Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 12:15 Á okkur dynja fréttir af slakri stöðu ungmenna í íslensku samfélagi, fréttir af ótímabærum dauða, ofbeldi, aukinni vanlíðan, minni hamingju og ráðaleysi í kerfunum okkar. Á síðasta ári létust samtals 25 manns undir 30 ára vofeiflega, þar af 15 vegna lyfjatengdra andláta (ofskömmtunar) og 10 vegna sjálfsvíga. Þetta þýðir að meira en 2 jarðarfarir voru í hverjum mánuði hjá ungu fólki sem varla var byrjað að lifa lífinu, fólk sem hefði átt að vera hér með okkur, eignast fjölskyldur og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í kringum hvert þetta andlát eru um 100 manns, foreldrar, systkini, börn, makar og aðrir ástvinir sem sitja eftir í sárum. Þannig má segja að um 2.500 manns á Íslandi bara á síðast ári hafi orðið fyrir beinum áhrifum af andláti ungrar manneskju í blóma lífsins. Það sem ekki fylgir sögunni er hversu mikil gáruáhrif slíkt andlát hefur um allt samfélagið og hversu ótrúlega dýrt hvert andlát er, ekki bara í sorg og mannlegri þjáningu heldur í beinhörðum peningum. Ég finn til í kjarnanum í hvert sinn sem ég heyri fréttir af ótímabæru andláti ungrar manneskju, því ég hef sjálf upplifað að missa barn með þessum hætti. Í hvert sinn hugsa ég til fjölskyldu og vina og sársaukans sem þau upplifa að fá fréttirnar. Í hvert sinn bölva ég hraustlega og hugsa að það mátti koma í veg fyrir þessa þjáningu. Við ekki bara getum gert eitthvað meira í þessum málum við eigum að gera það. Lausnin felst ekki bara í því að styrkja okkar grunnkerfi, við þurfum líka að bæta við fjölbreyttari leiðum fyrir fólk til að takast á við vandann, vinna að forvörnum og snemmtækum lausnum og stórauka þannig aðgang ungs fólks og fjölskylda þeirra að fá hjálp, á sínum forsendum og á réttum tíma. Á Íslandi erum við ótrúlega rík af hugsjónafólki sem stofnað hefur félagasamtök til að vinna að málefnum fólks sem þarf aðstoð og er ég ein af þeim, enda stofnaði ég Bergið með góðu fólki. Einnig má nefna SÁÁ, Stígamót, Pieta, Sorgarmiðstöðina, Kvennaathvarfið, Bjarkahlíð, Rauði Krossinn, Rótina. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning. Þau urðu öll til út af götum í kerfunum okkar og hafa komið til móts við þarfir fólks með sveigjanlegri og oft nýstárlegri hætti en kerfin okkar hafa getað. Öll þessi samtök eiga það líka sameiginlegt að vera í sífelldri baráttu um takmarkað fjármagn þar sem ekki er fyrirsjáanleiki um peninga næsta árs. Þar sem gott tengslanet er meira virði en fagmennska til að lifa af. Það má ekki vera þannig. Við þurfum að taka ábyrgð á þessum málum, setja inn meira fjármagn, styðja grunnkerfin okkar en einnig styðja við fjölbreyttar leiðir sem koma til móts við fólk í vanda. En fyrst og fremst þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að taka ábyrgð á öllu okkar fólki. Hætta að henda því til og frá í flóknu kerfi, setja manneskjuna í miðjuna og láta kerfið vinna fyrir okkur. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur vandamálið, sem skilur hvað þarf að gera til að leysa það og hefur getuna til að framkvæma. Fólk sem er tilbúið að axla ábyrgðina og gefast ekki upp fyrir verkefninu. Samfylkingin er afl sem mun geta sameinað nýja ríkisstjórn um þetta verkefni. Unga fólkið okkar er framtíðin, þau eru svo framsýn og flott og hafa svo mikla getu. En þau eru líka að biðja okkur um að við styðjum betur við þau svo þau geti lifað af í flóknum heimi og að við skilum til þeirra góðu samfélagi þar sem allir fá að blómstra. Höfundur situr í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Á okkur dynja fréttir af slakri stöðu ungmenna í íslensku samfélagi, fréttir af ótímabærum dauða, ofbeldi, aukinni vanlíðan, minni hamingju og ráðaleysi í kerfunum okkar. Á síðasta ári létust samtals 25 manns undir 30 ára vofeiflega, þar af 15 vegna lyfjatengdra andláta (ofskömmtunar) og 10 vegna sjálfsvíga. Þetta þýðir að meira en 2 jarðarfarir voru í hverjum mánuði hjá ungu fólki sem varla var byrjað að lifa lífinu, fólk sem hefði átt að vera hér með okkur, eignast fjölskyldur og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í kringum hvert þetta andlát eru um 100 manns, foreldrar, systkini, börn, makar og aðrir ástvinir sem sitja eftir í sárum. Þannig má segja að um 2.500 manns á Íslandi bara á síðast ári hafi orðið fyrir beinum áhrifum af andláti ungrar manneskju í blóma lífsins. Það sem ekki fylgir sögunni er hversu mikil gáruáhrif slíkt andlát hefur um allt samfélagið og hversu ótrúlega dýrt hvert andlát er, ekki bara í sorg og mannlegri þjáningu heldur í beinhörðum peningum. Ég finn til í kjarnanum í hvert sinn sem ég heyri fréttir af ótímabæru andláti ungrar manneskju, því ég hef sjálf upplifað að missa barn með þessum hætti. Í hvert sinn hugsa ég til fjölskyldu og vina og sársaukans sem þau upplifa að fá fréttirnar. Í hvert sinn bölva ég hraustlega og hugsa að það mátti koma í veg fyrir þessa þjáningu. Við ekki bara getum gert eitthvað meira í þessum málum við eigum að gera það. Lausnin felst ekki bara í því að styrkja okkar grunnkerfi, við þurfum líka að bæta við fjölbreyttari leiðum fyrir fólk til að takast á við vandann, vinna að forvörnum og snemmtækum lausnum og stórauka þannig aðgang ungs fólks og fjölskylda þeirra að fá hjálp, á sínum forsendum og á réttum tíma. Á Íslandi erum við ótrúlega rík af hugsjónafólki sem stofnað hefur félagasamtök til að vinna að málefnum fólks sem þarf aðstoð og er ég ein af þeim, enda stofnaði ég Bergið með góðu fólki. Einnig má nefna SÁÁ, Stígamót, Pieta, Sorgarmiðstöðina, Kvennaathvarfið, Bjarkahlíð, Rauði Krossinn, Rótina. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning. Þau urðu öll til út af götum í kerfunum okkar og hafa komið til móts við þarfir fólks með sveigjanlegri og oft nýstárlegri hætti en kerfin okkar hafa getað. Öll þessi samtök eiga það líka sameiginlegt að vera í sífelldri baráttu um takmarkað fjármagn þar sem ekki er fyrirsjáanleiki um peninga næsta árs. Þar sem gott tengslanet er meira virði en fagmennska til að lifa af. Það má ekki vera þannig. Við þurfum að taka ábyrgð á þessum málum, setja inn meira fjármagn, styðja grunnkerfin okkar en einnig styðja við fjölbreyttar leiðir sem koma til móts við fólk í vanda. En fyrst og fremst þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að taka ábyrgð á öllu okkar fólki. Hætta að henda því til og frá í flóknu kerfi, setja manneskjuna í miðjuna og láta kerfið vinna fyrir okkur. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur vandamálið, sem skilur hvað þarf að gera til að leysa það og hefur getuna til að framkvæma. Fólk sem er tilbúið að axla ábyrgðina og gefast ekki upp fyrir verkefninu. Samfylkingin er afl sem mun geta sameinað nýja ríkisstjórn um þetta verkefni. Unga fólkið okkar er framtíðin, þau eru svo framsýn og flott og hafa svo mikla getu. En þau eru líka að biðja okkur um að við styðjum betur við þau svo þau geti lifað af í flóknum heimi og að við skilum til þeirra góðu samfélagi þar sem allir fá að blómstra. Höfundur situr í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun