algjört stopp í gerð jarðgangna frá 2017! Þetta algjöra stopp í nýframkvæmdum er auðvitað lýsandi fyrir það frost sem innviðafjárfestingar hafa verið í á síðustu árum. En hvaða afleiðingar hefur það haft fyrir okkur sem þjóð að innviðafjárfestingar hafa verið látnar sitja á hakanum? Jú, það þýðir að reikningnum er einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir og verðmætum tíma sóað! Samfylkingin leggur fram grundvallarkröfu um framfarir í samgöngum, að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030 og að alltaf standi yfir framkvæmdir við 1-2 jarðgöng á hverjum tíma. Við frambjóðendur verðum að vera hreinskilin við kjósendur þegar kemur að innviðafjárfestingum, það er ekki hægt að auka innviðauppbyggingu og fara í niðurskurð á sama tíma og það mun kosta að takast á við vanrækslureikning síðustu ára. Höfundur skipar þriðja sæti á listi Samfylkingar - jafnaðarflokks Íslands í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjarvinna Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áður en tæknin og aukning í notkun fjarvinnutækni varð gat fólk tæplega flutt innanlands nema því stæði til boða atvinna á nýja staðnum. Í dag er komin upp allt önnur staða, góð nettenging er eina sem þarf til að geta sinnt atvinnu hvort sem það er á Siglufirði eða á Djúpavogi. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi að einhverju leyti dregið lappirnar í að tryggja örari þróun óstaðbundinna starfa þá hefur margt gott verið gert á vettvangi stofnanna ríkisins til þess að tryggja jafnari dreifingu opinberra starfa um allt land. Þrátt fyrir töluvert átak í jöfnun tækifæra þá er staðan sú að hlutfall opinberra starfa á höfuðborgarsvæði er töluvert umfram hlutfall íbúa svæðisins af heildar íbúafjölda landsins. Þetta er auðvitað afleiðing af meðvitaðri stefnu stjórnvalda um að þjappa störfum á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðið - stefna sem hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að takmarka búsetufrelsi fólks. Komist ég á þing vill ég efla búsetufrelsi, það er ekki nóg að geta sinnt vinnunni hvaðan sem er á landinu. Atvinna er auðvitað mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks, en það þarf fleira að koma til svo að hægt sé með markvissum hætti að jafna tækifæri allra svæða landsins. Nútímasamfélag þrífst ekki án nútíma innviða - það segir sig sjálft. Þess vegna er magnað að á landi eins og Íslandi þar sem fólk þarf nánast undantekningarlaust að ferðast yfir fjöll og firnindi hafi síðustu ríkisstjórn tekist að tryggja algjört stopp í gerð jarðgangna frá 2017! Þetta algjöra stopp í nýframkvæmdum er auðvitað lýsandi fyrir það frost sem innviðafjárfestingar hafa verið í á síðustu árum. En hvaða afleiðingar hefur það haft fyrir okkur sem þjóð að innviðafjárfestingar hafa verið látnar sitja á hakanum? Jú, það þýðir að reikningnum er einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir og verðmætum tíma sóað! Samfylkingin leggur fram grundvallarkröfu um framfarir í samgöngum, að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030 og að alltaf standi yfir framkvæmdir við 1-2 jarðgöng á hverjum tíma. Við frambjóðendur verðum að vera hreinskilin við kjósendur þegar kemur að innviðafjárfestingum, það er ekki hægt að auka innviðauppbyggingu og fara í niðurskurð á sama tíma og það mun kosta að takast á við vanrækslureikning síðustu ára. Höfundur skipar þriðja sæti á listi Samfylkingar - jafnaðarflokks Íslands í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar