Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Guðmundur Þórarinsson í leik með FC Noah í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Domenic Aquilina/Getty Images Guðmundur Þórarinsson og félagar í liðinu Noah frá Armeníu mæta á Brúnna, Stamford Bridge, í kvöld í Sambandsdeild Evrópu og mæta þar heimamönnum í Chelsea. Liðið er nefnt eftir sögunni um örkina hans Nóa og er sagt vera tilbúið að „leggja örkinni“ í leik kvöldsins. The Athletic birtir langa grein um lið FC Noah frá Armeníu. Eflaust voru fæst hér á landi sem vissu nokkuð um tilurð liðsins fyrr en í sumar þegar hinn 32 ára gamli Guðmundur gekk í raðir þess í júlí síðastliðnum. Félagið var stofnað í Armavir árið 2017 og hét upphaflega FC Artsakh. Aðeins tveimur árum síðar var nafninu breytt og það nafn á sér talsvert lengri sögu enda félagið í dag nefnt í höfuðið á örkinni hans Nóa sem á rætur sínar að rekja til trúarrita sem eru hátt í þúsund ára gömul. Hvað félagið í dag varðar þá situr það í 4. sæti efstu deildar, tíu stigum á eftir toppliðinu Urartu. Fyrir tímabilið ákvað félagið að sækja fjölda leikmanna í von um að komast þangað sem það er í dag, í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. https://t.co/kVwB2sL8t4 Who are FC Noah? They’re named after biblical tale and are willing to ‘park the ark’ against Chelsea 👇— Simon Johnson (@SJohnsonSport) November 6, 2024 Ásamt Guðmundi sótti það 15 aðra leikmenn, flesta erlendis frá. Það hefur ekki dugað til að setja gera atlögu að titlinum en liðið er þó komið alla leið í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vonast liðið til að skrá sig enn frekar í sögubækurnar sem og að vekja athygli á Armeníu og fótboltanum þar í landi með góðum úrslitum á Brúnni í kvöld. Til þess er það tilbúið að „leggja örkinni“ en hvort það dugi verður að koma í ljós. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira
The Athletic birtir langa grein um lið FC Noah frá Armeníu. Eflaust voru fæst hér á landi sem vissu nokkuð um tilurð liðsins fyrr en í sumar þegar hinn 32 ára gamli Guðmundur gekk í raðir þess í júlí síðastliðnum. Félagið var stofnað í Armavir árið 2017 og hét upphaflega FC Artsakh. Aðeins tveimur árum síðar var nafninu breytt og það nafn á sér talsvert lengri sögu enda félagið í dag nefnt í höfuðið á örkinni hans Nóa sem á rætur sínar að rekja til trúarrita sem eru hátt í þúsund ára gömul. Hvað félagið í dag varðar þá situr það í 4. sæti efstu deildar, tíu stigum á eftir toppliðinu Urartu. Fyrir tímabilið ákvað félagið að sækja fjölda leikmanna í von um að komast þangað sem það er í dag, í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. https://t.co/kVwB2sL8t4 Who are FC Noah? They’re named after biblical tale and are willing to ‘park the ark’ against Chelsea 👇— Simon Johnson (@SJohnsonSport) November 6, 2024 Ásamt Guðmundi sótti það 15 aðra leikmenn, flesta erlendis frá. Það hefur ekki dugað til að setja gera atlögu að titlinum en liðið er þó komið alla leið í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vonast liðið til að skrá sig enn frekar í sögubækurnar sem og að vekja athygli á Armeníu og fótboltanum þar í landi með góðum úrslitum á Brúnni í kvöld. Til þess er það tilbúið að „leggja örkinni“ en hvort það dugi verður að koma í ljós.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira