FIFA hótar félögunum stórum sektum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 06:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, passar upp á það að félögin hugsi sig tvisvar um ætli þau ekki að mæta með sitt besta lið á HM félagsliða næsta sumar. Getty/John Todd Heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta fer fram næsta sumar sem ný 32 liða og 63 leikja keppni. Það er eins gott fyrir félögin að mæta til leiks með alla sína bestu leikmenn því annars mun FIFA refsa þeim harðlega. Heimsmeistarakeppnin er nú orðin jafnstór og HM landsliða hefur verið frá árinu 1998. Það verða því mjög margir leikmenn sem munu með þessu lengja hjá sér annars langt keppnistímabil. Liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu næsta sumar þurfa líka að vera mætt til Bandarikjanna þremur til fimm dögum fyrir þeirra fyrsta leik. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti þetta í reglum keppninnar sem voru gefnar út formlega í gær. ESPN segir frá. Vandamálið við þetta er að leikmenn fá því enga hvíld á milli landsleikja og HM félagsliða. Það sem meira er að landsleikirnir eru strax í framhaldinu á því að tímabilinu lýkur hjá evrópsku félögunum. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er 31. maí, landsleikjaglugginn er frá 6. til 10. júní og HM félagsliða byrjar síðan 15. júní. FIFA veit auðvitað af hinum mikla óróa í hreyfingunni vegna umræðunnar um of mikið leikjaálag og sambandið ætlar að tryggja það að engu félagi snúist hugur um að mæta. Liðin fá með þessum reglum skýr skilaboð um að þau verði að stilla upp sínu sterkasta félagi í keppninni og þeim er einnig hótað með að minnsta kosti 445 þúsund punda sekt fyrir að hætta við þátttöku. Það gerir meira en 79 milljónir í íslenskum krónum. FIFA gefur félögum einnig tækifæri á því að styrkja lið sín fyrir mótið. Leikmenn gætu því spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og svo fyrir nýtt félag á HM félagsliða aðeins fimmtán dögum síðar. Félög fá líka tækifæri til að ná í nýja leikmenn á miðju móti þar sem samningar sumra leikmanna renna út um mánaðamótin þegar HM félagsliða er í fullum gangi. HM félagsliða fer fram frá 15. júní til 13. júlí. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) FIFA Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin er nú orðin jafnstór og HM landsliða hefur verið frá árinu 1998. Það verða því mjög margir leikmenn sem munu með þessu lengja hjá sér annars langt keppnistímabil. Liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu næsta sumar þurfa líka að vera mætt til Bandarikjanna þremur til fimm dögum fyrir þeirra fyrsta leik. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti þetta í reglum keppninnar sem voru gefnar út formlega í gær. ESPN segir frá. Vandamálið við þetta er að leikmenn fá því enga hvíld á milli landsleikja og HM félagsliða. Það sem meira er að landsleikirnir eru strax í framhaldinu á því að tímabilinu lýkur hjá evrópsku félögunum. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er 31. maí, landsleikjaglugginn er frá 6. til 10. júní og HM félagsliða byrjar síðan 15. júní. FIFA veit auðvitað af hinum mikla óróa í hreyfingunni vegna umræðunnar um of mikið leikjaálag og sambandið ætlar að tryggja það að engu félagi snúist hugur um að mæta. Liðin fá með þessum reglum skýr skilaboð um að þau verði að stilla upp sínu sterkasta félagi í keppninni og þeim er einnig hótað með að minnsta kosti 445 þúsund punda sekt fyrir að hætta við þátttöku. Það gerir meira en 79 milljónir í íslenskum krónum. FIFA gefur félögum einnig tækifæri á því að styrkja lið sín fyrir mótið. Leikmenn gætu því spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og svo fyrir nýtt félag á HM félagsliða aðeins fimmtán dögum síðar. Félög fá líka tækifæri til að ná í nýja leikmenn á miðju móti þar sem samningar sumra leikmanna renna út um mánaðamótin þegar HM félagsliða er í fullum gangi. HM félagsliða fer fram frá 15. júní til 13. júlí. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
FIFA Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira