Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Lovísa Arnardóttir skrifar 8. nóvember 2024 15:26 Í umræðum í Facebook-hópnum Mæðratips er bæði rætt um vanrækslu barna á leikskólanum, slæman aðbúnað og lélegt leikskólastarf. Vísir/Anton Brink Reykjavíkurborg hafa borist ábendingar um slæman aðbúnað barna og óviðunandi leikskólastarf á leikskólanum Lundi í Kleppsgörðum í Reykjavík. Starfsfólk borgarinnar fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í dag og varði bróðurparti dagsins á leikskólanum. Foreldraráð sagðist í vor geta fullyrt að allir foreldrar væru ánægðir með börn sín á Lundi. Stjórnendur skólans hafa verið boðaðir á fund vegna málsins á mánudag. Þetta segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Þá segir hún að vinnslu málsins verði haldið áfram í næstu viku. Tilefni heimsóknar starfsmanna borgarinnar eru ábendingar til borgarinnar um aðbúnað barna og um leikskólastarfið sjálft. Hjördís segir borginni hafa borist nokkrar tilkynningar en vildi ekki fara nánar út í efni þeirra eða hvaðan þær komu. Skilin eftir í köldum herbergjum og fari ekki út Leikskólinn var til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips í vikunni. Fyrrverandi starfsmaður leikskólans setti þar inn færslu þar sem hún sagði börnin aldrei fara út að leika, að ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og að flest börnin væru grátandi mest allan daginn og að væflast um í herbergjunum. Þá sagði hún börnin reglulega skilin eftir í litlum og köldum herbergjum með gömul og óspennandi leikföng. Í þessum herbergjum væru þau frá því að þau mæti um klukkan 8 og til klukkan 11. Þá fari þau að borða og leggja sig. Eftir það fari þau aftur í herbergin. Þá sagði hún matinn eins allar vikur og að á leikskólanum starfi of fáir starfsmenn og fáir skilji íslensku. Þá sagði hún einnig starfsmenn reglulega pirra sig á börnunum. Þó svo að leikskólinn sé sjálfstætt starfandi ber Reykjavíkurborg að sinna eftirliti. Málið er nú til rannsóknar hjá borginni.Vísir/Anton Brink „Þetta á svo mikið sameiginlegt með geymslu, börnin finna líka alveg fyrir því að það sé meira eins og þau séu í geymslu á meðan mamma og pabbi eru að vinna,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi í færslunni sem nú hefur verið tekin út. Ráðlagt að skilja barn eftir bundið í vagni Fjölmargir skrifuðu athugasemdir við færsluna og þar á meðal aðrir fyrrverandi starfsmenn sem töluðu á svipuðum nótum. „Ég hef sömu sögu að segja, ég var þarna í tæpa 3 mánuði og svo fékk ég nóg og tók stelpuna mína af leikskólanum,“ segir ein á meðan önnur segir: „Ég vann þar í stuttan tíma og það var nákvæmlega svona.“ Sú þriðja segist hafa unnið þarna í stuttan tíma og að það hafi verið skelfilegt. „Var ráðlagt að skilja barn eftir í vagni inni í herbergi þar sem það var bundið niðri og það látið gráta. Barnið var í aðlögun og átti bara að grenja þetta úr sér. Þá var aldrei farið út,“ segir hún og að börnin hafi ekki mátt drekka vatn í matartíma. Ekki náðist í Valgerði H. Valgeirsdóttur leikskólastjóra til að fá viðbrögð vegna eftirlitsheimsóknarinnar og umræðu um leikskólann á Mæðratips. Lundur breytist í töfraheim Í skýrslu leikskólans fyrir skóla- og frístundaráð Reykjavíkur fyrir leikskólaárið 2023-2024 segir Valgerður að líkt og árin á undan hafi lánið leikið við leikskólann. Flest hafi gengið upp og allt sem máli skipti. Ekkert vandamál hafi reynst óyfirstíganlegt og allir komist heilir heim í lok dags. Talsverð þróun hafi verið innan leikskólans. Dagskipulagið verið endurskoðað með tilliti til meiri sveigjanleika með þeim árangri að börnin hafa ennþá meira val. „Lífið teygir anga sína um húsið og það breytist í þann töfraheim sem leikskólar eiga að vera, þar eru skógar fullir af dýrum, þar er eldhúsið heima með sjóðandi bullandi pottum og pönnum, að ógleymum stórvirkum vinnuvélum sem moka í burtu öllu því sem fyrir verður. Þessir leikir eru gjörningar án óhreininda ólíkt því sem gerist þegar hann færist út á útivistarsvæðið.“ Valgerður segir starfsfólk í Lundi einstakt, standi sína plikt og fyrir það beri að hrósa og þakka. „Foreldrar í Lundi sýndu af sér og hafa sýnt mikið æðruleysi og skilning gagnvart öllum breytingum á starfsemi leikskólans sem oftar en ekki hefur átt sér stað með litlum sem engum fyrirvara. Fyrir það ber einnig að hrósa og þakka. Í lok hvers leikskólaárs er það mikil gæfa hvers leikskóla og starfsfólks hans að geta með stolti horft um öxl og sagt: Hér eru og voru hamingjusöm börn sem öll komust heil heim að kvöldi dags, döfnuðu og þroskuðust, sátt og sæl við allt og alla.“ Foreldraráð í skýjunum Þá má finna í skýrslunni umsögn foreldraráðs en ráðið skipi fólk sem hafi reynslu af því að vera með börn á Lundi. Það hafi átti samtöl við starfsfólk og stjórnendur í leikskólanum og telji sig hafa góða þekkingu á starfinu þar. „Eftir að hafa kynnt sér starf og stefnu leikskólans auk þess að hafa reynslu af starfi leikskólans er það mat foreldraráðs að Lundur er sérstaklega vel heppnað úrræði í leikskólamálum ungbarna. Er það skoðun foreldraráðs að mikilvægt sé að starfsfólks leikskólans sé viðmótsblítt og sinni starfi sínu af fagmennsku og leggi sig fram við að láta bæði börnum og foreldrum líða vel með að barnið sé í þeirra umsjá,“ segir í umsögn foreldraráðs. Að mati foreldraráð virðist almenn og mikil ánægja á meðal foreldra með það starfsfólk sem hafi valist í störf leikskólans. „Foreldraráð lýsir yfir ánægju með regluleg foreldrasamtöl sem eiga sér stað í leikskólanum. Samtölin eru bæði upplýsandi og lærdómsrík fyrir foreldra þeirra barna sem eru á leikskólanum. Foreldraráð lýsir einnig yfir mikilli ánægju með hversu auðveld og persónuleg samskipti við starfsfólk og leikskólastjóra Lundar eru. Upplýsingagjöf er góð og samskipti við starfsfólk auðveld og aðgengileg.“ Ábendingar ráðsins snúi að ástandi malarvegar sem liggi upp að leikskólanum. Hann sé holóttur og ryk geti þyrlast upp og borist yfir leikvöll og útisvæði barnanna. „Foreldraráð telur óhætt að fullyrða að allir foreldrar myndu glaðir kjósa Lund sem leikskóla fyrir komandi kynslóðir barna sinna.“ Veistu meira um málið? Sendur okkur línu á ritstjorn@visir.is. Leikskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Stjórnendur skólans hafa verið boðaðir á fund vegna málsins á mánudag. Þetta segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Þá segir hún að vinnslu málsins verði haldið áfram í næstu viku. Tilefni heimsóknar starfsmanna borgarinnar eru ábendingar til borgarinnar um aðbúnað barna og um leikskólastarfið sjálft. Hjördís segir borginni hafa borist nokkrar tilkynningar en vildi ekki fara nánar út í efni þeirra eða hvaðan þær komu. Skilin eftir í köldum herbergjum og fari ekki út Leikskólinn var til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips í vikunni. Fyrrverandi starfsmaður leikskólans setti þar inn færslu þar sem hún sagði börnin aldrei fara út að leika, að ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og að flest börnin væru grátandi mest allan daginn og að væflast um í herbergjunum. Þá sagði hún börnin reglulega skilin eftir í litlum og köldum herbergjum með gömul og óspennandi leikföng. Í þessum herbergjum væru þau frá því að þau mæti um klukkan 8 og til klukkan 11. Þá fari þau að borða og leggja sig. Eftir það fari þau aftur í herbergin. Þá sagði hún matinn eins allar vikur og að á leikskólanum starfi of fáir starfsmenn og fáir skilji íslensku. Þá sagði hún einnig starfsmenn reglulega pirra sig á börnunum. Þó svo að leikskólinn sé sjálfstætt starfandi ber Reykjavíkurborg að sinna eftirliti. Málið er nú til rannsóknar hjá borginni.Vísir/Anton Brink „Þetta á svo mikið sameiginlegt með geymslu, börnin finna líka alveg fyrir því að það sé meira eins og þau séu í geymslu á meðan mamma og pabbi eru að vinna,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi í færslunni sem nú hefur verið tekin út. Ráðlagt að skilja barn eftir bundið í vagni Fjölmargir skrifuðu athugasemdir við færsluna og þar á meðal aðrir fyrrverandi starfsmenn sem töluðu á svipuðum nótum. „Ég hef sömu sögu að segja, ég var þarna í tæpa 3 mánuði og svo fékk ég nóg og tók stelpuna mína af leikskólanum,“ segir ein á meðan önnur segir: „Ég vann þar í stuttan tíma og það var nákvæmlega svona.“ Sú þriðja segist hafa unnið þarna í stuttan tíma og að það hafi verið skelfilegt. „Var ráðlagt að skilja barn eftir í vagni inni í herbergi þar sem það var bundið niðri og það látið gráta. Barnið var í aðlögun og átti bara að grenja þetta úr sér. Þá var aldrei farið út,“ segir hún og að börnin hafi ekki mátt drekka vatn í matartíma. Ekki náðist í Valgerði H. Valgeirsdóttur leikskólastjóra til að fá viðbrögð vegna eftirlitsheimsóknarinnar og umræðu um leikskólann á Mæðratips. Lundur breytist í töfraheim Í skýrslu leikskólans fyrir skóla- og frístundaráð Reykjavíkur fyrir leikskólaárið 2023-2024 segir Valgerður að líkt og árin á undan hafi lánið leikið við leikskólann. Flest hafi gengið upp og allt sem máli skipti. Ekkert vandamál hafi reynst óyfirstíganlegt og allir komist heilir heim í lok dags. Talsverð þróun hafi verið innan leikskólans. Dagskipulagið verið endurskoðað með tilliti til meiri sveigjanleika með þeim árangri að börnin hafa ennþá meira val. „Lífið teygir anga sína um húsið og það breytist í þann töfraheim sem leikskólar eiga að vera, þar eru skógar fullir af dýrum, þar er eldhúsið heima með sjóðandi bullandi pottum og pönnum, að ógleymum stórvirkum vinnuvélum sem moka í burtu öllu því sem fyrir verður. Þessir leikir eru gjörningar án óhreininda ólíkt því sem gerist þegar hann færist út á útivistarsvæðið.“ Valgerður segir starfsfólk í Lundi einstakt, standi sína plikt og fyrir það beri að hrósa og þakka. „Foreldrar í Lundi sýndu af sér og hafa sýnt mikið æðruleysi og skilning gagnvart öllum breytingum á starfsemi leikskólans sem oftar en ekki hefur átt sér stað með litlum sem engum fyrirvara. Fyrir það ber einnig að hrósa og þakka. Í lok hvers leikskólaárs er það mikil gæfa hvers leikskóla og starfsfólks hans að geta með stolti horft um öxl og sagt: Hér eru og voru hamingjusöm börn sem öll komust heil heim að kvöldi dags, döfnuðu og þroskuðust, sátt og sæl við allt og alla.“ Foreldraráð í skýjunum Þá má finna í skýrslunni umsögn foreldraráðs en ráðið skipi fólk sem hafi reynslu af því að vera með börn á Lundi. Það hafi átti samtöl við starfsfólk og stjórnendur í leikskólanum og telji sig hafa góða þekkingu á starfinu þar. „Eftir að hafa kynnt sér starf og stefnu leikskólans auk þess að hafa reynslu af starfi leikskólans er það mat foreldraráðs að Lundur er sérstaklega vel heppnað úrræði í leikskólamálum ungbarna. Er það skoðun foreldraráðs að mikilvægt sé að starfsfólks leikskólans sé viðmótsblítt og sinni starfi sínu af fagmennsku og leggi sig fram við að láta bæði börnum og foreldrum líða vel með að barnið sé í þeirra umsjá,“ segir í umsögn foreldraráðs. Að mati foreldraráð virðist almenn og mikil ánægja á meðal foreldra með það starfsfólk sem hafi valist í störf leikskólans. „Foreldraráð lýsir yfir ánægju með regluleg foreldrasamtöl sem eiga sér stað í leikskólanum. Samtölin eru bæði upplýsandi og lærdómsrík fyrir foreldra þeirra barna sem eru á leikskólanum. Foreldraráð lýsir einnig yfir mikilli ánægju með hversu auðveld og persónuleg samskipti við starfsfólk og leikskólastjóra Lundar eru. Upplýsingagjöf er góð og samskipti við starfsfólk auðveld og aðgengileg.“ Ábendingar ráðsins snúi að ástandi malarvegar sem liggi upp að leikskólanum. Hann sé holóttur og ryk geti þyrlast upp og borist yfir leikvöll og útisvæði barnanna. „Foreldraráð telur óhætt að fullyrða að allir foreldrar myndu glaðir kjósa Lund sem leikskóla fyrir komandi kynslóðir barna sinna.“ Veistu meira um málið? Sendur okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Leikskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira