Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. nóvember 2024 07:46 Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn. Loforðið var að með því að kvótasetja eða binda veiðarnar við ákveðið magn hverju sinni þá munum við efla fiskstofnana og þegar upp væri staðið ætti aflinn a.m.k. að hafa tvöfaldast á fimm til átta árum, hann átti a.m.k. að ná í 500.000 tonn. Hér erum við árið 2024, enn með okkar 200.000 tonn. Forsendan fyrir kvótakerfinu brást, og því ættum við að hugsa sjávarútvegskerfið okkar upp á nýtt. Við í Flokki fólksins höfum barist fyrir því frá stofnun flokksins, að handfæraveiðar verði gerðar frjálsar. Það er ekki flóknara en það. Við verðum að bera virðingu fyrir hinum brothættu sjávarbyggðum hringinn í kringum landið sem byggja tilvist sína á nálægð við fiskimiðin og fjölbreyttum hópi strandveiðimanna. Án sjávarbyggða landsins er Ísland fátækara samfélag og án strandveiðimanna og smáútgerða þeirra sem eru ein grunnstoðum þessara byggða. Við viljum að stjórnvöld viðurkenni það arðrán sem hefur átt sér stað í litlum sjávarplássum sem eiga mörg hver í dag í vök að verjast. Þessi litlu samfélög, sem hafa reitt sig á sjóinn öldum saman og tilvera þeirra byggist á, hafa þurft að horfa upp á að undirstöðu byggðanna hefur verið kippt undan þeim. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim. Það er sárara en tárum taki að þurfa að horfa upp á hvernig sérfræðingar að sunnan, sem telja sig vita allt betur en sjómenn og heimamenn, hafa með ráðgjöf sinni og reglusetningu vegið hart að áður blómlegum sjávarbyggðum. Eitt er það sem við vitum öll. Krókaveiði strandveiðibáta mun aldrei ógna fiskistofnum og lífríkinu í kringum landið. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Í lagi er að koma með stækkandi vélarafl og skrapa hér botninn, eyðileggja kóralana og lífríki sjávarbotns án gagnrýni sérfræðinga. En svo þegar strandveiðibátar fara í dagróður með króka og er öllu skellt í lás um mitt sumar. Furðulegt er hvernig í stjórnvöldum dettur í hug að ráðast svona að strandveiðimönnum sem flestallir búa einmitt í þessum litlu sjávarbyggðum. Það er ósanngjarnt, það er óréttlátt, það er óskilvirkt og það er eiginlega til háborinnar skammar hvernig komið er fram við þessa atvinnugrein. Það getur vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að á hverju einasta sumri skuli í rauninni vera slengt gjörsamlega í lás hjá atvinnugrein strandveiðisjómanna, sem óumdeilt hefur reynst mikil lyftistöng fyrir hinar brothættu sjávarbyggðir. Gefum frjálsar handfæraveiðar. Það myndi skipta gríðarlega miklu máli og það myndi gjörbreyta starfsumhverfi og lífinu í sjárvarbyggðunum, oft litlum sjávarplássum sem eiga í vök að verjast. Höfundur er þingmaður og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Sjá meira
Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn. Loforðið var að með því að kvótasetja eða binda veiðarnar við ákveðið magn hverju sinni þá munum við efla fiskstofnana og þegar upp væri staðið ætti aflinn a.m.k. að hafa tvöfaldast á fimm til átta árum, hann átti a.m.k. að ná í 500.000 tonn. Hér erum við árið 2024, enn með okkar 200.000 tonn. Forsendan fyrir kvótakerfinu brást, og því ættum við að hugsa sjávarútvegskerfið okkar upp á nýtt. Við í Flokki fólksins höfum barist fyrir því frá stofnun flokksins, að handfæraveiðar verði gerðar frjálsar. Það er ekki flóknara en það. Við verðum að bera virðingu fyrir hinum brothættu sjávarbyggðum hringinn í kringum landið sem byggja tilvist sína á nálægð við fiskimiðin og fjölbreyttum hópi strandveiðimanna. Án sjávarbyggða landsins er Ísland fátækara samfélag og án strandveiðimanna og smáútgerða þeirra sem eru ein grunnstoðum þessara byggða. Við viljum að stjórnvöld viðurkenni það arðrán sem hefur átt sér stað í litlum sjávarplássum sem eiga mörg hver í dag í vök að verjast. Þessi litlu samfélög, sem hafa reitt sig á sjóinn öldum saman og tilvera þeirra byggist á, hafa þurft að horfa upp á að undirstöðu byggðanna hefur verið kippt undan þeim. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim. Það er sárara en tárum taki að þurfa að horfa upp á hvernig sérfræðingar að sunnan, sem telja sig vita allt betur en sjómenn og heimamenn, hafa með ráðgjöf sinni og reglusetningu vegið hart að áður blómlegum sjávarbyggðum. Eitt er það sem við vitum öll. Krókaveiði strandveiðibáta mun aldrei ógna fiskistofnum og lífríkinu í kringum landið. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Í lagi er að koma með stækkandi vélarafl og skrapa hér botninn, eyðileggja kóralana og lífríki sjávarbotns án gagnrýni sérfræðinga. En svo þegar strandveiðibátar fara í dagróður með króka og er öllu skellt í lás um mitt sumar. Furðulegt er hvernig í stjórnvöldum dettur í hug að ráðast svona að strandveiðimönnum sem flestallir búa einmitt í þessum litlu sjávarbyggðum. Það er ósanngjarnt, það er óréttlátt, það er óskilvirkt og það er eiginlega til háborinnar skammar hvernig komið er fram við þessa atvinnugrein. Það getur vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að á hverju einasta sumri skuli í rauninni vera slengt gjörsamlega í lás hjá atvinnugrein strandveiðisjómanna, sem óumdeilt hefur reynst mikil lyftistöng fyrir hinar brothættu sjávarbyggðir. Gefum frjálsar handfæraveiðar. Það myndi skipta gríðarlega miklu máli og það myndi gjörbreyta starfsumhverfi og lífinu í sjárvarbyggðunum, oft litlum sjávarplássum sem eiga í vök að verjast. Höfundur er þingmaður og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun