Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar 8. nóvember 2024 16:32 Það verður sífellt sýnilegra í Íslenskum stjórnmálum hvernig sumir ætla sér áfram til metorða með skítkasti og leiðindum einum saman, en eiga svo fá svör önnur en „við erum með plan“, „af því bara“ eða „ég veit það ekki alveg“, „þegar stórt er spurt“. Það er fyrir öllu að fólkið sem stýrir landinu geri það af öllum krafti fyrir fólkið í landinu, ekki af því þau eru þjóðþekktir einstaklingar heldur af því þeim er annt um land og þjóð. Það er ógnvænleg þróun við lýðræðið að flokkar keppist við að troða ofarlega inn á lista hjá sér „frægu“ fólki og ýti þess í stað reyndu og færu fólki út sem komið hefur upp í gegnum flokkstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm 100 ár staðið vaktina í Íslenskum stjórnmálum, og leitt þjóðina í gegnum súrt og sætt. Er þar helst að nefna sjálfstæði þjóðarinnar sem menn vilja í dag taka sem hverjum öðrum léttvægum hlut hins daglegs lífs. Hverskyns eftirgjöf á sjálfstæði þjóðarinnar er ekkert nema móðgun við þá sem harðast börðust fyrir okkur á síðustu öld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn staðið ásamt Framsókn sem stoð íslenskra stjórnmála, þó sá síðari hafi fjarlægst gildi sín og siði á seinni árum og hagi bara seglum eftir vindi, opinn í báða enda er það sem flestir tengja við Framsókn, án þess þó að hann skipti um nafn eða kennitölu. Samfylkingin ætlar sér að telja fólki trú um að undir þeirra stjórn rétti þau skipið af, jafnvel þótt það sé á réttri leið nú þegar. Maður þarf ekki að horfa lengra en til höfuðstaðar landsins, Reykjavíkur, sem hefur í rúman áratug verið stjórnað af Samfylkingunni. Þar stendur ekki stein yfir steini í fjármálum borgarinnar, og illa gengur að rétta sig af. Það er kannski ekki furða þegar áhöfn flokksins er upptekinn við að grafa undan hvoru öðru. Það neita því fáir, ef einhverjir að það hefði verið skynsamlegast að ganga ekki aftur í ríkisstjórn með flokkum sem standa í vegi fyrir frekari framförum og fara jafnvel gegn lögum til að stöðva atvinnugreinar sem þeim líkar illa. Hvernig VG stóð gegn breytingum og vinnu við lagareldisfrumvarp, ný raforkulög og stöðvaði hvalveiðar á eftir að koma þeim út úr þingsölum. En nú er tími til að horfa fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn gengur til kosninga fullskipaður öflugu fólki sem veit hvað það er að gera, hefur staðið sig vel og ætlar að gera það áfram í takt við stefnu og samþykktir flokksins. Það var Hannes Hafstein sem orti um Þjóðstjórnina sem starfaði 1939 - 42, og á það kvæði við um ástandið í dag, þó að einu orði breyttu. „Svo legg ég glaður frá mér bók og blað og birti ei framar spádóm heimsins lýði. En samt er ég viss um eitt, og það er það, að Samfó Stjórnin okkar tapar sínu stríði.” Ég hvet fólk til að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, mæta á viðburði og eiga samtal við fulltrúana og veita þeim gott nesti inn í baráttuna. Höfundur er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Það verður sífellt sýnilegra í Íslenskum stjórnmálum hvernig sumir ætla sér áfram til metorða með skítkasti og leiðindum einum saman, en eiga svo fá svör önnur en „við erum með plan“, „af því bara“ eða „ég veit það ekki alveg“, „þegar stórt er spurt“. Það er fyrir öllu að fólkið sem stýrir landinu geri það af öllum krafti fyrir fólkið í landinu, ekki af því þau eru þjóðþekktir einstaklingar heldur af því þeim er annt um land og þjóð. Það er ógnvænleg þróun við lýðræðið að flokkar keppist við að troða ofarlega inn á lista hjá sér „frægu“ fólki og ýti þess í stað reyndu og færu fólki út sem komið hefur upp í gegnum flokkstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm 100 ár staðið vaktina í Íslenskum stjórnmálum, og leitt þjóðina í gegnum súrt og sætt. Er þar helst að nefna sjálfstæði þjóðarinnar sem menn vilja í dag taka sem hverjum öðrum léttvægum hlut hins daglegs lífs. Hverskyns eftirgjöf á sjálfstæði þjóðarinnar er ekkert nema móðgun við þá sem harðast börðust fyrir okkur á síðustu öld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn staðið ásamt Framsókn sem stoð íslenskra stjórnmála, þó sá síðari hafi fjarlægst gildi sín og siði á seinni árum og hagi bara seglum eftir vindi, opinn í báða enda er það sem flestir tengja við Framsókn, án þess þó að hann skipti um nafn eða kennitölu. Samfylkingin ætlar sér að telja fólki trú um að undir þeirra stjórn rétti þau skipið af, jafnvel þótt það sé á réttri leið nú þegar. Maður þarf ekki að horfa lengra en til höfuðstaðar landsins, Reykjavíkur, sem hefur í rúman áratug verið stjórnað af Samfylkingunni. Þar stendur ekki stein yfir steini í fjármálum borgarinnar, og illa gengur að rétta sig af. Það er kannski ekki furða þegar áhöfn flokksins er upptekinn við að grafa undan hvoru öðru. Það neita því fáir, ef einhverjir að það hefði verið skynsamlegast að ganga ekki aftur í ríkisstjórn með flokkum sem standa í vegi fyrir frekari framförum og fara jafnvel gegn lögum til að stöðva atvinnugreinar sem þeim líkar illa. Hvernig VG stóð gegn breytingum og vinnu við lagareldisfrumvarp, ný raforkulög og stöðvaði hvalveiðar á eftir að koma þeim út úr þingsölum. En nú er tími til að horfa fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn gengur til kosninga fullskipaður öflugu fólki sem veit hvað það er að gera, hefur staðið sig vel og ætlar að gera það áfram í takt við stefnu og samþykktir flokksins. Það var Hannes Hafstein sem orti um Þjóðstjórnina sem starfaði 1939 - 42, og á það kvæði við um ástandið í dag, þó að einu orði breyttu. „Svo legg ég glaður frá mér bók og blað og birti ei framar spádóm heimsins lýði. En samt er ég viss um eitt, og það er það, að Samfó Stjórnin okkar tapar sínu stríði.” Ég hvet fólk til að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, mæta á viðburði og eiga samtal við fulltrúana og veita þeim gott nesti inn í baráttuna. Höfundur er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun