60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar 5. nóvember 2024 18:01 Í nýrri könnun Prósents sem gerð var fyrir Samtök gegn stríði í byrjun september kom í ljós að 60% landsmanna styðja ekki vopnakaup ráðamanna. Þetta gengur þvert á flokka, en ívið fleiri konur eru andvígar eða 72%, á móti 51% karla. Hlutlausir voru 18% og aðeins 22% hlynntir kaupunum. Nú er ég búin að vera að vekja athygli á fyrirhuguðum vopnakaupum ráðamanna í tvo mánuði með greinum og viðtölum. Vopnakaupin stangast bæði á við Stjórnarskrána, Varnarmálalög og landráðakafla Hegningarlaganna, sem og áratuga stefnu Íslendinga að vera friðsöm og herlaus þjóð sem styður aldrei stríð. Auk þess hafa ráðamenn steypt okkur í 10 milljarða skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna þessa og fyrirhuguð er frekari skuld upp á 24 milljarða næstu árin. Þetta þurfa komandi kynslóðir að borga. Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur tekið málefnið upp og einarða afstöðu gegn vopnakaupunum. Í stefnuskrá flokksins segir að við séum friðsamt land sem eigum að beita okkur frekar að friðarsamningum heldur en að kaupa vopn. Í könnuninni kemur fram að 74% kjósenda Flokks fólksins eru andvígir kaupunum, 68% kjósenda Miðflokksins, 66% kjósenda Sósíalistaflokksins, 61% kjósenda Framsóknarflokksins, sem og Vinstri grænna, 59% kjósenda Viðreisnar, 58% kjósenda Pírata og 57% kjósenda Samfylkingar. Af hverju hafa þessir flokkar samþykkt vopnakaupin? Eru þeir ekki á þingi í umboði kjósenda? Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru harðsvírastir með eingöngu 44% á móti, enda eru aðaltalsmenn vopnakaupanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Bjarni Benediktsson í þeim flokki. Hins vegar eru 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins óákveðnir og er það hæsta hlutfallið með Pírötum 29%. Einungis 32% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnakaupunum. Með þessum gjörðum sínum eru ráðamenn orðnir landráðamenn með því að gera Ísland að óvini kjarnorkuþjóðar og þar með að skotmarki. Við áttum ljómandi gott og gjöfult viðskiptasamband við Rússland í næstum hálfa öld sem Þórdís Kolbrún eyðilagði með einu pennastriki þegar hún rak sendiherrann úr landi. Það mætti halda að þessum ofangreindu ráðamönnum sé illa við landsmenn, ekki aðeins með því að eyðileggja fyrir blómlegum útflutningsfyrirtækjum, heldur vilji beinlínis kalla yfir okkur kjarnorkusprengju. Þessir tveir ráðherrar eru væntanlega búnir að koma ár sinni vel fyrir borð með varasjóðum í útlöndum þegar Ísland verður óbyggilegt vegna geislunar. Þetta er stórhættuleg þróun sem við í Lýðræðisflokkinum viljum snúa við. Við erum lítil og afskekkt þjóð, lengst norður í ballarhafi, ósjálfbær í matarframleiðslu og það er okkur lífsnauðsynlegt að halda góðu sambandi við allar þjóðir heimsins – líka Rússland. Ég vona heitt og innilega að kjósendur átti sig á þessari hættulegu þróun og kjósi að Ísland muni eiga framtíð. Að hér muni ekki ríkja kjarnorkuvetur í áratugi. Að þeir kjósi Lýðræðisflokkinn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hún er ábyrgðarmaður Samtaka gegn stríði sem eru nýstofnuð samtök en Haraldur Ólafsson er meðstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun Prósents sem gerð var fyrir Samtök gegn stríði í byrjun september kom í ljós að 60% landsmanna styðja ekki vopnakaup ráðamanna. Þetta gengur þvert á flokka, en ívið fleiri konur eru andvígar eða 72%, á móti 51% karla. Hlutlausir voru 18% og aðeins 22% hlynntir kaupunum. Nú er ég búin að vera að vekja athygli á fyrirhuguðum vopnakaupum ráðamanna í tvo mánuði með greinum og viðtölum. Vopnakaupin stangast bæði á við Stjórnarskrána, Varnarmálalög og landráðakafla Hegningarlaganna, sem og áratuga stefnu Íslendinga að vera friðsöm og herlaus þjóð sem styður aldrei stríð. Auk þess hafa ráðamenn steypt okkur í 10 milljarða skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna þessa og fyrirhuguð er frekari skuld upp á 24 milljarða næstu árin. Þetta þurfa komandi kynslóðir að borga. Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur tekið málefnið upp og einarða afstöðu gegn vopnakaupunum. Í stefnuskrá flokksins segir að við séum friðsamt land sem eigum að beita okkur frekar að friðarsamningum heldur en að kaupa vopn. Í könnuninni kemur fram að 74% kjósenda Flokks fólksins eru andvígir kaupunum, 68% kjósenda Miðflokksins, 66% kjósenda Sósíalistaflokksins, 61% kjósenda Framsóknarflokksins, sem og Vinstri grænna, 59% kjósenda Viðreisnar, 58% kjósenda Pírata og 57% kjósenda Samfylkingar. Af hverju hafa þessir flokkar samþykkt vopnakaupin? Eru þeir ekki á þingi í umboði kjósenda? Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru harðsvírastir með eingöngu 44% á móti, enda eru aðaltalsmenn vopnakaupanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Bjarni Benediktsson í þeim flokki. Hins vegar eru 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins óákveðnir og er það hæsta hlutfallið með Pírötum 29%. Einungis 32% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnakaupunum. Með þessum gjörðum sínum eru ráðamenn orðnir landráðamenn með því að gera Ísland að óvini kjarnorkuþjóðar og þar með að skotmarki. Við áttum ljómandi gott og gjöfult viðskiptasamband við Rússland í næstum hálfa öld sem Þórdís Kolbrún eyðilagði með einu pennastriki þegar hún rak sendiherrann úr landi. Það mætti halda að þessum ofangreindu ráðamönnum sé illa við landsmenn, ekki aðeins með því að eyðileggja fyrir blómlegum útflutningsfyrirtækjum, heldur vilji beinlínis kalla yfir okkur kjarnorkusprengju. Þessir tveir ráðherrar eru væntanlega búnir að koma ár sinni vel fyrir borð með varasjóðum í útlöndum þegar Ísland verður óbyggilegt vegna geislunar. Þetta er stórhættuleg þróun sem við í Lýðræðisflokkinum viljum snúa við. Við erum lítil og afskekkt þjóð, lengst norður í ballarhafi, ósjálfbær í matarframleiðslu og það er okkur lífsnauðsynlegt að halda góðu sambandi við allar þjóðir heimsins – líka Rússland. Ég vona heitt og innilega að kjósendur átti sig á þessari hættulegu þróun og kjósi að Ísland muni eiga framtíð. Að hér muni ekki ríkja kjarnorkuvetur í áratugi. Að þeir kjósi Lýðræðisflokkinn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hún er ábyrgðarmaður Samtaka gegn stríði sem eru nýstofnuð samtök en Haraldur Ólafsson er meðstjórnandi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar