Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 5. nóvember 2024 14:31 Þrjár af fjórum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum frá árinu 2013 hafa sprungið með látum á miðju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í þeim öllum. Glundroðinn sem fylgir Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Benediktssonar blasir við og það er eins og hver önnur öfugmælavísa þegar forsvarsmenn flokksins klifa á því að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun á stöðugleika og festu þegar Sjálfstæðisflokkurinn er beinlínis andlit óstöðugleikans. Glundroði og óstjórn Sjálfstæðisflokksins, þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagur, bitna á hagstjórn og innviðum. Óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum Eftir sjö ára stjórnarsetu fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG er staðan í efnahagsmálum sú að stýrivextir hafa verið um eða yfir 9% í meira en ár, verðbólga yfir markmiði í 4 ár og áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að ríkið verði rekið með halla í 9 ár. Á þessu tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst af farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og vinnubrögðin eru með þeim hætti að heimilin í landinu borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti í fyrra en þau gerðu árið 2021. Hér er einfaldlega um að ræða ofurskatt á ungt fólk og alla sem skulda - allt í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. En formaður Sjálfstæðisflokksins sker út grasker. Innviðir grotna niður á vakt Sjálfstæðisflokksins Innviðir okkar hafa líka fengið að kenna á glundroða og slæmri hagstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa grotnað niður á þessu tímabili á vakt Sjálfstæðisflokksins og það er sama hvar borið er niður; heilbrigðismál, menntamál, umönnun eldra fólks, kerfin sem eiga að hlúa að börnum og ungmennum í vanda, samgöngumál, orkumál og þannig mætti áfram telja. Öll þessi kerfi og innviðir hafa látið á sjá og það eina sem blasir við okkur er stöðnun og úrræðaleysi. Sjálfstæðisflokkur lofar skattalækkun en eykur kostnað heimilanna Fyrir utan að skera út grasker þá býður Sjálfstæðisflokkurinn áfram upp á sama innihaldslausa og óábyrga málflutninginn þar sem hvoru tveggja er lofað; skattalækkunum og eflingu innviða. En verkin sýna merkin. Frá 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þyngt skattbyrði vinnandi fólks og hækkað kostnað heimilanna með háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Á hinn bóginn leggur Samfylkingin fram plan um ábyrgar og raunhæfar lausnir. Til þess að kveða niður vexti og verðbólgu verður að ná aftur styrkri stjórn á ríkisfjármálunum, koma húsnæðismarkaðnum í fastari skorður og leggja grunn að hagvexti sem ekki er knúinn áfram af fólksfjölgun heldur aukinni framleiðni. Jafnaðarfólk veit að kraftmikil verðmætasköpun og ábyrg hagstjórn verður að fara saman með sterkri velferð svo að vel takist til við stjórn landsins. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin Það er kominn tími á breytingar og nýtt upphaf. Samfylkingin er tilbúin. Undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt flokknum, vinnubrögðunum og farið aftur í kjarnann. Við opnuðum flokkinn upp á gátt, héldum fjölda funda vítt og breitt um landið og í samstarfi við fólkið í landinu lögðum við grunninn að áherslum okkar og forgangsröðun fyrir næstu tvö kjörtímabil. Skýrir valkostir - glundroði Sjálfstæðisflokksins eða skýrt plan Samfylkingarinnar Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagsmunir eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin. Höf. er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þrjár af fjórum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum frá árinu 2013 hafa sprungið með látum á miðju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í þeim öllum. Glundroðinn sem fylgir Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Benediktssonar blasir við og það er eins og hver önnur öfugmælavísa þegar forsvarsmenn flokksins klifa á því að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun á stöðugleika og festu þegar Sjálfstæðisflokkurinn er beinlínis andlit óstöðugleikans. Glundroði og óstjórn Sjálfstæðisflokksins, þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagur, bitna á hagstjórn og innviðum. Óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum Eftir sjö ára stjórnarsetu fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG er staðan í efnahagsmálum sú að stýrivextir hafa verið um eða yfir 9% í meira en ár, verðbólga yfir markmiði í 4 ár og áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að ríkið verði rekið með halla í 9 ár. Á þessu tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst af farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og vinnubrögðin eru með þeim hætti að heimilin í landinu borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti í fyrra en þau gerðu árið 2021. Hér er einfaldlega um að ræða ofurskatt á ungt fólk og alla sem skulda - allt í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. En formaður Sjálfstæðisflokksins sker út grasker. Innviðir grotna niður á vakt Sjálfstæðisflokksins Innviðir okkar hafa líka fengið að kenna á glundroða og slæmri hagstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa grotnað niður á þessu tímabili á vakt Sjálfstæðisflokksins og það er sama hvar borið er niður; heilbrigðismál, menntamál, umönnun eldra fólks, kerfin sem eiga að hlúa að börnum og ungmennum í vanda, samgöngumál, orkumál og þannig mætti áfram telja. Öll þessi kerfi og innviðir hafa látið á sjá og það eina sem blasir við okkur er stöðnun og úrræðaleysi. Sjálfstæðisflokkur lofar skattalækkun en eykur kostnað heimilanna Fyrir utan að skera út grasker þá býður Sjálfstæðisflokkurinn áfram upp á sama innihaldslausa og óábyrga málflutninginn þar sem hvoru tveggja er lofað; skattalækkunum og eflingu innviða. En verkin sýna merkin. Frá 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þyngt skattbyrði vinnandi fólks og hækkað kostnað heimilanna með háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Á hinn bóginn leggur Samfylkingin fram plan um ábyrgar og raunhæfar lausnir. Til þess að kveða niður vexti og verðbólgu verður að ná aftur styrkri stjórn á ríkisfjármálunum, koma húsnæðismarkaðnum í fastari skorður og leggja grunn að hagvexti sem ekki er knúinn áfram af fólksfjölgun heldur aukinni framleiðni. Jafnaðarfólk veit að kraftmikil verðmætasköpun og ábyrg hagstjórn verður að fara saman með sterkri velferð svo að vel takist til við stjórn landsins. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin Það er kominn tími á breytingar og nýtt upphaf. Samfylkingin er tilbúin. Undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt flokknum, vinnubrögðunum og farið aftur í kjarnann. Við opnuðum flokkinn upp á gátt, héldum fjölda funda vítt og breitt um landið og í samstarfi við fólkið í landinu lögðum við grunninn að áherslum okkar og forgangsröðun fyrir næstu tvö kjörtímabil. Skýrir valkostir - glundroði Sjálfstæðisflokksins eða skýrt plan Samfylkingarinnar Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagsmunir eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin. Höf. er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun