Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:39 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi við Bjarka um veðrið næstu daga í Kvöldfréttum. Vísir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir meðalhita á landinu ekki hafa verið minni frá árinu 1997. Það verði líklega hlýtt fram á miðjan mánuð en þá gæti veðrið breyst. Meðalhiti síðustu 12 mánaða er 4,4°C í Reykjavík. Meðalhiti síðustu tólf mánaða er frekar lágur og nær því sem hann var fyrir aldamót að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings en hann fór yfir veðrið á árinu, síðustu daga og fram undan í Bítinu á Bylgjunni. Nánar hér á vef hans Blika.is. Hiti síðustu daga sé góður til að hífa upp meðaltalið en ekki óvenjulegur á þessum árstíma. Um 10 stiga hiti er í Reykjavík í dag og fór hiti upp í 15 stig á einhverjum veðurstöðvum fyrir norðan í nótt. Einar segir að miðað við tíðarfar síðustu 20 ár skeri þetta ár í augu. Það verði samt að hafa í huga að sveiflur í íslensku verðri séu algengar. Hann segir síðustu mánuði hafa veið tíðar norðanáttir og meiri útbreiðsla pólsjó fyrir norðan. Sjávarhiti hafi beint áhrif á lofthita. „Við vorum kannski að horfa á það fyrir nokkrum vikum að loftið væri upprunnið frá Austur-Grænlandi en nú er það upprunnið frá Marokkó,“ segir Einar. Loftið ferðist yfir Portúgal og svo yfir Atlantshafið. Hlýtt veður viðvarandi Einar segir að miðað við langtímaspá sé útlit fyrir áframhaldandi hæðarsvæði yfir Bretlandseyjum. Þessi hæð beini lofti til okkar úr suðri og í spám megi sjá að þetta verði viðvarandi fram á miðjan mánuð. Það verði ekki endilega svona heitt allan tímann en ólíklegt sé til dæmis að það fari að snjóa mikið. Hann segir að síðustu daga hafi svo verið miklar umræður meðal veðurfræðinga að um miðjan mánuð skapist aðstæður til að snúa þessu við. Það hrökkvi aftur í norðanátt. Það sé erfitt að spá svo langt en það verði áhugavert að fylgjast með þróuninni. Einar segir að þegar hann byrjaði fyrir 20 til 30 árum hafi menn ekki þorað að spá lengra fram en tvo til þrjá daga. Frá þeim tíma hafi orðið alger bylting í veðurspám. „Við erum komin ansi langt með að ná þokkalegri nákvæmni að jafnaði fyrir svona fimm til sjö daga spár,“ segir Einar en að hann leiki sér oft að því að spá lengra fram í tímann. Stundum sé mikil spágeta en aðra mikill óróleiki og óvissa. „Þegar hækkandi eða lækkandi sól er að umbreyta öllum veðurkerfunum,“ segir Einar og að þá sé erfiðast að spá til lengri tíma. Þriðjungslíkur á vondu veðri á kjördag Hvað varðar veður á kjördag í lok mánaðarins segir Einar að það séu þriðjungslíkur á því að ekkert verði að veðrinu en að veðrið hafi oft, síðustu 20 ára, verið slæmt á þessum degi eða dagana í kring. Einar ræddi einnig veðurofsa og þurrka erlendis. Sem dæmi hafi verið þurrkar í Suður-Ameríku lengi sem séu tengdir við loftslagsbreytingar. Það hafi áhrif á framboð raforku og Amazon-skóginn sjálfan. Rigningarnar á Spáni hafi verið skelfilegar og komið mönnum í opna skjöldu. Margir hafi ekki getað flúið veðrið en um 200 fórust í hamfaraflóðum í Valencia á Spáni í síðustu viku. Veður Spánn Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Sjá meira
Meðalhiti síðustu tólf mánaða er frekar lágur og nær því sem hann var fyrir aldamót að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings en hann fór yfir veðrið á árinu, síðustu daga og fram undan í Bítinu á Bylgjunni. Nánar hér á vef hans Blika.is. Hiti síðustu daga sé góður til að hífa upp meðaltalið en ekki óvenjulegur á þessum árstíma. Um 10 stiga hiti er í Reykjavík í dag og fór hiti upp í 15 stig á einhverjum veðurstöðvum fyrir norðan í nótt. Einar segir að miðað við tíðarfar síðustu 20 ár skeri þetta ár í augu. Það verði samt að hafa í huga að sveiflur í íslensku verðri séu algengar. Hann segir síðustu mánuði hafa veið tíðar norðanáttir og meiri útbreiðsla pólsjó fyrir norðan. Sjávarhiti hafi beint áhrif á lofthita. „Við vorum kannski að horfa á það fyrir nokkrum vikum að loftið væri upprunnið frá Austur-Grænlandi en nú er það upprunnið frá Marokkó,“ segir Einar. Loftið ferðist yfir Portúgal og svo yfir Atlantshafið. Hlýtt veður viðvarandi Einar segir að miðað við langtímaspá sé útlit fyrir áframhaldandi hæðarsvæði yfir Bretlandseyjum. Þessi hæð beini lofti til okkar úr suðri og í spám megi sjá að þetta verði viðvarandi fram á miðjan mánuð. Það verði ekki endilega svona heitt allan tímann en ólíklegt sé til dæmis að það fari að snjóa mikið. Hann segir að síðustu daga hafi svo verið miklar umræður meðal veðurfræðinga að um miðjan mánuð skapist aðstæður til að snúa þessu við. Það hrökkvi aftur í norðanátt. Það sé erfitt að spá svo langt en það verði áhugavert að fylgjast með þróuninni. Einar segir að þegar hann byrjaði fyrir 20 til 30 árum hafi menn ekki þorað að spá lengra fram en tvo til þrjá daga. Frá þeim tíma hafi orðið alger bylting í veðurspám. „Við erum komin ansi langt með að ná þokkalegri nákvæmni að jafnaði fyrir svona fimm til sjö daga spár,“ segir Einar en að hann leiki sér oft að því að spá lengra fram í tímann. Stundum sé mikil spágeta en aðra mikill óróleiki og óvissa. „Þegar hækkandi eða lækkandi sól er að umbreyta öllum veðurkerfunum,“ segir Einar og að þá sé erfiðast að spá til lengri tíma. Þriðjungslíkur á vondu veðri á kjördag Hvað varðar veður á kjördag í lok mánaðarins segir Einar að það séu þriðjungslíkur á því að ekkert verði að veðrinu en að veðrið hafi oft, síðustu 20 ára, verið slæmt á þessum degi eða dagana í kring. Einar ræddi einnig veðurofsa og þurrka erlendis. Sem dæmi hafi verið þurrkar í Suður-Ameríku lengi sem séu tengdir við loftslagsbreytingar. Það hafi áhrif á framboð raforku og Amazon-skóginn sjálfan. Rigningarnar á Spáni hafi verið skelfilegar og komið mönnum í opna skjöldu. Margir hafi ekki getað flúið veðrið en um 200 fórust í hamfaraflóðum í Valencia á Spáni í síðustu viku.
Veður Spánn Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Sjá meira