Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 10:00 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Hún segir verkföll kennara geta mismunað börnum. Verkföllin eru í ákveðnum skólum en ekki öllum. Vísir/Einar Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara. „Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ segir í yfirlýsingu embættisins. Móður barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík hefur gagnrýnt aðgerðirnar sem og stjórn foreldrafélags Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar er einnig bent á að fjarvera frá skóla auki líkur á því að börn þrói með sér skólaforðun sem skaði bæði námsárangur og félagslega stöðu þeirra. Embættið hafi sérstakar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. „Það getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annars staðar.“ Hún segir mikilvægt að lagt verði mat á þau áhrif sem verkfallið hefur á nemendur svo hægt verði að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja rétt þeirra. Þá áréttar umboðsmaður einnig mikilvægi þess, varðandi verkfallsaðgerðir almennt, að farið sé eftir ákvæðum Barnasáttmálans. „Samningurinn leggur þær skyldur á stjórnvöld, að leggja sérstakt mat á það hvaða áhrif ákvarðanir og ráðstafanir hafa á börn, en slíkt mat er liður í því að kanna hvort ákvörðun samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, um það sem er börnum fyrir bestu. Leiði mat á áhrifum í ljós að um neikvæð áhrif á börn sé að ræða, ber að leita allra leiða til að fyrirbyggja slík áhrif og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum þar sem það er ekki unnt.“ Verkföll eru í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Um ótímabundið verkfall að ræða í leikskólum en í grunnskólum og framhaldsskólum er verkfallið tímabundið til 22. nóvember. Þá eiga fleiri skólar eftir að bætast við 25. nóvember og 20. desember. Umboðsmaður barna beinir þeirri áskorun til deiluaðila að þeir leggi allt kapp í að leysa þessa kjaradeilu án tafar. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Réttindi barna Börn og uppeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira
„Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ segir í yfirlýsingu embættisins. Móður barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík hefur gagnrýnt aðgerðirnar sem og stjórn foreldrafélags Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar er einnig bent á að fjarvera frá skóla auki líkur á því að börn þrói með sér skólaforðun sem skaði bæði námsárangur og félagslega stöðu þeirra. Embættið hafi sérstakar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. „Það getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annars staðar.“ Hún segir mikilvægt að lagt verði mat á þau áhrif sem verkfallið hefur á nemendur svo hægt verði að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja rétt þeirra. Þá áréttar umboðsmaður einnig mikilvægi þess, varðandi verkfallsaðgerðir almennt, að farið sé eftir ákvæðum Barnasáttmálans. „Samningurinn leggur þær skyldur á stjórnvöld, að leggja sérstakt mat á það hvaða áhrif ákvarðanir og ráðstafanir hafa á börn, en slíkt mat er liður í því að kanna hvort ákvörðun samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, um það sem er börnum fyrir bestu. Leiði mat á áhrifum í ljós að um neikvæð áhrif á börn sé að ræða, ber að leita allra leiða til að fyrirbyggja slík áhrif og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum þar sem það er ekki unnt.“ Verkföll eru í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Um ótímabundið verkfall að ræða í leikskólum en í grunnskólum og framhaldsskólum er verkfallið tímabundið til 22. nóvember. Þá eiga fleiri skólar eftir að bætast við 25. nóvember og 20. desember. Umboðsmaður barna beinir þeirri áskorun til deiluaðila að þeir leggi allt kapp í að leysa þessa kjaradeilu án tafar. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Réttindi barna Börn og uppeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira